Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 28

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Upphafið að markvissri markaðssetningu íslenska hestsins: Að tengja hestamenn nánar við náttúruna HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Guðmundur Friðrik Björgvinsson var kjörinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna í nóvember. Var þetta í annað sinn sem þessi ungi hrossabóndi og tamningamaður hlýtur titilinn en hann hampaði m.a. Íslands- og heimsmeistaratitli á árinu. Hann segir íþróttagreinina á réttri leið eftir innleiðingu nýrra reglna. Guðmundur og einkona hans, Eva Dyröy, búa á Efri-Rauðalæk, við Hellu, þar sem þau reka hrossa- ræktarbú og tamningastöð og eru að jafnaði með tvo aðstoðarmenn með sér. Vinnuaðstaða tamningamanna og aðbúnaður hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. „Í dag er hugsað um alla þætti í umönnun hesta. Þá eru sérfræðingar fengnir í afmörkuð verkefni, svo sem járningar, tannlækningar, raspanir, kírópraktórar svo eitthvað sé nefnt. Þegar við vorum að byrja var enginn maður með mönnum nema hann gæti séð um allt upp á sitt einsdæmi, frá A til Ö. Ef maður hugsar til baka þá hefur alveg ofsalega mikið breyst, bæði hestahaldið og reiðmennskan. Ég tala kannski eins og ég sé 100 ára,“ segir Guðmundur um leið og hann sýnir blaðamanni aðstöðuna á Efri-Rauðalæk; tvö glæsileg hesthús, með 43 eins hesta stíur. Þar að auki er öll aðstaða til tamninga innandyra, bæði hringgerði og reiðskemma. Svo má finna þar sérstaka baðaðstöðu með hitalömpum og blásurum. Slík aðstaða er kannski ekki hluti af staðalbúnaði í dag. „Ætli Hrímnir hafi ekki átt stór- an þátt í að þessi aðstaða er hér,“ segir Guðmundur en huga þurfti vel að hinum fannhvíta Hrímni frá Ósi, aðalkeppnishesti Guðmundar til nokkurra ára. Reglulegt bað og snyrting sé hluti af því. Búgreininni best borgið í sveitinni Það eru fáir hestar í húsi þegar blaða- maður sækir þau knapann heim en Guðmundur segist yfirleitt reyna að tæma húsið fyrir jól. Þá sé tími fyrir kærkomið frí, enda er Guðmundur alla jafnan önnum kafinn í hlutverki hrossabónda og atvinnureiðmanns. „Þetta er engin 8–4 vinna ef þú ætlar þér langt. Það er því lítið rými fyrir „Eva er til að mynda minn helsti gagnrýnandi og stuðningsmað- ur. Hún heldur utan um fóðrun og umhirðingu hestanna, hefur glöggt auga fyrir því sem og þjálfuninni. Hún reddar mér oft fyrir horn, ef ég tala beint út.“ Þau hjón hafa einnig stundað ræktun hrossa frá upphafi búskap- ar síns og í dag fæðast þeim 10–12 hross ár hvert. Þau hafa því góða þekkingu á markaðsumhverfi íslenska hestsins, en þeirra helstu kaupendur eru erlendir. „Við getum rekið okkar starfsemi því við vinnum vöruna okkar frá upphafi, frá ræktun þeirra og upp- eldi, getum svo tamið þau sjálf og fylgt þeim eftir. Ég tel hins vegar algjörlega galið að fólk sé að standa í þessu sem getur ekki unnið vöruna sjálf. Þá verður ferlið einfaldlega of dýrt,“ segir Guðmundur . „Í mínum augum á búgreinin að vera í sveitun- um hjá bændum sem geta fylgt vör- unni eftir og komið henni til skila. Það er ódýrara, þegar upp er staðið, fyrir fólk að fara í sveitina og kaupa sér hest frekar en að þvinga sig til að ríða út á hestum sem fæddist þeim. Í dag eru þeir hrossabændur, sem áður seldu hross til útreiðafólks í höfuð- borginni, í því að selja hross fyrir kúnna. Fólk, sem áður keypti hross, er kannski farið að framleiða fleiri hross en hrossabændur rækta sjálfir. Það held ég að sé ein af ástæðum þess að það hefur verið lægð í sölu- umhverfinu innanlands.