Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 16

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Aðstandendur stórrar versl- unarmiðstöðvar í Tókýó, Seúl eða Peking, það skiptir reynd- ar ekki máli hvar, tóku sig til og létu hanna fyrir sig margra metra háan kross. Í stað Krists þótti þeim viðeigandi að setja brosandi jólasvein á krossinn og hengja hann upp til að geðjast vest- rænum viðskiptavinum sínum á aðventunni. Sagan um krossfesta jóla- sveininn hefur nokkrum sinnum birst í fjölmiðlum. Hún var birt í The Economist, Los Angeles Times og The Independent árið 1993. Árið 1995 var sagan í The Washington Post, Christianity Today birti hana árið 1996 og fyrir skömmu var sagt frá kross- festa jólasveininum í fréttatíma í sjónvarpinu í Svíþjóð. Að sögn kunnugra ganga Japanir allra þjóða lengst í að markaðssetja jólin. Þar í landi er algeng sjón í desember að sjá ungar konur í nunnubúningum syngja auglýsingar við vestræn jólalög og að fólk sendi jólakort sem sýna Maríu mey lyfta sér til flugs á kústi, umkringda jólaálf- um sem hafa flösku af saki sér við munn. Um jólin er einnig algengt að ungir elskendur leigi sér hótelherbergi sem búið er að skreyta með jólaskrauti og stóru jólatré. Þegar elskendurnir koma á hótelið fylgir jólasveinn- inn þeim upp á herbergi og þar eiga gestirnir girndarstund við undirleik vinsælla jólalaga. Fyrir allmörgum árum var sagt frá því í íslenskum fjöl- miðlum að ungur maður hefði fest í reykháf í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Maðurinn mun hafa verið við skál og ætlað að kom- ast inn heima hjá sér í gegnum reykháfinn þar sem hann hafði týnt lyklunum. Sem betur fer heyrðu íbúar hússins hróp frá manninum og var honum bjarg- að úr prísundinni. Uppátækið vakti að vonum athygli og mikið var hlegið að óförum mannsins enda ekki skrýtið því sagan er bráðfyndin fyrst ekki fór verr. Víða erlendis er sagt að jólasveinninn komi með gjaf- irnar niður um skorsteininn og á hverju ári spretta upp sögur sem segja frá ólánsömum jóla- sveinum sem festa sig í skor- steininum. Ein útgáfa af sögunni segir frá manni sem ætlar að koma fjölskyldu sinni á óvart með því að klæða sig upp í jólasveina- búning og koma niður um reyk- háfinn á jóladag. Fjölskyldan átti ekki von manninum heim um jólin vegna þess að hann hafði sagst þurfa að sinna við- skiptaerindum og fór hún því í heimsókn til vinafólks. Tilraun mannsins til að fara niður reyk- háfinn fór algerlega út um þúfur, hann festist og eftir nokkurra klukkutíma brölt og hróp kafn- aði hann. Þegar fjölskyldan kom heim seinni part jóladags grun- aði hana að sjálfsögðu ekki neitt og þegar líða tók á kvöldið var ákveðið að kveikja upp í arnin- um. Í annarri útgáfu sögunnar er sagt frá manni sem hverfur um jólin. Maðurinn fannst í reykháfnum um áramót þegar fjölskyldan rann á lyktina, hann var í jólasveinabúningi og með gjafapoka á bakinu. Höfundar dægurlagatexta hafa einnig tekið söguna upp á sína arma því Ella Fitzgerald gerði lagið Santa Claus Got Stuck in My Chimney vin- sælt á sínum tíma og Gisele MacKenzie söng Santa is Too Fat for the Chimney. /VH Jólasveinninn fastur í skorsteininum STEKKUR UMHVERFISMÁL&LANDBÚNAÐUR Ari Trausti Guðmundsson Jarðfræðingur og rithöfundur I Algengt er að meta sem svo að skóglendi á Íslandi, kjarr og hávaxin birki- og reynitré hafi einkennt land undir 400-500 m hæðarlínu. Má ætla að mikið af núverandi mólendi, sumar mýrar og stór örfoka svæði hafi borið trjágróður, sennilega milli 20 og 30% landsins eða 25.000 ferkm ef við veljum miðtölu, víða samfellt svo tugum ferkílómetrum skipti. Nú til dags lætur nærri að innlend og erlend tré þekki mörg smásvæði, samtals um 2,0% af landinu eða um 2.000 ferkílómetra, þar af eru birki- skógar 1.500 ferkílómetrar. Um 90% skóglendis er horfið. Það er neikvætt af þeirri einföldu