Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 23

Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Haustið 2014 var slátrað rúmlega 20.000 dilkum sem gerði tæp 300 tonn. Kjötið er mest nýtt innan- lands en tilraunir hafa verið gerðar með útflutning í smáum stíl, m.a. til Danmerkur. Ullarnýting er léleg og nema tekjur af henni eingöngu 2% af tekjum sauðfjárbænda. Sú ull sem tekst að safna saman er send til þvottar í Bradford í Englandi. Nú er vaxandi áhugi á að efla ullarvinnslu heima fyrir, þó mest handverk í smáum stíl. Ólíkt því sem hér gerist eru allir bændurnir leiguliðar með afnotarétt af landi í opinberri eigu. Ræktum vel tengslin við Grænland Íslenska sauðkindin hefur reynst grænlenskum bændum vel á þeim 100 árum sem hún hefur verið horn- steinn fjárbúskapar þar í landi. Þeir hafa tileinkað sér ýmsar nýjungar tengdar fjárræktinni og m.a. hafa tíu bú nú þegar tekið upp tölvuvætt sauð- fjárskýrsluhald frá Bændasamtökum Íslands (Fjárvís). Þá hafa þeir nýtt margs konar ráðgjöf frá íslenskum búvísindamönnum um túnrækt, kynbætur, fóðrun,beitarnýtingu, landgræðslu o.fl. sem hefur skilað verulegum árangri. Kynni mín af Grænlendingum, bæði fjárbændum og starfsfólki við landbúnaðinn þar um áratuga skeið, hafa verið mjög ánægjuleg, og ég tel að við eigum að rækta vel tengslin við Grænland. Óhætt er að mæla með kynnisferð þangað. Dr.Ólafur R. Dýrmundsson oldyrm@gmail.com Á hálum ís. Vænir fjárhundar koma að góðum notum við smölun víðáttu- mikilla beitilanda á Suðaustur-Grænlandi. Mynd / Aqqalooraq Frederiksen BOSCH Matvinnsluvél MCM 3110W 800 W. Tvær hraðastillingar og ein púlsstilling. Fullt verð: 14.900 kr. Jólaverð: 11.900 kr. *fæst hjá: Jólaverð:BOSCH Blandari MMB 42G0B (svartur) Einstaklega hljóðlátur. 700 W. „Thermosafe“ hágæða-gler sem þolir heita og kalda drykki. Fullt verð: 17.900 kr. 13.900kr. *fæst hjá: BOSCH Töfrasproti MSM 67170 Kraftmikill, 750 W. Hljóðlátur og laus við titring. Fullt verð: 14.900 kr. Jólaverð: 11.900kr. *fæst hjá: Jólin nálgast. Dásamlegir dýrgripir í jólapakkann. Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is Gigaset Símtæki A510 Númeraminni fyrir 150 nöfn og símanúmer. Langur taltími, mikil hljómgæði. Fullt verð: 8.970 kr. Jólaverð: 7.625 *fæst hjá: kr. Rommelsbacher WA 1000/E 1000 W. Úr burstuðu stáli. Fullt verð: 14.700 kr. Jólaverð: 11.900kr. *fæst hjá: BOSCH Hraðsuðukanna TWK 7809 Koparlituð. Tekur 1,7 lítra. 2200 W. Fullt verð: 16.900 kr. Jólaverð: 12.900 kr. Camry Eldhúsvogir CR 3151O Vigtar allt að 5 kg með 1 g nákvæmni. Fullt verð: 2.900 kr. Jólaverð: 2.300 kr. *fæst hjá: Pottasett KTS 1051 Alls fjórir pottar, þar af þrír með glerloki. Fullt verð: 22.900 kr. Jólaverð: 17.900 kr. *fæst hjá: *fæst hjá: Skógrækt á Íslandi: Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá Skógrækt rík- isins. Þröstur var annar tveggja umsækj- enda sem hæfnisnefnd mat hæfastan til að gegna embættinu. Hann lauk doktorsprófi í skógarauðlindum frá háskólanum í Maine í Bandaríkjunum og meistaragráðu í skógfræði frá sama skóla. Áður en hann tók við stöðu sviðsstjóra Þjóðskóganna starfaði hann sem fagmálastjóri Skógræktar ríkisins og þar á undan sem sér- fræðingur hjá rannsóknarstöð sömu stofnunar sem og héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Húsavík. Þá hefur Þröstur skrifað fjölda ritrýndra fræðigreina um skógrækt og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði skógræktar. Þröstur er skipaður í embætti skógræktarstjóra frá 1. janúar næst- komandi og er honum meðal annars falið að fylgja eftir nýlegum tillögum starfshóps um sameiningu skógrækt- arstarfs ríkisins í eina stofnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.