Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 46

Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Það var ljúf aðventustemning í Félagsgarði í Kjós síðasta laugar- dag, 12. desember. Á annan tug smáframleiðenda matvæla og hand- verksfólk úr sveitinni sýndu þar afurðir sínar og buðu til sölu. Um árlegan markað er að ræða sem haldinn er alla laugardaga á aðventunni. Kvenfélag Kjósarhrepps seldi heitt súkkulaði og bakkelsi, en allur ágóði rennur til líknarmála. Fólk kemur árlega til að kaupa hangikjötið frá Kiðafelli Í kjallaranum voru þau Sigurbjörn Hjaltason og Bergþóra Andrésdóttir frá Kiðafelli í Kjós, með sparihangi- kjötið sitt, til að mynda sauðalæri, lambalæri, framparta og fleira. Sigurbjörn segir að margir komi ár eftir ár til að kaupa jólahangikjötið af þeim á þessum markaði. Vinnur nautakjötsafurðir sínar og selur beint frá býli Í aðalrými markaðarins var Sveina Sveinsdóttir frá Sogni í Kjós með fjölbreytta vörulínu sína. Hún er menntuð matreiðslumeistari og vinnur afurðir úr holdanautum sínum. Kynna afurðir foreldra sinna Ragnheiður og Eygló Smáradætur kynntu vörur foreldra sinna. Móðir þeirra er handverkskona og pabbinn gaf út matreiðslubókina Pabbi, áttu uppskrift? á síðasta ári. Þá var Örn Viðar Erlendsson hjá BullArt mættur með fallegu hand- smíðuðu skartgripi sína úr nauta- beinum og Sigríður Guðmundsdóttir með textílvörur sínar, handunnar vörur úr ull og silki. Sigurlína Jóhannesdóttir, frá Flekkudag í Kjós, var með langreykt hangikjöt af fullorðnu, tveggja til fjögurra vetra. Hún býr á Snartarstöðum á Melrakkasléttu og var með Sigríði Gísladóttur sér til halds og trausts, en hún er frá Hálsi í Kjós. Sigríður Klara Árnadóttir stóð vaktina sem viðburðastjóri Kjósarhrepps. Hún er auk þess fram- kvæmdastjóri yfir verkefni á vegum hreppsins sem felst í því að innleiða hitaveitu. /smh Aðventumarkaður í Félagsgarði í Kjós Systurnar Ragnheiður og Eygló Smáradætur kynntu vörur foreldra sinna. Sigurlína Jóhannesdóttir og Sigríður Gísladóttir með langreykt hangikjöt.Sigríður Klara Árnadóttir stóð vaktina sem viðburðastjóri Kjósarhrepps. Sveina frá Sogni í Kjós hefur verið dugleg að þróa vörur úr afurðum sínum. Sigríður Guðmundsdóttir með textílvörur sínar, handunnar vörur úr ull og silki. Örn hjá BullArt var mættur með fallegu skartgripi sína úr nautabeinum. Sigurbjörn Hjaltason með falleg tvíreykt hangilæri frá Kiðafelli í Kjós. Myndir / smh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.