Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 7

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 að fer fágæta vel á því, að nota „aðventu íslenskra sauðfjárbænda“, fengi- tíðina, til að ljúka vísna- vaðli þessa árs sem senn er á enda. Annað ágætt tilefni þáttarins er einnig hin merku áramót í ævi Jónasar Friðriks Guðnasonar skálds á Raufarhöfn sem fagnaði sjötugsafmæli sínu laugardaginn 12. des. og er því sennilega frekar heilsutæpur í dag þegar þetta er skráð. (13. desember). Jónas Friðrik átti hins vegar prýðisdag á Hrútadeginum á Raufarhöfn, sem haldinn var þann 3. okt. sl. Þar orti Jónas Friðrik ódauðlegt hugverk til Ragnars bónda á Álandi: Hann Ragnar á Álandi er rotta, sem rétt væri að hengj‘upp í spotta, í tíma, eða þrjá, og tékka svo á hvort helvítið hætti að glotta. Aðra limru orti Jónas einnig, sem ekki tengdist beint yrkisefni Hrútadagsins. Þó má finna„hrúta- lykt“af þessari limru er hann nefnir „Atlot“: Á Járngerðareyri bjó Jóhann með Jarmílu gömlu er sló hann; dag eftir dag og slag on‘í slag, en kysst‘ann eitt kvöld-og þá dó hann. Eina veðurfarsvísu orti Jónas, sem ber keim af siðasta sumri: Þyrpist að mér þokan grá, þrengir vegi mína. Nú er ekki sjón að sjá sólina okkar skína. Næstu vísu áleit Jónas vera hrúta- vísu, en glöggir sauðfjárbændur munu þó greina erfðafræðileg frávik sem ekkert eiga skylt við sauðfjárrækt: Lagðprúður og lendastinnur, ljós á brá með harðan svip. Undarlegt að engar kvinnur ásælst hafi slíkan grip. Lokavísa Jónasar Friðriks var hansleg í meira lagi: Vísnaslóð er vond og hál og vart með góðu farin. Nú er orðið meira en mál að míga og fara á barinn. Ögn fyrir aðventu var Björn Ingólfsson á Grenivík við rúning hjá tengdasyni sínum á Grund, Þórarni Péturssyni formanni sauðfjárbænda. Alvöru rúnings- menn voru fengnir austan úr Þistilfirði, og hafði Björn vart undan að hirða ullina undan þeim. Náði samt að fanga athöfnina í þessari frábæru stöku: Þeir meðhöndla ær eins og fínar frúr af fagmennsku að ofan og neðan, og kunna á því lagið að klæða þær úr og kumra eins og hrútar á meðan. Einhverju sinni var Einar Kolbeinsson sauðfjárbóndi í Bólstaðarhlíð beðinn um sjálfs- lýsingu. Oft hefur honum tekist vel upp, en hvergi þó sem í næstu tveimur vísum sem vel eiga heima með fengitíðarkveðskap: Það má tala um gallagrip, þó getið dável séð, að ótrúlegan sauðasvip sit ég uppi með. Háttalag á hæpnum nótum, hugur oft við klám og níð. Ætti að vera á fjórum fótum ferleg skepnan alla tíð. Með jóla- og nýársóskum, Árni Geirhjörtur Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Það er einstaklega jólalegt við bæinn Elliðavatn á aðventunni þegar snjór er yfir öllu og vatnið ísilagt. Inni í bænum er sjálfur jólamark- aðurinn þar sem ýmislegt fallegt má finna fyrir jólin, til að mynda jólaskraut og handverk hönnuða. Í kjallara Elliðavatnsbæjarins er notaleg kaffistofa þar sem fjöl- skyldan getur fengið sér hressingu og hlustað á tónlistarfólk leika tónlist sína eða rithöfunda lesa úr verkum sínum. Úti við er gott mannlíf, þar sem fólk getur keypt sér nýhöggvin íslensk jólatré úr Heiðmörk, auk þess sem þar er mikið úrval að finna af svokölluðum tröpputrjám, eldi- viði og viðarkyndlum. Jólamarkaður á Elliðavatni Þ MÆLT AF MUNNI FRAM 144 Einar Gunnar Sigurðsson eldsmiður með handsnúinn blásara frá 1905. Hann er félagi í eldsmiðafélagi á Akranesi og sýndi handverk sitt við Elliðavatns- bæinn auk þess sem hann ristaði möndlur í eldinum. Myndir / smh
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.