Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 69

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 69
69Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Legubásadýnur á útleið Danski ráðunauturinn Inger Dalgaard fjallaði um þá öru þróun sem á sér stað í Danmörku núna en þar er verið að henda út úr fjós- unum hefðbundnum legubásadýn- um og þess í stað koma bændur sér upp djúpum og mjög mjúkum básum með annaðhvort sandi í, hálmi, blöndu af hálmi og kalki eða mykjutrefjum. Ástæðan fyrir þessum breyttu áherslum þarlendra kúabænda felst í því að í dag er tekið mjög hart á því af úttektar- aðilum ef kýr hafa hárlausa bletti á fótum, en það gerist alloft þegar kýr liggja á legubásadýnum. Slíkt ástand á kúm er ekki ásættanlegt samkvæmt dönskum reglum og því er um tvennt að velja: stórauka notk- un á undirburði eða skipta um kerfi. Margir bændur hafa valið að skipta um kerfi, enda er mjög erfitt að halda miklu magni af undirburði á legubásadýnum. Inger sýndi nokkr- ar hentugar lausnir sem hafa verið notaðar í Danmörku en algengt er að legubásarnir eru hækkaðir upp með sérstökum kanti aftast í básnum og svo fyllt upp í básinn (ofan á legubásadýnuna) með undirburði. Timbur í hólf og gólf Norðmaðurinn Knut Erik Ree, sem er byggingaráðunautur, tók fyrir skemmtilegt efni en það er hönnun fjósa fyrir holdakýr. Efnið eitt og sér er vissulega áhugavert og sér í lagi hinar norsku leiðir og áherslur en þeir hafa mikið dálæti á timbri og byggja helst öll fjós úr timbri sé hægt að koma því við. Kom hann með nokkur dæmi um hönnun slíkra fjósa fyrir holdakýr og fór yfir kostnað bygginganna en nefna má sem dæmi að í Noregi kostar plássið fyrir eina holdakú, í fjósi sem rúmar 40-50 holdakýr, 130.000 norskar krónur eða rétt um 1,9 milljónir íslenskra króna og er þá allt talið. Í slíku tilfelli er verið að ræða um einangrað fjós með haughúsi. Ætli norski holda- nautabóndinn hins vegar að spara getur hann haft kýrnar á taði og í óeinangruðu fjósi og kostar hvert pláss í slíkri byggingu 80.000 norskar krónur eða um 1,2 millj- ónir íslenskra króna. Reynslan af mykjutrefjum Danirnir Anne Marcher Holm og Morten Lindgaard Jensen tóku fyrir reynslu Dana af notkun á mykjutrefjum sem undirburð í fjósum, en mykjutrefjar eru unnar úr mykju kúa og er þurrkaður trén- ishluti mykjunnar. Í stuttu máli sagt þá er reynsla danskra bænda góð og virðist sem kúnum líki vel að liggja á svona undirburði. Þær eru áberandi hrein- ar og fínar og lausar við allt hárslit á helstu álagssvæðum. Eitt vanda- mál er þó til staðar og er óleyst en það er að sumir, ekki allir þó, hafa lent í vandræðum með júgur- heilbrigði kúnna og gæti það bent til þess að þegar mykjutrefjarnar eru unnar, þá takist ekki nógu vel að drepa mögulegar bakteríur í mykjunni. Sé horft til kostnaðar við þessa aðferð þá sýnir reynsla Dananna að stofnkostnaður við innkaup á mykjutrefjapressu og uppsetningu á henni eru rétt tæpar sex milljónir íslenskra króna og svo nemur rekstarkostnaður, að teknu tilliti til afskrifta, viðhalds og rafmagnskostnaðar, 4.700 íslensk- um krónum á hvern legubás á ári. Norsku fjárhúsin með Íslandshekk Það var skemmtilegt að heyra erindi Norðmannanna Knut Erik Ree og Per Olav Skjoldberg en þeir tóku fyrir hönnun fjárhúsa í Noregi. Þar er nú töluverð endur- nýjun fjárhúsa í gangi og byggir um helmingur sauðfjárbændanna nú óeinangruð fjárhús. Athygli okkar Íslendinganna á ráðstefnunni vakti að Norðmenn hanna nú ótal fjárhús með sk. Islandshekk sem er