Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 1

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 1
24. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 17. desember ▯ Blað nr. 457 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Samtökin Landsbyggðin lifi með skoðanakönnun um búsetu utan höfuðborgarsvæðisins: Sterkur vilji til búsetu á landsbyggðinni − konur í miklum meirihluta svarenda en setja skilyrði um heilbrigðisþjónustu, skóla og atvinnuöryggi Í skoðanakönnun sem samtökin Landsbyggðin lifi gerði nú í haust, kemur fram að mikill meirihluti aðspurðra, eða nærri 62%, sér fyrir sér að búa á landsbyggðinni í framtíðinni. Könnunin var framkvæmd á samskiptanetinu og var kynnt á aðalfundi samtakanna hinn 9. nóv- ember síðastliðinn. Úrtakið var ekki ýkja stórt, eða 500 manns á aldr- inum 16 til 80 ára af öllu landinu. Það gefur þó sterkar vísbendingar um afstöðu fólks til búsetu á lands- byggðinni, en alls svöruðu 464, eða 92,8%, sem er óvenju gott svarhlutfall. Var könnunin gerð sem hluti af vinnu vegna samstarfs samtak- anna við systursamtök sín í Evrópu og þátttöku í ráðstefnu European Rural Parlament sem haldin var í bænum Schärding í Austurríki 7. nóvember síðastliðinn. Þar voru samankomnir 240 fulltrúar lands- byggðasamtaka í 40 Evrópulöndum, sem öll glíma við sama vanda vegna versnandi stöðu dreifbýlishéraða. Á þessu þingi voru samtök frá nærri öllum ESB-ríkjunum auk Albaníu, Armeníu, Hvíta-Rússlands, Bosníu Herzegovínu, Makedoníu, Kósovó, Íslands, Noregs, Serbíu, Tyrklands og Úkraínu. Þar hafa menn verið að reyna að greina grunnástæður þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað með miklum fólksflutningum til stóru borganna. Einnig hvað þurfi til að hægt sé að halda í unga fólkið. Könnun samtakanna Landsbyggðin lifi var einmitt hugsuð til að varpa einhverju ljósi á þessa hluti. Nú er í gangi önnur könnun sam- takanna í svipaða veru í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Konur í miklum meirihluta Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem svöruðu, eða 68,5% en karlar voru 31,5%. Þegar spurt var hvar svarendur byggju, þá voru íbúar höfuðborgar- svæðisins með 158 svör, eða 34,1%. Svarendur með búsetu í bæjum úti á landi voru 148, eða 31,9%. Svarendur með búsetu í þorpum eða minni bæjarfélögum voru 111 eða 23,9% og svarendur búsettir í sveit voru 47 eða 10,1%. Mikill meirihluti segist vilja búa á landsbyggðinni Athygli vekur, í ljósi þess hvar rúmlega þriðjungur svarenda sagð- ist búa, að 284, eða 61,9% þeirra sem tóku afstöðu, sögðust sjá það fyrir sér að búa á landsbyggðinni í framtíðinni. Þá sögðust 125, eða 27,2%, sjá fyrir sér að búa í fram- tíðinni á höfuðborgarsvæðinu, en 50, eða 10,9 %, sáu fyrir sér að búa erlendis. Þá tóku fimm svarendur ekki afstöðu til þessarar spurningar. /HKr. − Sjá nánar á bls. 2 62% 27% 11% Hvar sérð þú þig búa í framtíðinni? Á landsbyggðinni Á höfuðborga svæðinu Erlendis Mjólkurframleiðsla: Fullt afurða- verð út 2016 Mjólkurframleiðendur munu fá fullt afurðaverð frá MS út árið 2016 þrátt fyrir að mjólkurfram- leiðsla í landinu sé umfram mark- aðsþarfir. Egill Sigurðs son, formaður stjórnar MS, segir að út frá rekstrarlegum f o r s e n d u m sé óhagstætt að greiða bændum fullt a f u r ð a s ö l u - verð fyrir alla mjólk sem þeir framleiða en að það verði gert út árið 2016 eins og lofað hafi verið. Hann segir að framleiðsla á mjólk hérlendis sé umfram mark- aðsþörf Íslendinga og að sem stend- ur sé tap á því að flytja út mjólk- urvörur og að MS takið höggið af því. Stöðugt er leitað nýrra mark- aða fyrir íslenskar mjólkurafurðir og gott útlit sé fyrir sölu á skyri í Sviss og Bandaríkjunum. Að sögn Egils er gott fyrir greinina í heild að gefa mjólkur- framleiðslu í landinu frjálsa enda hafi kvótakerfið bæði verið dýrt og íþyngjandi síðustu árin en vissu- lega muni breytingin á kerfinu hitta framleiðendur misjafnlega fyrir. /VH − Sjá nánar á bls. 8 Kúabændur fram- leiða talsvert um- fram markaðsþörf. Mynd / HKr. Að tengja hestamenn nánar við náttúruna 28 Með ástríðu fyrir eðalsafa 34 Aðventumarkaður í Félagsgarði í Kjós 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.