Bændablaðið - 03.12.2015, Side 41

Bændablaðið - 03.12.2015, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 langt undir kosnaðarverði til sölu í Bretlandi, sem þarlendum bænd- um er algjörlega ofviða að keppa við. Langtímaáhrif þessa geta orðið mjög alvarleg. Ekki bara fyrir breska bændur, heldur ekki síður fyrir breska neytendur. Bændum mun fækka stórlega, þekking glat- ast og afleiðingin verður skortur á landbúnaðarafurðum og gríðarlegar verðhækkanir. Bjarga sér með aukinni verktakastarfsemi Vegna stöðunnar í Þýskalandi hefur Bürger-Grebe fjölskyldan gripið til þess ráðs að efla verktakastarfsemi á bænum til að þjónusta aðra bænd- ur. Þannig sækja þau nauðsynlegar tekjur til að styrkja reksturinn sem annars stefndi hraðbyri í þrot. Er fjöl- skyldan nú með fjóra fasta starfs- menn í verktakaþjónustunni. Vinna þeir ýmis verk fyrir aðra bændur, einkum heyvinnslu og þreskingu. Frá búinu er selt töluvert af kvíg- um til áframeldis. Fara þær bæði á innanlandsmarkað í Þýskalandi og einnig er töluvert selt af lífgripum úr landi. Meðaltalsverð fyrir kú í vik- unni áður en íslenski hópurinn var þarna var 1.450 evrur, eða um 207 þúsund krónur. Eru kýrnar yfirleitt seldar um 25 mánaða aldurinn og eru þær þá oft kelfdar, en einstaka kýr er eldri við sölu, eða allt upp í þriggja ára. Fjölga upp í 360 kýr á næsta ári Auk þess er verið að undirbúa stækk- un á fjósinu fyrir 160 kýr. Verður það tekið í notkun á næsta ári og verður búið þá komið með 360 mjólkur- kýr. Með þessu hyggst fjölskyldan ná enn betri nýtingu á mannskap og búnaði en hægt er í dag, en með hlutfallslega litlum viðbótarkostnaði. Þannig hyggjast þau reyna að komast nær því að mjólkurframleiðslan geti staðið undir sér. Hvort það tekst er svo önnur saga. Spara með því að endurvinna kúamykju í undirburð fyrir kýr Þegar Íslendinga- hópurinn var í heim- sókn var þar við störf eitt af nýjum og örfá- um sambærilegum tækjum í Þýskalandi. Er það bíll sem til- heyrir verktakastarf- semi búsins og er með heljarmiklum ski lv indubúnaði . Dældi hann mykju upp úr haughúsinu, skildi vökvann frá og dældi honum aftur niður í haughús- ið. Afraksturinn af skítnum er 30% þurrefni sem dælt var á vagn þar við hliðina. Skilvindubíllinn kostaði 250 þúsund evrur, eða sem svarar um 35 milljónum króna. Christine segir að þar sem sag og annar slíkur undirburður undir kýrnar sé orðið mjög dýrt, þá sé þetta leiðin til að spara á búinu. Þurra hreinsaða skítnum er þá blandað saman við sag og nýttur sem undirlag. Segir hún að þau hafi gert þetta í tvö ár og reynslan sé mjög góð, auk þess sem spar- ast hafi miklir peningar. Þá heldur þessi undirburður kúnum þurr- um og hrein- um, eins einkennilega og það kann að hljóma. Segir Christine engin vandamál hafi skapast vegna bakt- eríumyndunar í þurrkaða skítnum. Hefur notkun á svona endurunn- um kúaskít farið ört vaxandi. Er þessi aðferð nú talsvert nýtt þar sem bændur eru með gasframleiðslu og gasgerðin hefur ekki undan að nýta skítinn. Þar sem óheimilt er að bera mykju á tún hvenær sem er, þá nýta menn þessa endurvinnsluaðferð og geyma þá skítinn í skemmu til síð- ari tíma, annaðhvort til að nota sem undirburð eða í gasframleiðslu. /HKr. Íslensku bændurnir að skoða fjós Bürger-Grebe fjölskyldunnar. Aðstaðan er harla ólík því sem þekkist á Íslandi. Opin hús að framanverðu, með glæru athygli íslenskra bænda sem heimsóttu Bürger-Grebe dælt er úr haughúsinu, fæst 30% þurrefni sem síðan Kálfahúsið. Njarðarnesi 1 sími 460 4350 Hjólbarðaþjónusta - Smurþjónusta - Þrif á bílum - vönduð handverkfæri og fl. Úrval hjólbarða á betra verði Fólksbíla-, traktora-, vinnuvéla-, vagna-, jeppa,- og vörubíladekk í úrvali. Beinn innflutningur til Akureyrar Smurþjónusta (Jason ehf.) 15% afsláttur af öllum dekkjum til . 2015 Handverkfæri Ármann sími 896 8462 og Tryggvi 896 4126 Dóttirin Christina var að vinna við að daginn eftir. Er þar vandað til verka og snyrtingunni fylgir að sjálfsögðu klipping. Hringlaga mjaltagryfja er í fjósinu sem þykir mjög þægilegt að vinna við. Fóðurgangar eru mjög greiðfærir fyrir vinnutæki.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.