þeirra nafn á íslensku gjafagrindunum sem not- aðar eru nú til dags í ótal fjárhúsum hér á landi. Eins og við mátti búast af Norðmönnum miðuðu flestar hönnunarlausnir við notkun á timbri sem megin byggingarefni, en hönnunarlausnirnar voru svip- aðar því sem þekkist hér á landi. Þá fóru þeir einnig yfir nokkrar kostn- aðartölur en algengur bygginga- kostnaður er í kringum 12-14 þúsund norskar krónur á vetrar- fóðraða á eða um 170-205 þúsund íslenskar krónur. Er þá miðað við fulleinangrað fjárhús með kjall-ara. Velji bændurnir óeinangrað fjár- hús, lækkar kostnaðurinn á hverja á um 30-60 þúsund íslenskar krónur. Í lok erindis síns kynntu þeir afar óvenjulega en um leið spennandi hönnun á fjárhúsi en þeir kalla hönnunina þríhyrningsfjárhús! Fjárhúsið er einfaldlega byggt upp af tveimur sperrum sem eru festar saman í kjölinn og mynda þannig „A“. Þessi fjárhúsgerð hefur ekki verið byggð enn, en þótt nýstár- leg sé í útliti þá telja þeir að spara megi byggingarkostnað með því að byggja fjárhúsið með þessum hætti. Þolpróf innréttinga fyrir hesthús Annað erindi Michael Ventorp var ekki síður áhugavert en hitt og fjallaði það um helstu ástæður þess að hestar geti slasast í hesthúsum en árlega er talið að á milli 6-700 hestar slasist í sænskum hesthúsum. Eins og gefur að skilja eru ástæðurnar margvíslegar en oft er þó skýringin fólgin í vanmati húsbyggjenda á aflinu sem leysist úr læðingi þegar hestur sparkar. Við það geta innréttingar hæglega brotnað eða bognað og af þeim völdum getur innréttingin valdið hestinum skaða m.a. með því að hann getur fest fót eða haus í inn- réttingunni. Vegna þessa hafa sænskir vís- indamenn nú þróað sérstakan próf- unarbúnað sem líkir eftir því afli sem hestur gefur frá sér við þungt spark og sýndi Michael margar myndir af skemmdum innrétting- um eftir að hafa farið í gegnum sænska prófunarbúnaðinn. Í kjöl- far prófananna hafa Svíar gefið út breytt viðmið um efnisstyrk og hönnun innréttinga í hesthús. Mörg íslensk erindi einnig Hér að framan hefur einungis verið sagt frá örfáum erindum Nordisk byggetræf 2015 en gaman er að segja frá því að á ráðstefnunni stóðu Íslendingar fyrir sex áhugaverðum erindum. Ennig: um stöðu búfjár- ræktar á Íslandi, um breytingar á hönnun fjósa á Íslandi undanfar- inn áratug, um þróun mjaltaþjóna- tækninnar á Norðurlöndum, um hönnun fjósa fyrir holdakýr, um notkun hitaveitu í hesthúsum og um hönnun fjárhúsa á Íslandi. Hafi framangreind skrif vakið áhuga á erindum ráðstefnunnar má benda á að þau má öll nálgast á næstunni, þ.e. glærurnar, á vefslóðinni www. njf.nu. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Framtíðarhúsið. Það vakti athygli Íslendinganna á ráðstefnunni að Norðmenn hanna nú ótal fjárhús með sk. Islands- hekk sem er þeirra nafn á íslensku gjafa-grindunum sem notaðar eru nú til dags í ótal fjárhúsum hér á landi. Eins en hönnunarlausnirnar voru svipaðar því sem þekkist hér á landi. Loftræsting. Í Finnlandi og víðar á Norðurlöndunum hefur loftræsting með plaströrum eða stokkum færst í aukana undanfarin ár. Kostirnir eru augljósir eins og hér sést sýnt með skematískum hætti enda betur hægt að stýra því hvar ferskt loft kemur niður eða inn í viðkomandi byggingu en með annars konar loftræstikerfum. Hinir gríðarmiklu gagnagrunnar í búfjárræktinni gefa möguleika til að finna einstaka hluti á ýmsan hátt. Eitt slíkt fyrirbæri er ær sú sem ég ætla að segja frá hér á eftir. Hér er um að ræða ær sem skilið hefur eftir sig þegar sjö úrvals ásetningshrúta