Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 34

Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Ungliðahreyfing Slow Food með ráðstefnuna We Feed the Planet á Ítalíu: Bændum fækkar og þekking á framleiðsluaðferðum glatast − notkun á áburði og eiturefnum er hömlulaus og matvælaöryggi heimsins stefnt í voða Í Mílanó á Ítalíu var í október síðastliðnum haldin ráðstefna á vegum Ungliðahreyfingar Slow Food-samtakanna. Tilgangur ráð- stefnunnar var að vekja athygli á málstað bænda og smáframleið- enda í heiminum. Kveikjan að ráðstefnunni var heimssýningin í Mílanó, EXPO 2015, en þema sýningarinnar að þessu sinni var matur og fannst Slow Food að sýningin gerði iðnað- arframleiðslu helst til of hátt undir höfði á kostnað bænda og smáfram- leiðenda. Svar við EXPO Ungliðahreyfing Slow Food ákvað því að blása til ráðstefnunnar We Feed the Planet sem eins konar svari við EXPO. Einungis 6 mánuðir fóru í að skipuleggja ráðstefnuna og var 2.500 bændum, framleið- endum og áhugafólki boðin þátt- taka. Undirrituð, frá Karlsstöðum í Berufirði, þáðu boð um að taka þátt. Matvælaöryggi heimsins er stefnt í voða Í opnunarræðu ráðstefnunn- ar fór Joris Lohman, formaður Ungliðahreyfingar Slow Food, yfir kveikjuna að ráðstefnunni og það vandamál sem matvælafram- leiðsla í heiminum stendur frammi fyrir. Framleiðslan færist sífellt á færri hendur, smáframleiðendum og bændum fækkar og þekking á framleiðsluaðferðum glatast. Þannig verða lönd ósjálfbjarga og matvæla- öryggi heimsins er stefnt í voða. Áhugaverður fyrirlestur um „andgróða“ Ráðstefnan byggðist á fyrirlestrum og umræðum. Franski heimspek- ingurinn Serge Latouche flutti áhugaverðan fyrirlestur um and- gróða (e. degrowth). Hans kenn- ingar fjalla um að gróði eigi sér ekkert annað markmið en að græða. Eyðing auðlinda svo sem vatns og lands sé takmarkalaus og úrgang- ur eigi sér heldur engin takmörk. Notkun á áburði og eiturefnum er hömlulaus og ekkert sé hugsað út í afleiðingarnar, aðeins fjárhagslegan skammtíma gróða. Ótti við TTIP-fríverslunar - samning Bandaríkjanna og ESB Í umræðum um fríverslun- arsamninga (e. Global Trade Agreements) var mikið rætt um TTIP-fríverslunarsamninginn milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Samningurinn, sem er í deiglunni, er mjög umdeildur. Margir óttast að erfðabreytt mat- væli eigi eftir að flæða hömlulaust til Evrópu án þess að neytendur séu upplýstir um það og evrópsk- um landbúnaði sé stefnt í voða. hollan mat fyrir alla og minni sóun. Myndir / Slow Food Youth Network. Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler, fulltrúar Íslands á ráðstefnu Slow Food Youth á Ítalíu. Mynd / SVE/BH Matur framleiddur með sjálfbærum hætti samkvæmt hugmyndafræði Slow Food.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.