Bændablaðið - 03.12.2015, Side 56

Bændablaðið - 03.12.2015, Side 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Engifer er ein þessara ævafornu krydd- og lækningajurta sem komnar voru til sögunnar löngu fyrir okkar söguskyn. Ágiskanir um upprunaland hans er nokkuð á reiki, en víst er um að hans er getið í indverskum og kínverskum ritum eins langt aftur og ritlistin nær. Engifer er hvergi til villtur og ekkert ræktunarafbrigða (klóna) hans þroskar fræ. Það bendir til að hann sé afkomandi ýmissa tegunda sem vaxa á Indlandsskaga og austur eftir löndunum við Bengalflóa. Mikil ætt, stór fjölskylda En engiferinn er ekki eina tegundin af Engiferætt, Zingiberaceae, sem ræktuð hefur verið mannkyni til gagns og gleði í mörg þúsund ár. Til ættarinnar teljast líka túrmerík, galangal og kardímommur. Reyndar eru nokkrar aðrar tegundir ræktaðar staðbundið í hitabelti Asíu, en mest til heimabrúks og koma því ekki við sögu hér. Engiferættin er stór kvísl einkímblöðunga, líkt og pálmar, grös, bananajurtir og kólfblómungar sem pottaplantan monstera, eða öðru nafni rifblaðka, er góður fulltrúi fyrir. Það sem einkennir engiferunga eru þykkir jarðstönglar sem vaxa og greina sig yfirleitt í eina ákveðna átt, án mikilla stefnubreytinga. Þetta kallast einfætingsáttun (monopodi- alism) hjá grasafræðingum. Sjálft nafnið engifer, fræðiheitið Zingiber, er komið úr sanskrít og líklega þangað af dravíska orðinu hjartarhorn en seinni liðurinn rót. Þannig að við getum sagt hjart- arhornsrót á íslensku bændamáli, ef við kærum okkur um, hvenær sem engifer ber í tal. Hvort það væri auðskilið er svo annað mál. En þetta alþjóðlega og ævaforna heiti, engifer, er og hefur verið gegnum- gangandi í öllum vestrænum tungu- málum þótt það komi fyrir í ýmsum myndum. Í íslensku hefur það verið sagt og skrifað eins og við þekkjum það alveg frá tímum fyrstu biskupa í kaþólskri tíð. Og þá líklega úr eng- G-ið borið fram sem lint J. Enska Útúrdúr um enskan biskup Tengsl og áhrif engilsaxa á Íslandi þess tíma hafa því miður verið lítið skoðuð en það má giska á að þeirra hlutur hafi verið nokkuð stærri en almennt er álitið. Þaðan kom Hróðólfur bisk- up um 1030 sem rak skóla í Bæ í Borgarfirði um hartnær tveggja áratuga skeið. Sennilega hefur hann haft veigamikil áhrif á hvernig við ritum íslensku enn í dag. Því hann innleiddi latínuletur og aðlagaði engilsaxneskan rithátt að íslensku - unnar. Broddstafir komu síðar. Og flest kirkjuorð í íslensku eru umritun á samsvarandi orðum úr engilsax- nesku, líklega beint frá Hróðólfi í Bæ. Hróðólfur var af höfðingjum kominn, óskilgetið afabarn Göngu- Hrólfs og bróðir Emmu af Normandí sem náði því að verða drottning í Englandi, Danmörku og Noregi. Hún var móðir Játvarðar góða, síðar helga, Englandskonungs. Svo að efalaust hefur Hróðólfur vanist á og kunnað að meta og nota aust- urlensk krydd að höfðingasið þeirra tíma. Varla hefur engiferinn verið þar viðskila. Og vel hefur hann eða fylgdarmenn hans kunnað á lækn- ingajurtir. Ýmist aðfengnar þurrkaðar eða fengnar úr eigin túni. Villilaukurinn í Bæ, Allium oler- aceum, er samt eina áþreifanlega minnið um veru hans hér á landi. Hróðólfur (á ensku Rodulf) var gerður að ábóta í Benediktínakaustri Heilagrar Maríu í Abington á Tamesárbökkum sunnan við Oxford. Þá var Játvarður systursonur hans þar varð þó stuttur, því hann lést árið 1052. Í samtímaheimildum er hann talinn til mikilmenna. En hérlendis eru heimildir um hann stopular og líklega hefur honum ekki enn verið eignað það sem hann á í íslenskri menningarsögu. Enda var hann ekki norsk-íslenskur og eiginlega póli- tískur flóttamaður í ofanálag. Markaður og matreiðsla Hér á landi, sem og í öðrum löndum Evrópu, þekktum við engifer aðeins í þurrkuðu formi, ýmist sem malað duft eða hörðum sneiðum, fram yfir miðja síðustu öld. En með tíðum flugsamgöngum byrjuðu rótarhýði hans að birtast í sérverslunum og síðar stórmörkuðum. Nú eru engifer- rætur sjálfsagður hlutur í margskonar matargerð á íslenskum heimilum. Ræktun á engifer