Bændablaðið - 17.12.2015, Side 74

Bændablaðið - 17.12.2015, Side 74
74 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Ameríski jólasveinninn skottast með gjafir til kristinna barna á 24 tímum og klárar léttilega 5.787 heimili á sekúndu: Þeytist á milli húsa á 625 þúsund kílómetra hraða − ef hann væri á dráttarvél þyrfti hún að vera 66 milljónir tonna með 1,5 milljarða hestafla mótor Ameríski jólasveinninn er sagður færa kristnum börnum heimsins jólagjafir á einum hreindýrasleða á innan við sólarhring. Hvort þessi saga stenst alveg skoðun skal ekk- ert fullyrt um en dæmið gæti litið svona út. Íbúar jarðar eru nú um 7 millj- arðar. Fjöldi heimila að meðaltali með 4 fjölskyldumeðlimi er þá 1.750.000.000. Nú er kristin trú fjölmennustu trúarbrögð heims- ins, með um 2 milljarða fylgjenda. Rúmur helmingur þeirra telst til rómverskkaþólsku kirkjunnar, 367 milljónir eru mótmælendur og 216 milljónir tilheyra grísku/rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Kristnir búa flestir í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og Ástralíu. Hlutfallslega eru kristnir mun færri í Asíu og Afríku en í hinum álfunum en þar eru þó margir kristnir, meðal annars í Eþíópíu, þar sem kristni hefur verið við lýði frá 330 eftir Krist. Ef kristnir menn eru um 2 millj- arðar, og þeim hópi er gróflega skipt upp í fjögurra manna fjölskyldur með tveim börnum á heimili, þá eru það fimm hundruð milljón heimili (500.000.000). Börnin eru þá um milljarður (1.000.000.000). Ameríski jólasveinninn ferðast á 625.000 kílómetra hraða Ameríski jólasveinninn er sagður ferðast um á hreindýrasleða þegar hann kemur pökkunum til barn- anna á aðfangadagskvöldi. Gefum okkur að hann þurfi að ferðast frá Norðurpólnum og hniti hringi niður eftir jörðinni nokkurn veginn eftir breiddarbaugunum til að dreifa pökkunum. Niður að miðbaug eru 90 breiddarbaugar og 90 til viðbótar niður að suðurpól. Hann þyrfti vænt- anlega að fara aðeins þéttar en það til að ná til allra barnanna, svo við skulum gefa okkur að hringirnir um jörðina yrðu því samtals 360. Efst á pólnum væri ferðalagið nánast ekki neitt, bara snúningur jólasveinsins um sjálfan sig og væntanlega ekkert barn á staðnum að bíða eftir pakka. Gróflega áætlað má segja að jóla- sveinninn fari 7,2 milljónir kílómetra í hringsóli sínu eftir breiddarbaugun- um og við það bætast nærri 40.000 kílómetrar vegna ferðalagsins eftir lengdarbaugunum. Við að skutlast inn á hvert heim- ili gætum við trúlega bætt annarri eins vegalengd við og rúmlega það þannig að sveinki þarf að skutlast svo sem 15 milljónir kílómetra á 24 tímum, þótt flestir tali um að hann sé að þessu á mun skemmri tíma. Það þýðir að hann verður að þeytast með um 625.000 kílómetra hraða á klukkustund. Það er 10,4 sinnum meiri hraði en hröðustu geimför fara á í hringsóli sínu um jörðina. Það er líka 10.417 kílómetra hraði á mínútu eða tæplega 174 kílómetrar á sekúndu. Hann væri sem sagt 3,8 mínútur að fara umhverfis jörðina um miðbaug. 