“ Ræktar hugann Guðmundur hefur verið lengi við- loðandi hestamennskuna. Þótt hann hafi ekki byrjað að ríða út fyrr en á unglingsaldri leið ekki á löngu þar til hann var farinn að vinna fyrir sér með tamningum. Út frá því þróað- ist svo keppnisreiðmennskan. Inntur eftir því hvort það sé markmið út af fyrir sig hjá mönnum eins og honum að vera tilnefndur til verðlauna segir hann svo ekki vera. Hann sé þó ákaf- lega stoltur. „Ég spái aldrei í það þegar keppn- istímabilið hefst. En þetta er eitthvað sem þróast áfram ef maður vinnur vinnuna sína og ef maður er heppinn að fá afburðagóða hesta. Á bikarnum eru þó engin smá nöfn, magnaðir reiðmenn sem hafa haft mikil áhrif. Þetta eru engir pappakassar. Kannski fyrir utan mig,“ segir hann og hlær. Það getur varla verið tilviljun að Guðmundur hafi hampað titli knapa ársins tvisvar. Hvers konar mann þarf til að ná slíkum afrekum? „Maður þarf að vera á tánum og tileinka sér nýja hluti. Nýir einstak- lingar skjóta sífellt upp kollinum, bæði ungir, frambærilegir knapar sem og reiðmenn sem hafa kynnst rétta hestinum. Það er hins vegar ekkert verra að taka sér mann eins og Sigurbjörn Bárðarson til fyrir- myndar. Hann er alltaf í líkamlega góðu formi og hugsar mikið um það. Það er hluti af því að ná árangri. Ég hugsa örugglega of lítið um þetta. Ég hef alltaf verið hraustur, stundaði boltaíþróttir sem barn og var sendur snemma í sveit þar sem ég lærði að vinna mikið og taka ábyrgð á hlutun- um. Það hefur ávallt fylgt mér.“ Guðmundur segist hafa ræktað hugann meira undanfarin ár, þáttur sem hann telur vera lykilinn að góðum árangri. „Ég hef reynt að skipuleggja hlutina meira og hugað betur að andlegu hliðinni, bæði hjá sjálf- um mér og hestunum. Ég komst fyrir nokkrum árum yfir spólur fyrir keppnismenn í róðri. Þar var megininntakið að hugsa róðurinn allan í smáatriðum, andardráttinn og hverja einustu hreyfingu. Ég hef tileinkað mér slíka hugsun, farið í gegnum keppnir í huganum og það hefur hjálpað mér mikið. Ég er búin að leggja hestinn á skeið í huganum hundrað sinnum og ég veit hvaða hluti ég þarf að einbeita mér að og hvað ég þarf að varast. Þetta er kannski skrítið, en það virkar,“ segir Guðmundur og bendir á að slíkur hugsunarháttur tíðkist í mörgum íþróttagreinum. Einstakt jafnaðargeð heimsmeistara Árangur Guðmundar á árinu 2015 hefði þó aldrei komið til ef ekki væri fyrir hestinn Hrímni frá Ósi, en saman unnu þeir alla helstu titla í fjórgangsgreinum á íþróttamótum í ár. Ber þar hæst heimsmeistaratit- ill í fjórgangi á Heimsleikunum í Danmörku í ágúst. „Ef allir hestar væru eins og Hrímnir frá Ósi þá væri auð- veldara að selja hross og sinna þörfum markaðarins. Hrímnir er yfirburðahestur sem allir geta riðið. Ég gat boðið byrjanda jafnt sem yfirburðareiðmanni á bak honum og allir nutu hans. Það er mikil- vægt að hafa kynnst hesti eins og