hefur aukist í flestum löndum með heppilega röku hitabeltisloftslagi og eftirspurnin á heimsvísu eflist ár frá ári. Áður fyrr voru það smábændur sem rækt- uðu litla skika af engifer í görðum sínum. Seldu síðan til þorpkaup- mannsins sem svo aftur seldi til smáfyrirtækja sem sáu um eftir- vinnslu og dreifingu vítt um lönd. En nú eru alþjóðleg stórfyrirtæki komin í spilið og láta rækta engifer í vélvæddum engiferökrum og hafa heimsmarkaðsverð og dreifingu í hendi sér. Og það er eins og með bananana, að framleiðslan byggir fyrst og fremst á einum klóni. En samt eru til nokkrir mismunandi, en ófrjóir, engiferklónar sem ræktaðir eru staðbundið víða um SA-Asíu. Eiginlega er engifer á gráu svæði. Það er erfitt að skera úr um hvort hann eigi að flokkast sem rótar- ávöxtur í matargerð, krydd eða lækningajurt. Satt að segja er hann allt þetta. Sneidd eða rifin engiferrót í matréttum gefur þeim sérsakan, hlýjan keim sem gerir þá lystuga og hressandi. Jafnframt dregur hann úr bjúg og bólgum í líkamanum. virkar meyrandi á kjöt og gerir það auðmeltanlegra. Það þolir hærri hita en aðrir kjötmeyrar. Í Austurlöndum hefur engifer verið notaður sem krydd á allskyns kjöt og hann passar líka sem krydd á þær kjötegundir sem okkur er tamast að elda. Rifin engiferrót sem krydd á lambakótelettur eða í nautagúllas færir slíka matargerð upp um einn flokk. Sama má segja um að nota engifer í maríneringu á öllu kjöti áður en það er steikt eða soðið. Og svo er það auðvitað öll þessi nýtilkomna matargerð að asískum hætti. Án engifersins væri hún dálítið eins og bitlaus hnífur. Kryddið engifer Áður þekktum við helst engifer sem malað duft. Það fæst enn og er fyrst og fremst notað sem krydd í bakstur eins og ýmsar brúnkökur og pipar- ensku og það hugtak er nokkuð nær sanni en piparköku-nafnvenjan hjá okkur. Í piparkökum er nefnilega aldrei pipar. En það má alveg nota malaðan engifer sem krydd á kjöt og fisk. Ein teskeið samsvarar þá um það bil einni matskeið af rifn- um engifer. Kryddið engifer örvar blóðrás, bætir meltinguna og skil- ar þægilegri hlýju og vellíðan út í kroppinn. Það vita þeir vel sem einhvern tíma hafa smakkað góða jólaglögg. Læknisjurtin engifer Volgir engiferbakstrar og nudd með rifnum engifer á auma og bólgna bletti líkamans dregur úr eymslum og bólgum. Seyði af engifer þykir gott við hálsbólgu og hæsi. Það gagnast víst líka við flökurleika og sjóveiki. Kínverskir grasalæknar hafa um aldaraðir ráðlagt hálfa teskeið af engi- ferdufti út í bolla af sjóðandi vatni. Þetta látið svalna og síðan drukkið í gúlsopum meðan það er volgt. Þetta á að gera tvisvar til þrisvar sinnum á dag og er sagt virka gegn óreglu- legum klæðaföllum kvenna. Þriggja mánaða kúr af þessu tagi er sagður kippa öllu í lag aftur. Hvort þessi kenning hleypti af stað miklum rannsóknum á því hvort engifer hjálpi til við að halda leg- krabbameini í skefjum veit ég ekki. En við tilraunir á rottum hefur komið í ljós að í engifer eru efnasambönd sem drepa krabbameinsfrumur. Samt þykja niðurstöðurnar ekki nægilega sannfærandi til að hægt sé að bera fullt traust til þeirra enn sem komið er. Hvað sem síðar verður á eftir að koma í ljós. Engifer, tunglið og krabbamerkið Samkvæmt fyrri alda stjörnuspeki tengist engiferrótin tunglinu og höfðar víst þess vegna alveg sér- staklega til þeirra sem fæddir eru í krabbamerkinu. Sama er að segja um melónur. Svo að ef við viljum gera okkur ógleymanleg, eða jafnvel ómótstæðileg einhverjum sem fædd- ir eru í því stjörnumerki má reyna að bjóða upp á ábætisrétt þar sem melónubitar, ögn af rifinni engiferrót og sleikja af hunangi koma við sögu. Þetta er borið fram með mjúkum vanilluís og rifnu súkkulaði. Það má meira að segja toppa þetta með staupi Fróðleiksbásinn Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Hinn elskulegi engifer og útúrdúr um enskan biskup Engiferhnýði – út úr búð. Rústir munkaklaustursins í Abington – þangað fór Hróðólfur. Engifer í blóma. Engiferjurtin.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.