Bændablaðið - 03.12.2015, Page 66

Bændablaðið - 03.12.2015, Page 66
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Jólasokkur fyrir hnífapörin HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Hugmyndina af þessum sokk sá ég á netinu í fyrra. Þykir þetta skemmti- leg skreyting á jólaborðið en þar sem ég fann ekki uppskrift, setti ég þessa saman. Garnið í sokkana fáið þið hjá Handverkskúnst og endursöluaðilum víða um land. Á heimasíðunni www. garn.is finnið þið lista yfir endursölu- aðila okkar. Garn: Kartopu Kar-Sim - Litur 1: rauður nr KS150, 1 dokka - Litur 2: hvítur nr KS010, 1 dokka Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5 Prjónfesta: 28 lykkjur slétt prjón = 10 sm Skammstafanir: L – lykkja / lykkjur 2Ss – prjónið 2 lykkjur slétt saman Kaðll: Umferð 1-6: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, 4L slétt, 1L brugðin* Endurtakð *-* út umferðina Umferð 7: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, setjið 2 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt og síðan lykkjurnar af hjálparprjóni slétt, 1L brugðin* Endurtakið frá *-* út umferðina Aðferð: Sokkurinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Hællinn er mótaður með styttum umferðum. Fitjið upp 24 lykkjur með lit 2 og prjónið stroff, 14 umferðir (2L slétt og 2L brugðið). Skiptið yfir í lit 1 og prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4 lykkjur = 28 lykkjur á prjóninum. Prjónið 2 kaðla + fyrstu 2 umferðir af 3ja kaðli en þá er komið að hæl. Hæll: Hællinn er prjónaður í garðaprjóni (allar umferðir slétt prjón) með styttum umferðum yfir 13 lykkjur (færið fyrstu lykkju á prjóni 1 yfir á hægri prjón og prjónið hæl yfir næstu 13 lykkjur): Umferð 1: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 2: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 3: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við. Umferð 4: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjónim, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við. Umferð 5: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við. Umferð 6: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við. Umferð 7: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við. Umferð 8: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við. Nú byrjum við að taka lykkjurnar sem geymdar voru í umferðunum á undan aftur með í prjónið. Umferð 9: Prjónið 6 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 10: Prjónið 7 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 11: Prjónið 8 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 12: Prjónið 9 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 13: Prjónið 10 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 14: Prjónið 11 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 15: Prjónið 12 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Umferð 16: Prjónið 13 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við. Nú hefur hællinn verið mótaður. Haldið áfram að prjóna kaðlamunstur þar sem frá var horfið (byrjið á umferð 3 í kaðli). Þegar prjónaðir hafa verið 6 kaðlar (talið frá stroffi) hefst úrtaka á tá. Úrtaka: Prjónið *2Ss, 2S* endurtakið *-* út umferðina Prjónið *2Ss, 1S* endurtakið *-* út umferðina Prjónið 2Ss út umferiðna Slítið bandið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum, þvoið sokkinn og leggið til þerris. Prjónakveðja Guðrún María www.garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 4 2 1 6 6 4 3 9 7 9 1 2 3 5 7 1 2 2 5 6 9 3 8 5 4 3 1 8 7 5 9 2 5 7 5 6 3 4 8 Þyngst 1 8 2 7 2 5 7 1 3 9 1 3 1 5 9 8 3 9 6 4 8 6 4 5 4 2 5 4 8 7 9 2 7 6 1 8 8 6 5 4 3 2 1 6 9 5 8 5 6 3 1 7 5 4 4 9 7 8 2 2 5 4 7 1 4 2 6 7 3 4 7 3 9 1 9 4 8 5 7 9 4 6 3 5 6 1 8 4 1 9 6 2 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hamborgarar uppáhaldsmaturinn Þór er átta ára strákur sem býr í Reykjavík. Hann gengur í Melaskóla og æfir körfubolta af miklum krafti enda langar hann að leggja boltann fyrir sig. Fyrsta minning hans er ferðalag til Danmerkur. Nafn: Þór Ármannsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Vesturbær Reykjavíkur. Skóli: Melaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Dverghamstur. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld og One-Direction. Uppáhaldskvikmynd: Aulinn ég. Fyrsta minning þín? Heimsókn til Danmerkur. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Æfi körfubolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Körfuboltamaður og þjálfari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Handleggsbrotnaði á fótboltamóti. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Vera skammaður og fara í jóga. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór á McDonalds í Osló í Noregi. Borðapantanir í síma 511 5090 Alla daga til 20. des. www.einarben.is Við komum þér í jólaskapið með frábærum matseðli Einar Ben v/ Ingólfstorg, 101 Reykjavík A ndrea G rafiker

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.