ástæðu að skógur, hvort sem er kjarr eða hávaxin tré, er ein mikilvægasta náttúruauðlind heims. Tré binda meiri koltvísýring, stærðar vegna, en aðrar jurtir og framleiða um leið súrefni í miklum mæli. Tré binda jarðveg af miklum móð, veita skjól og leiða til þess að mólendisgróð- ur festir rætur og heldur velli milli skóglenda og ofan við trjámörk. II Gróðursagan bendir til þess að gróðurlendi á Íslandi sé harðgert, en ekki eins viðkvæmt, almennt séð, líkt og oft er gefið í skyn. Til eru viðkvæm vist- kerfi, t.d. mosavaxið land, en það mega teljast undantekningar enda þótt mosavaxin hraun geti verið stór. Birkiskógar og undirgróður þeirra eru harðgerð gróðurlendi, mólendisgróður þolir mikið álag, hraun eru fljót að taka á sig græn- an slikju, melar eru undrafljótir að gróa upp neðan 400-500 metranna, jafnvel í foksandi þrífast jurtir, og votlendisgróður er seigari en flest annað. Í raun á styrkur og aðlögunarhæfni íslensks gróðurs að hleypa okkur kapp í kinn. Einnig ættum við að hætta að láta eins og flest gróðurlendi þoli hvorki beit né umtalsverða umferð gangandi fólks eða hesta. Þolmörk í þeim efnum eru sannarlega til og kalla á beitar- stjórnun og stígagerð eða vegi en það er önnur saga. Akstur er fljótur að skemma gróðurlendi, einkum akstur torfæruökutækja nú orðið, og þar eru þolmörkin afar lág og víðtæk bönn skulu gilda. Þegar öllu er á botninn hvolft er það auðvitað svo að vistkerfin hefðu breyst hvort sem land var numið eða ekki, ein- faldlega vegna veðurfarsbreytinga frá 9. öld til 21. aldar, einkum milli 1400 og 1900. Víða í mógröfum sjást tvö birkilurkalög frá þeim tíma er mýrar voru mólendi fyrir þúsundum ára. Sennilega hefði þó stærstur hluti hins forna skóglend- is, án íhlutunar manna, haldið velli ofan við 400 m hæðarlínu. III Votlendi er vegna margra hliða býsna merkilegt. Sem vistkerfi er það mikilvægt vegna fjölbreyttra jurta og smá- dýralífs, það er ýmsum fugla- tegundum afar mikilvægt og hluti af vatnskerfi landsins ofan fastra jarðlaga. Í votlendi binst kolefni, sbr. mó sem allir þekkja. Grunnar tjarnir og mýrlendi er í stöðugri þróun, vatnsstæði gróa upp og verða að votlendi á meðan mýrar geta þornað og orðið að mólendi en breytt vatnsrennsli t.d. framan við hopandi jökla, framkallar nýtt votlendi. Á því leikur enginn vafi að of mikið hefur verið ræst fram af votlendi í byggð og nálægt byggð. Framræslubylgjan sem hófst upp úr 1945 var fram haldið án þess að fyrir lægi vel metin þörf býla fyrir nýtt þurrlendi. Enginn vafi leikur á að of mikið hefur verið ræst fram af votlendi í byggð og nálægt byggð. Tilgangurinn er að efla túnrækt og búa til beitiland. Framræslubylgjan hófst fyrir alvöru upp úr 1945. Henni var fram haldið án þess að fyrir lægi vel metin þörf býla fyrir nýtt þurr- lendi. Talið er að grafnir hafi verið um 32.000 km af skurðum! Með því voru um 40% alls votlendis þurrkuð, um 3.900 km2 af 10.000 km2. Og eftir að býlum tók að fækka fengu framræsluskurðir að vera opnir áfram. Þar með er ekki sagt að hvergi þurfi að ræsa fram land nú til dags. Hitt er alveg ljóst að víða má endurheimta votlendi, með því að loka skurðum eða græða upp blauta sanda. Við fram- ræslu votlendis losnar kolsýring- ur (koltvíildi) í verulegu magni (milljónir tonna á ári) þegar efna- hvörf verða við loftun og þornun. IV Allar jurtir með blað-grænu binda kolsýring úr lofti eins og áður segir, í stofni/ stöngli, öðrum vefjum, rótum og jarðvegi við jurtirnar. Skógrækt og uppgræðsla, ásamt endurheimt votlendis, eru þar með árangursrík- ar aðferðir við að hamla gegn lofts- lagshlýnun og súrnun sjávar. Tré, stærðarinnar vegna, eru stórtæku- st. Margvíslegar rannsóknir gefa ýmsar tölur til kynna. Til dæmis má reikna út að 20-25 íslensk tré, sem lifa í 90 ár, þurfi til að kolefnisjafna útblástur eftir notk- un meðalbíls í eitt ár. Samkvæmt