Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 34

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Myndir / ehg Fyrir tæpum tíu árum ákváðu Geir Henning Spilde og kona hans, Jane Larsen, að fara út úr hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu með 30 þúsund lítra mjólkurkvóta yfir í að pressa hreinan eplasafa, tappa á flöskur og þriggja lítra öskjur og selja beint frá sér án milliliða. Útkoman í dag er sú að nú fram- leiða þau um 60 þúsund lítra af ávaxtasafa á ári og öll uppskera af þeim fimm þúsund ávaxtatrjám sem þau eru með fer í pressun. Geir Henning er fjórða kynslóð á ættarsveitabúinu Spilde í Øystese í Harðangursfirði í Noregi. Þangað til fyrir tæpum tíu árum hafði alltaf verið stunduð mjólkurframleiðsla á bænum en Geir Henning, sem er menntaður kokkur, ákvað ásamt konu sinni, Jane, að fara út fyrir rammann og þróa nýjar vörur til að selja. „Ég tók við búinu þegar ég var 28 ára gamall því mér fannst þurfa að halda bænum áfram í ættinni. Eldri bróðir minn hafði ekki áhuga svo það lá beinast við að ég tæki við. Ég vann þó sem kokkur í tíu ár áður en ég tók við svo það hefur alltaf verið mikill áhugi til staðar hjá mér að búa til mat og að skapa eitthvað úr matvælum. Þessi áhugi hefur komið sér vel og hefur veitt mér innblástur við það sem við erum að gera hér á Spilde í dag,“ útskýrir Geir. Hátt í 20 eplategundir Í dag eru þrjú ársverk við að sinna ávaxtatrjánum og litlu pressunar- og töppunarverksmiðjunni sem er á hlaðinu hjá þeim. Mestur hluti ávaxtatrjánna eru eplatré en einnig eru þau með plómur, sólber og hind- ber. „Við erum með um 10 epla- tegundir og eins er ég alltaf með prufutegundir í gangi, á bilinu 7–10 tegundir. Þannig að þetta er auðvitað ákveðið áhugamál og mjög skemmti- leg tilraunastarfsemi sem fylgir þessu líka,“ segir Geir og bætir við: „Ég fann fljótt út eftir að ég tók hér við að það var lélegt verð sem fékkst fyrir ávextina og þá kom kokk- urinn upp í mér og ég hafði löngun til að gera eitthvað með þetta. Það er mér mjög minnisstætt úr mínum uppvexti þegar ég fór til ömmu og afa á eins konar „uppskeruviðburð“ á haustin þegar þau pressuðu sér eplahrásaft. Ég gleymi aldrei þessari góðu lykt og þessu dásamlega bragði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.