Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 53

Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Hæsta timburhús í heimi tekið í notkun: Fjórtán hæðir og bindur koltvísýring meðan það stendur Fyrir skömmu var tekið í notkun í Björgvin í Noregi hæsta timburhús sem reist hefur verið í heiminum fram til þessa. Húsið er fjórtán hæðir, grind úr límtré sem tilbún- um einingum er raðað inn í. Metið stendur þó ekki lengi því ákveðið hefur verið að reisa 20 hæða timburháhýsi í Vancouver í Kanada sem áætlað er að verði tilbúið haustið 2017. Kolefnisfótspor timburhúsa er sáralítið miðað við hús úr stáli og steinsteypu og timburhús geyma í sér kolefnið meðan þau standa. Norska blaðið Dagsavisen grein- ir frá þessu og ræðir við Kjell Arne Malo hjá mannvirkjastofnun norska tækni- og náttúruvísindaháskólans NTNU í Þrándheimi. Hann spáir því að sex til tíu hæða blokkir úr timbri verði algeng sjón í norskum bæjum og borgum á komandi árum. Malo stýrir fjögurra ára verkefni sem felst í að þróa hentugar aðferðir við smíði stórra timburbygginga sem standist kröfur um hagkvæmni og gæði. Norsk, sænsk og þýsk fyrirtæki taka þátt í verkefninu ásamt arkitektum, verkfræðingum, athafnamönnum og birgjum en norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytið styrkir það gegnum Forskningsrådet, norska rannsóknarráðið. Bindur koltvísýring Timbur er eina endurnýjanlega byggingarefnið sem völ er á og stuðlar að bindingu koltvísýrings. Sylvi Listhaug, landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, segir í samtali við Dagsavisen að þetta sé einmitt áhersluatriði hjá loftslags- nefnd Sameinuðu þjóðanna. Listhaug telur að nota megi timbur meira í byggingariðnaði í borgum og bæjum. Auknir flutningar fólks í þéttbýli og nágrenni þéttbýlisstaða þrýsti á að landið verði nýtt betur og þá þurfi að byggja upp í loftið. Til þess henti timbur mjög vel enda létt og sterkt efni og fljótlegt að reisa timburhús. En þrátt fyrir þessa góðu og aug- ljósu eiginleika timbursins eru há timburhús ekki algeng sjón í norsku þéttbýli. Ástæðu þess rekja menn helst til brunans mikla sem varð í Álasundi árið 1904. Kjell Arne Malo segir að eftir brunann hafi verið lagt bann viðað reisa hærri timburhús en tveggja hæða í þéttbýli þar í landi. Því banni hafi ekki verið aflétt fyrr en 1997 og þess vegna megi segja að þróun byggingartækni fyrir stórhýsi úr timbri hafi legið niðri í heila öld. Malo tekur í sama streng og Listhaug og bendir á að timbur beri höfuð og herðar yfir önnur bygging- arefni þegar litið sé til loftslags- málanna. Við framleiðslu sements og steinsteypu losni mikill koltví- sýringur út í andrúmsloftið og við stálframleiðslu sé miklu magni af kolum brennt með sömu afleiðing- um. En þegar trén vaxa binda þau koltvísýring og meðan timburhúsin standa geymist sá koltvísýringur vel í byggingunni sjálfri. Heimsmetið stendur ekki lengi Sjálfbærni og binding koltvísýr- ings hafði mikið að segja um þá ákvörðun byggingafélagsins BOB BBL að reisa þessa fjórtán hæða byggingu sína úr timbri en ekki öðrum byggingarefnum. Það segir Kenneth Øivind Monsen, kynningar- fulltrúi fyrirtækisins. Byggingin er kölluð Tréð (Treet). Grindin er gerð úr rammgerðum límtrésbitum og byggingarlagið hið sama og algengt er við smíði trébrúa. Í grindina var svo raðað tilbúnum timbureining- um sem framleiddar voru í Eistlandi. Monsen segist aðspurður telja að timburháhýsum muni fjölga á kom- andi árum enda lofi húsið nýja í Björgvin mjög góðu. Heimsmetið í Björgvin mun ekki standa lengi því nú er í deiglunni enn hærri timburblokk í Vancouver í Kanada. Sú verður tuttugu hæðir og er áætlað að hún verði tilbúin eftir tæp tvö ár, haustið 2017. Vaxandi áhugi er á slíkum byggingum víða um heim og má búast við að fleiri og enn hærri timburháhýsi rísi á komandi árum. Nútímalegar timbur- byggingar eru mjög öruggar og eld- traustar. Þær hafa jafnvel yfirburði yfir byggingar úr stáli því stál getur bráðnað í eldsvoða en vel frágengið timbur er lengi að brenna og heldur styrk sínum mjög lengi þótt kvikni í. Áform sem þessi eru mjög í takt við loftslagsumræðuna og lífhagkerf- ið svokallaða sem mjög er til umræðu um þessar mundir. Norðmen hafa tekið mjög afgerandi og ákveðin skref í átt til lífhagkerfisins og vinna ekki aðeins á heimavelli að slíkum málum heldur víða um heim, ekki síst í fátækari löndum. Trond Einar Pedersen, verkefnisstjóri hjá norska rannsóknarráðinu Forskningsrådet, segir að stuðningur við sjálfbærni- verkefni sé lyftistöng fyrir rannsóknir á sviði matvælaframleiðslu, nútíma- legra byggingarhátta, samgangna og velferðarþjónustu. Rannsóknir á hringrásum í umhverfinu og aðferð- um til betri auðlindanýtingar séu snar þáttur í þeim verkefnum sem nú sé unnið að. /skogur.is Þrátt fyrir góða og augljósa eiginleika timburs eru há timburhús ekki algeng sjón í þéttbýli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.