Vísindavef HÍ (23. nóv. 2000) er bindihraði kolefnis í gróðri hér- lendis tiltölulega hár. Í ræktuðum skógum er binding kolefnis mest: 1-3 tonn af hreinu kolefni C/ha á ári). Hér er ha = hektari og C = hreint kolefni. Binding er einnig í gróðri á uppgræðslusvæðum, 0,01- 0,5 tC/ha á ári, og í jarðvegi þar sem sáð er í sendnar auðnir verð- ur hún 0,6 tC/ha á ári. Samkvæmt skýrslum Alþjóðlegu loftslags- nefndarinnar (ICCP) er bindihraði við uppgræðslu auðna að meðaltali 0.25 tC/ha á ári. Binding kolefnis við uppgræðslu hérlendis er því meiri en þetta meðaltal og í skóg- rækt er svipað uppi á teningnum. Talið er að árlega binda megi meira en milljón tonn af kolsýr- ingi á Íslandi með margvíslegum hætti þegar fram í sækir, mest með nýskógrækt og umhirðu skóga sem fyrir eru. Eitt verður þó að ítreka: Kolefnisbinding á ekki að nota sem mótvægi við að t.d. auka notkun olíu og bensíns. Þá notkun verð- ur að minnka og binda samtím- is sem mest af kolefni. Ástæðan er einföld. Við verðum að hægja á aukningu kolsýrings í lofti og lækka magn þess sem fyrir er. V Endurheimt landgæða, þar með talin skógrækt snýr að mörgum aðilum, ríki, sveitarfé- lögum, margs konar áhugafólki og auðvitað bændum. Starfið í heild krefst skipulags og lágmarks samkomulags ólíkra skoðana- og notendahópa. Nokkur hundruð skógarbændur eru að störfum og á mörgum býlum er stunduð skógrækt til að bæta og fegra næsta umhverfi. Enn fleiri bændur taka þátt í uppgræðslu auðna eða illa farins lands. Smám saman verður lífi blásið aftur í opinbera aðstoð við að endurheimta votlendi. Á öllum þessu sviðum er rúm fyrir enn meiri vinnu bænda og fram- lög þeirra. Vörslumenn lands geta áorkað miklu, í hlutfalli við umsvif og efnahag. Er ekki kominn tími til þess að setja saman raunhæfar áætlanir fyrir landshluta um hvern- ig binda megi kolefni í landbúnaði á sem árangursríkastan og hag- kvæmastan hátt? Hve mikilvæg er kolefnisbinding?− 8. grein Mynd / HKr. Norðursigling tilnefnd til stærstu umhverfisverðlauna Evrópu Norðursigling hefur verið til- nefnd til stærstu umhverfis- og viðskiptaverðlauna Evrópu, GreenTec Awards, í flokki ferða- mála. Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar, segir í frétt á heimasíðu félags- ins að það sé mikill heiður fyrir félagið og viðurkenning á þeirri umhverfisvænu vegferð sem það hafi markað sér. Norðursigling er fyrsta hvala- skoðunarfyrirtækið í heiminum sem býður upp á hvalaskoðunar- siglingar án þess að jarðefnaelds- neyti sé notað en fyrirtækið hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal. Tilnefningin vekur, að sögn Guðbjarts, athygli á Íslandi sem umhverfisvænum áfangastað. Netkosning er nú hafin um hver þeirra tíu aðila, sem tilnefndir eru í hverjum flokki, lendir í einu af efstu þremur sætunum en dóm- nefnd velur síðar sigurvegarann úr þeim hópi. Verðlaunin eru veitt í sextán flokkum og er Norðursigling tilnefnd í flokknum „Ferðalög“ (e.Travel). Norðursiglingarmenn biðla til landsmanna um að leggja sér lið með því að taka þátt í net- kosningunni, en hún fer fram á vef- slóðinni; www.greentec-awards. com og er öllum frjálst að taka þátt. Nýsköpun Norðursiglingar þykir einstök og hefur vakið athygli víða um heim. Hlaut fyrir- tækið nýverið silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 á World Travel Market (WTM) í London sem er ein stærsta ferða- sýning í heiminum. Þetta var jafn- framt í fyrsta skiptið sem íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til verðlaunanna. Norðursigling hefur einnig hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar hérlendis en fyrirtæk- ið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í annað sinn nú í ár og var valið fyrirtæki ársins af ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi í haust. /MÞÞ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.