Bændablaðið - 17.12.2015, Page 36

Bændablaðið - 17.12.2015, Page 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Þær eru engin smá- smíði nýju korn- þreskivélarnar frá stóru f r a m l e i ð e n d u n u m enda voru jafnan raðir við þær af gestum sem vildu virða herlegheitin fyrir sér úr „stjórnklefanum“. Það var margt um manninn á stærstu landbúnaðar- og tækja- sýningu Noregs, Agroteknikk, dag- ana 26.–29. nóvember sem haldin var í Lillestrøm. Aðsóknarmet var slegið á sýningunni, sem var nú haldin í sjöunda sinn, en hátt í 35 þúsund manns komu við þá fjóra daga sem opið var inn á sýninguna. Fjölbreytninni var fyrir að fara og hér var eitthvað fyrir alla, jafnt fullorðna og börn, sem tækjaóða og hinn almenna borgara. Agroteknikk var haldið í Norges Varemesse í Lillestrøm í fimm stórum sölum upp á um 40 þúsund fermetra. Þarna voru samankomnir norskir innflytjendur, söluaðilar véla og tækja, bændur, ungt fólk með áhuga á landbúnaði, félagasamtök, landbúnaðarskólar, ráðgjafar, stjórnmálamenn og fjölmiðlar með sérhæfingu á landbúnaði ásamt mörgum fleiri. Tengslanetið mikilvægt Óhætt er að segja að allir hafi fund- ið eitthvað við sitt hæfi þessa fjóra daga sem sýningin var haldin en þannig var haldin tækninýsköp- unarkeppni líkt og fyrri ár þar sem sendar voru inn 107 nýjar hugmynd- ir, allar góðar og gildar með nýjum nýsköpunarhugmyndum. Lærlingur ársins innan bifvélavirkjunar, með áherslu á landbúnaðartæki, var valinn og á föstudagskvöldinu voru skipulagðir sérstakir „bændur í bæinn“- tónleikar í Oslo Spektrum með rokksveitinni Hellbillies. Á föstudeginum var einnig hægt að fá faglega upprifjun og ráðgjöf á fjósbyggingum, vélbúnaði innan- dyra, véltækni ásamt fóðurráðgjöf og skipulag í mjólkurframleiðslunni. Prjónadúettinn Arne og Carlos voru einnig á sýningunni og buðu upp á vinnustofu fyrir prjónaþyrsta sem vakti mikla lukku. Samdóma álit var frá sölu- mönnum sem stóðu vaktina á Agroteknikk að aldrei hefði sýn- ingin heppnast jafnvel og fannst þeim áberandi hversu margir voru í fjárfestingahugleiðingum og voru vel inni í nýjustu tækni og tækjum. Forsvarsmenn sýningarinnar tóku eftir því að meira var um yngra fólk nú en áður og fannst það jákvætt merki fyrir landbúnaðinn. Þar að auki er slík sýning gríðarlega mik- ilvæg fyrir aðila til að byggja upp tengslanet sín við bændur og einnig milli söluaðila og framleiðenda. /ehg Það væri ekki amalegt að hafa svona tæki á hlaðinu hjá sér til skrauts. Fjórhjól í fullri stærð skorið út í tré. Myndir / ehg Hraðskreiðasta sláttuvél í heimi frá sláttuvélaframleiðandanum Viking sem nær 215 kílómetra hraða. Marius Gjevik frá fyrirtækinu Norwegian Speed Factory stóð fyrir verkefninu þar sem sláttuvélatraktor frá Viking er grunnur- inn og með stýrisskiptingu úr Formúlu 1 kappakstursbíl ásamt dekkjum úr Stærsti hefðbundni traktor í heimi, Fendt 1050 Vario, fór ekki fram hjá sýningargestum, enda af stærri gerðinni og kallaður „þýska meistaraverkið“. Það tók sölumenn Eikmaskin þó nokkurn tíma að sannfæra þýska kollega sína um að senda þeim gripinn á sýninguna en tókst að lokum með þeim formerkj- um að þeir yrðu að selja hann. Þetta var sjálfsagt meira sagt í gríni en alvöru en viti menn, traktorinn seld- ist og verður því áfram í Noregi en kaupandinn vildi ekki stíga fram og gefa upp hver hann væri. Landbruk og Maskin stilltu út gömlum mykjudreifara til að minna á sig og sína þjónustu. Sölumaður frá KR. Faksvåg sýnir það nýjasta í dekkjaframleiðslu fyrirtæk- isins en þeir eru þekktir fyrir „tví- burasamsetningu“ sína þegar kemur að dekkjum á dráttarvélar, þreskivél- ar og vagna, það er að segja þegar þau eru tvíhjóla að framan og aftan. Í hverjum sýningarbás var eitthvað áhugavert að sjá eins og þetta tryllitæki sem var í fjórhjóladeildinni. Frá Forest Technology Group er ný- kominn á markað krani sem lyftir 14 tonna þunga og hefur vinnsluradíus upp á tæpa níu metra. Ansi hreint liðugur og lipur Multione-liðléttingur sem vakti athygli sýn- ingargesta. Agro teknikk 2015 í Noregi: Paradís fyrir tækjaóða

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.