Bændablaðið - 03.12.2015, Page 34

Bændablaðið - 03.12.2015, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Ungliðahreyfing Slow Food með ráðstefnuna We Feed the Planet á Ítalíu: Bændum fækkar og þekking á framleiðsluaðferðum glatast − notkun á áburði og eiturefnum er hömlulaus og matvælaöryggi heimsins stefnt í voða Í Mílanó á Ítalíu var í október síðastliðnum haldin ráðstefna á vegum Ungliðahreyfingar Slow Food-samtakanna. Tilgangur ráð- stefnunnar var að vekja athygli á málstað bænda og smáframleið- enda í heiminum. Kveikjan að ráðstefnunni var heimssýningin í Mílanó, EXPO 2015, en þema sýningarinnar að þessu sinni var matur og fannst Slow Food að sýningin gerði iðnað- arframleiðslu helst til of hátt undir höfði á kostnað bænda og smáfram- leiðenda. Svar við EXPO Ungliðahreyfing Slow Food ákvað því að blása til ráðstefnunnar We Feed the Planet sem eins konar svari við EXPO. Einungis 6 mánuðir fóru í að skipuleggja ráðstefnuna og var 2.500 bændum, framleið- endum og áhugafólki boðin þátt- taka. Undirrituð, frá Karlsstöðum í Berufirði, þáðu boð um að taka þátt. Matvælaöryggi heimsins er stefnt í voða Í opnunarræðu ráðstefnunn- ar fór Joris Lohman, formaður Ungliðahreyfingar Slow Food, yfir kveikjuna að ráðstefnunni og það vandamál sem matvælafram- leiðsla í heiminum stendur frammi fyrir. Framleiðslan færist sífellt á færri hendur, smáframleiðendum og bændum fækkar og þekking á framleiðsluaðferðum glatast. Þannig verða lönd ósjálfbjarga og matvæla- öryggi heimsins er stefnt í voða. Áhugaverður fyrirlestur um „andgróða“ Ráðstefnan byggðist á fyrirlestrum og umræðum. Franski heimspek- ingurinn Serge Latouche flutti áhugaverðan fyrirlestur um and- gróða (e. degrowth). Hans kenn- ingar fjalla um að gróði eigi sér ekkert annað markmið en að græða. Eyðing auðlinda svo sem vatns og lands sé takmarkalaus og úrgang- ur eigi sér heldur engin takmörk. Notkun á áburði og eiturefnum er hömlulaus og ekkert sé hugsað út í afleiðingarnar, aðeins fjárhagslegan skammtíma gróða. Ótti við TTIP-fríverslunar - samning Bandaríkjanna og ESB Í umræðum um fríverslun- arsamninga (e. Global Trade Agreements) var mikið rætt um TTIP-fríverslunarsamninginn milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Samningurinn, sem er í deiglunni, er mjög umdeildur. Margir óttast að erfðabreytt mat- væli eigi eftir að flæða hömlulaust til Evrópu án þess að neytendur séu upplýstir um það og evrópsk- um landbúnaði sé stefnt í voða. hollan mat fyrir alla og minni sóun. Myndir / Slow Food Youth Network. Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler, fulltrúar Íslands á ráðstefnu Slow Food Youth á Ítalíu. Mynd / SVE/BH Matur framleiddur með sjálfbærum hætti samkvæmt hugmyndafræði Slow Food.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.