honum. Við kynntumst honum 5 vetra gömlum og þá var hann með þetta einstaka jafnaðargeð, námsfús og heilsteyptur hestur sem gerði allt fyrir þig hvenær sem er. Agnar Þór Magnússon tamdi hann og hann talaði um að hann hafi verið svona frá fyrsta degi,“ segir Guðmundur. Inntur eftir því hvernig maður vinnur hest upp til slíkra afreka segir hann það hafa verið sérstak- lega auðvelt með Hrímni. „Það felst í því að halda honum glöðum og ferskum. Vera sanngjarn og biðja um lítið en gefa af sér til hans. Hann gefur alltaf 100% í allt sem hann gerir. Þetta er svipað og að halda góðum starfsmanni í vinnu. Ef þú hugsar um alla þætti færðu þá borgaða til baka. Í þessu felst líka mikil ástundun enda þarf hestur að vera í mjög góðu líkam- legu formi og jafnvægi til að geta tekist á við svona keppni. Þá þarf maður að vanda sig og biðja ekki um of mikið of snemma.“ Guðmundur hefur ekki alveg sagt skilið við Hrímni. Hann fer reglulega til nýrra eigenda hans í Danmörku þar sem hann heldur námskeið um leið og hann þjálfar gæðinginn. Þar unir hann sér vel, að sögn Guðmundar, en hann er nýttur sem útreiðar- og keppn- ishestur konu sem fékk hann í 30 ára brúðkaupsafmælisgjöf frá eig- inmanni sínum. Hefur trú á langtímaverkefnum En þrátt fyrir að ævintýri þeirra Guðmundar og Hrímnis sé nú lokið heldur Guðmundur ótrauður áfram. Hann telur toppnum alls ekki náð. „Það voru þættir á árinu sem ég hefði viljað gera betur. Hrímnir slas- aðist í fyrravetur og þótt við höfum unnið allt sem við gátum unnið í ár þá var hann ekki orðin jafn góður á nokkrum sviðum og áður en hann slasaðist. Það er því alltaf hægt að finna leiðir til að bæta sig, og það gerir hestamennskuna skemmtilega. Ég er örugglega að verða eins og gömlu karlarnir í sportinu, tel mig vera orðin „grænni“ með tímanum. Nú vil ég leggjast meira yfir hestana og hef meiri trú á langtímaverk efnum en áður. Ég gerði mikið grín að þessu í gamla daga, fannst ég geta leikið mér að ríða hesti upp einkunnaskal- ann. Hugsaði bara um þetta sem kúlur og prik. En í dag vil ég hafa meiri stjórn á þessu, koma til leiks með vel undirbúin hest þar sem hvert smáat- riði er úthugsað.“ Guðmundur segir íþróttagreinina einmitt vera að þróast í þá átt. Ekki er langt síðan nýr leiðari fyrir dómara í hestaíþróttum var tekin í notkun. Viðmiðunarreglurnar undirstriki nú bættar áherslur í íþróttagreinunum. „Ég tel hestaíþróttina vera í góðri þróun og ég er virkilega ánægður með áherslurnar í nýja leiðaran- um. Áhrif þessara breytinga sáust á Heimsleikunum. Lagt er upp úr vandaðri og nákvæmari reið- mennsku. Gerðar eru kröfur um að heimavinnan sé rétt unnin, öll still- ingaratriði verða að vera í lagi og hesturinn spennulaus. Þar með verða gæði hverrar gangtegundar meiri.“ Knapi ársins segir að keppni á hestum sé oft vanmetin íþrótt. „Spjótkastari getur verið illa upp- lagður og þar með staðið sig illa á móti. Í hestaíþróttinni erum við alltaf að takast á við heilbrigði og dagsform tveggja aðila. Þetta er ekki hópíþrótt. Þetta eru samskipti manns og mál- leysingja. Það gerir áskorunina bæði krefjandi og skemmtilega. Það mætti meta þetta meira í íþróttaafrekum.“ Mynd / GHP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.