og er enn sjálf í fullu fjöri. Viti einhver um hliðstæðu ein- hvers staðar hér á landi væri ákaf- lega vel þegið að fá af því fréttir með símtali eða tölvupósti. Mögulegt er að slíkar ær megi finna á mestu fjársölusvæðunum en utan þeirra held ég möguleiki á hliðstæðum sé ósennilegur. Þann 2. maí vorið 2007 bar ærin Frostrós 04-108 hjá Agnari Kristjánssyni í Norðurhlíð í Aðaldal tveim gimbrum sem voru tilkomnar við sæðingar, dætur Hvells 05-869. Um haustið voru þær báðar föngu- legar mjög og settar á og önnur þeirra Hvellhetta 07-005 er sögu- hetja þessa pistils. Hvellhetta átti strax gemlings- árið tvö lömb þó að annað þeirra færist um vorið. Hrútlambið sem hún skilaði haustið 2008 af fjalli var verulega glæsileg og var selt til lífs. Lykill 08-027 á Búvöllum varð þannig sá fyrsti af sjö sonum hennar sem settir hafa verið á vetur og enn kann að bætast í þann hóp. Í töflu er gefið yfirlit um þessa sjö hrúta, sem flestir hverjir hafa reynst með afbrigðum vel sem lambafeður og þó alveg sérstaklega fyrir gerð sláturlamba. Hvellhetta sjálf er ákaflega falleg ær, bollöng og með hina svellandi bakhold sem finna mátt- ir hjá mörgum afkvæma Hvells. Hún erfði samt ekki alhvítan lit föður síns þar sem hún er aðeins rauðkembd í hnakka. Afkvæmi Hvells voru talsverð breytileg en hún telst tvímælalaust í hópi þeirra allra bestu og slíkir einstaklingar úr afkvæmahópi Hvells voru topp- ar yfir landið. Ending Hvellhettu er með afbrigðum góð og á hún vonandi eftir að skila enn fleiri afkomendum í ræktunarstarfið. Móðurfaðir hennar er Frosti 02-913 og síðan má rekja ættir hennar áfram innan bús. Þær þrengjast að vísu mjög hratt þar sem sæðingar koma við sögu í hverjum ættlið. Kapparnir sem þar mæta okkur taldir nokkuð í röð eru; Peli 94-819, Sunni 96-830, Austri 98-831 Gosi 91-945, Kokkur 87-870, Aron 83-825, Djákni 82-801, Sveppur 78-821, Ufsi 74-962, Þór 72-904, Frosti 69-879, Krókur 69-901, Dalur 68-834, Angi 68-875 og Þokki 59-803. Þarna eru aðeins taldir ættfeður í móðurlínu aldrei að baki stöðvarhrúti sem nær stendur. Ljóst er því að um æðar henni rennur þykk blanda af Hests- og Þistilfjarðarblóði. Eins og áður segir þá var Hvellhetta tvílembd gemlingsárið og ætíð síðan nema árið 2014 og ætíð skilað vænum dilkum eins og taflan sýnir. Undan henni hefur aðeins verið slátrað tveim lömbum árið 2013 og voru það fyrirmáls- lömb sem send voru í sumarslátrun enda ófeðruð. Árið 2012 átti hún tvær gimbrar undan Guffa 08-869 en því miður vantaði aðra af fjalli en hin fórst um haustið. Því eru aðeins tvær dætur hennar til sem komnar eru til vits og ára sem báðar reynd- ust vel og undan Atsdótturinni frá 2009 hafa verið aldir tveir miklir hrútar sem gert hafa garðinn frægan ekki síður en synir Hvellettu sjálfrar. Ég hef sjálfur aðeins séð ána sjálfa og son hennar Laxa sem er frábær einstaklingur. Undan honum voru ekki á síðastliðnu hausti mörg lömb í Norðurhlíð. Sláturlömbin voru samt tíu og var meðaltal þeirra fyrir gerð 11. Jón Viðar Jónmundsson Ráðunautur hjá RML jvj@rml.is Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Hvellhetta 07-005 í Norðurhlíð 08-027 Búvöllum Kveikur 65-865 45 35 85 109 09-032 Hvoli At 06-806 46 32 86 104 10-012 Múla 2 Fálki 06-834 43 28 82,5 105 11-027 Hraunkoti 1 Gosi 09-850 53 39 86 106 11-375 Sílalæk Gosi 09-850 55 39 87 104 14-022 Norðurhlíð Garri 11-908 52 106 2015 Fagraneskot Þór Ystahvammi 49 32 84,5 Hvellhetta 0-005. Hvellhetta 0-005.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.