Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 58

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Epli eru fjölbreytt og harðgerð og sá ávöxtur sem mest er ræktaður á norðurhveli jarðar. Eplayrki skipta þúsundum og hvert þeirra hefur sitt sérstaka bragð og nokk- ur þeirra hafa reynst ágætlega í ræktun hér á landi. Árið 2013 var skráð heims- framleiðsla á eplum rúm 60 millj- ón tonn. Kínverjar rækta allra þjóða mest eða tæp 40 milljón tonn og kemur rúmlega helmingur allra epla á markaði frá Kína. Helmingur allra epla í Kína er svo ræktaður í þremur héruðum; Shandong, Shanxi og Hennan. Bandaríkin eru í öðru sæti þegar kemur að ræktun epla, rétt rúm 4 milljón tonn, Tyrkland er í þriðja sæti með 3,1 milljón tonn, Pólland var í fjórða sæti árið 2013 með rúm þrjú milljón tonn og Ítalía í því fimmta og framleiddi 2,2 milljón tonn. Í sjötta til fimmtánda sæti eru Indland, Frakkland, Síle, Íran, Rússland, Argentína, Brasilía, Úkraína, Úsbekistan og Mexíkó sem framleiða frá tæpum tveimur millj- ónum tonna niður í 858 þúsund tonn. Rauð epli vinsælust Innflutningur á eplum til Íslands nam um 4000 tonn árið 2014 og mest er flutt inni frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Argentínu, Kína, Hollandi og Ítalíu. Samkvæmt upplýsingum frá Bönunum ehf. eru rauð epli vinsælust. Red Deliciuos, sem kemur upprunalega frá Bandríkjunum, seljast best en yrkið Granny Smith, sem er grænt og frá Ástralíu, hefur verið að sækja á. Auk þess sem vinsældir Jonagold og Pink Lady hafa verið að aukast. Eplið á skilningstrénu Frægasta epli sögunnar er án efa eplið sem Adam og Eva eiga að hafa borðað af og er kennt við skilnings- tréð og þau gerð brottræk úr Paradís fyrir. Ólíklegt er þó að um sé að ræða epli því litlar líkur eru á að eplatré hafi vaxið á söguslóðum Biblíunnar. Aftur á móti er erfitt að segja fyrir víst hvað óx í Paradís sköpunarsögunnar. Sé sagan um aldingarðinn Eden tekin trúanlega hefur Guð gróðursett fyrsta eplatréð. Siðbreytingamaðurinn Marteinn Lúter var gallharður ræktandi eplatrjáa og sagði að þrátt fyrir að hann vissi að heimsendir yrði daginn eftir mundi hann samt planta eplatré. Epli koma líka fyrir í vísindum því þar sem Isaac Newton sat undir tré einn góðviðrisdag sá hann epli falla til jarðar af trjágrein. Í framhaldinu velti hann fyrir sér af hverju eplið féll í stað þess að svífa upp í loftið og til varð hugmyndin um aðdráttarafl jarðar. Annað frægt epli er það sem stóð í stúlkunni í ævintýrinu um Mjallhvíti og ekki má gleyma þrætueplinu súra sem dafnar víða svo vel. Grasfræði og ræktun Epli, Malus domestica, eru lauf- fellandi tré af rósaætt. Eins og nafnið domestica gefur til kynna er um ræktaða tegund að ræða sem aftur skiptist í hátt í sjö þúsund yrki matar- og skrautepla. Í náttúrulegum heimkynnum sínum geta eplatré náð tólf metra hæð og þau eru með trefjarót sem liggur grunnt í jarðvegi. Blöðin ljósgræn, stakstæð, einföld egglaga með oddi í endann og smásagtennt, 5 til 12 sentímetra löng og 3 til 6 á breidd. Blómin 2 til 3,5 sentímetrar í þver- mál, hvít eða fölbleik og með fimm krónublöðum. Tvíkynja og frjóvgast í náttúrunni með býflugum. Aldinið eru epli sem eru misjöfn að stærð og lögun. Hýðið breytilegt að lit, rauð, rauðblá, gul, bleik, græn eða marglit en aldinholdið fölgulhvítt. Misjafnlega mörg fræ í hverju aldini. Fræin oft tárlaga og innihalda smá- vægilegt magn að blásýru og geta því verið eitruð í miklu magni. Eplatrjám er yfirleitt fjölgað með ágræðslu og því allir einstaklingar sem bera sama yrkisheiti eins og Red Deliciuos eða Granny Smith sami einstaklingurinn sem kom af fræi en búið er að fjölga með græðlingum og því klónar. Genamengi eplatrjáa er fjölbreytt og geta tré sem vaxa upp af fræjum sama aldins verið mjög ólík þrátt fyrir að öll yrki eigi sér sameiginlegan forföður. Ávaxtatré eru sjálffrjóvgandi eða ekki og sum eru það sem kallað er hálfsjálffrjóvgandi. Ef um er að ræða tré sem ekki frjóvga sig sjálf verður að hafa að minnsta kosti tvö tré af ólíkum yrkjum til að frjóvgun geti átt sér stað. Þetta stafar af því að tré sem eru af sama yrki eru í raun sama planta sem fjölgað hefur verið kynlaust. Ræktuð eplatré eru undantekn- ingarlaust ágrædd á rót sérræktaðra rótaryrkja því rætur yrkja sem gefa mikinn ávöxt eru yfirleitt með lélega rót. Rótarstofnar eplatrjáa eru fjöl- margir og ákvarða þeir hæð trésins. Eplatré kjósa næringarríkan, Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Epli sem ekki hefur náðst að uppskera. Myndin er tekin í Bretlandi. Mynd / VH. Frægasta epli sögunnar er án efa eplið sem Adam og Eva eiga að hafa borðað af og er kennt við skilningstréð og þau gerð brottræk úr Paradís fyrir. Málverk / Lucas Cranach Þegar Isaac Newton sat undir tré einn góðviðrisdag sá hann epli falla til jarðar af trjágrein. Í framhaldinu velti hann fyrir sér af hverju eplið féll í stað þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.