5.787 heimili á sekúndu Ameríski jólasveinninn hefur 24 tíma til að klára verkið. Það eru 1.440 mínútur eða 86.400 sekúndur. Til að fara inn á hvert þeirra 500 milljóna heimila kristinna manna í heiminum hefur hann 0,0001728 sekúndur og er þá innifalinn ferðatíminn milli staða. Þá þarf hann að fá hreindýrin til að snarstoppa úr 625 þúsund kílómetra hraðað í 0 á augabragði. Fara af sleð- anum taka tvær gjafir úr pokanum troða sér niður um strompinn eða skríða inn um glugga, koma gjöfun- um fyrir undir jólatrénu og fara sömu leið til baka. Stíga upp á sleðann og rjúka af stað. Allt þetta má ei taka meiri tíma en 0,0000864 sekúndur og þá þarf sveinki að vera kominn á næsta stað eftir aðrar 0,0000864 sekúndur. Þá er gengið út frá því að vegalendin milli heimilanna dreifist jafnt á þá 15 milljón kílómetra sem sveinki þarf að ferðast. Sem sagt 0,0001728 sekúndur í að klára afhendingu pakka og flug á næsta stað, enda nóg að geras því að á hverr sekúndu þarf hann að heim- sækja 5.788 heimili. Sleði jólasveinsins er 800 metrar að lengd og tekur 37.000 gámaeiningar Ef einn milljarður barna fá að jafn- aði gjöf sem vegur 1 kílógramm, þá þarf pokinn hjá sveinka að þola einn milljarð kg eða milljón tonn. Sleðinn þarf þá að vera samsvarandi stór og þyrfti að rúma 37,037 gámaeiningar. (ein gámaeining = 20 feta þurrgámur tekur 27 tonn) Hann yrði á stærð við rúmlega tvö stykki af stærsta gáma- flutningaskipi heims, The Majestic Maersk, sem tekur 18.000 gámaein- ingar og er 400 metra langt. Það er búið tveim 43.000 hestafla aðalvél- um sem hvor um sig vegur 910 tonn. Hámarks ganghraði er 23 sjómílur á klukkustund. Ef gámarnir úr þessu skipi eru settir á flutningabíla sem væri í einni röð þá yrði hún 110 km löng. Sleði jólasveinsins yrði sem sagt tvöfalt stærri og þyrfti líklega að vera um 700-800 metra langur. Röðin sem gámabílarnir mynduðu með flutningi jólasveinsins yrði nærri 230 kílómetra löng. Þarf 1,5 milljarða hreindýra Til að draga slíkan sleða á skipshraða þyrfti líklega um 87.000 hreindýr (að því gefnu að eitt hreindýr skili einu hestafli). Það kæmi sleðanum þó ekki nema á um 36 kílómetra hraða (20 mílur) á klukkustund. Ef við gefum okkur að hröðunin fari eftir fjölda hreindýra þá þyrfti um 1,5 miljarða hreindýra til að draga sleðann svo hann komist á að minnsta kosti 625.000 kílómetra hraða á klukkustund. Á 66 milljón tonna dráttarvél Ef sveinki væri aftur á móti með Úrsus dráttarvél í stað hreindýr- anna og með 800 metra löngum heyhleðsluvagni, þá þyrfti drátt- arvélin að vera um 66 milljón tonn að þyngd. Hún væri með alveg þokkalegum mótor sem skilaði 1,5 milljörðum hestafla, eða sama afli og öll hreindýrin. Þá verðum við auðvitað að gefa okkur að ameríski jólasveinninn geti með einhverjum óútskýrðum hætti yfirunnið loftmótstöðuna, annars myndi hann brenna til ösku með öllum jólapökkunum og sleða ækinu í fyrstu hringferðinni um jörðina. Gilti þá einu hvort hann væri með hreindýrasleða eða á súperkraftmikilli Úrsus dráttarvél. Á 100 hestafla Úrsus tæki það 63 ár að koma gjöfunum til skila Ef sveinki reyndi aftur á móti að dreifa þessum jólapökkum á venjulegum 100 hestafla 4,4, tonna Úrsus, sem færi á 36 kílómetra meðalhraða á klukkustund, þá yrði loftmótstaðan ekki vandamál. Aftur á móti myndir hann ekki draga mikið meira samkvæmt löglegum tölum um dráttargetu en 3,4 tonn í hverri ferð og þá yrði vagninn líka að vera með löglegum bremsum. Þar sem vagn og hlass væri ekki meira en 3,4 tonn, þá þyrfti jólasveinninn að dreifa gjöfunum í 294 ferðum frá Norðurpólnum. Hann fækkaði auðvitað í hópnum í hverri ferð, en eigi að síður mæti ætla að hann þyrfti að fara talsvert mikið lengri vegalengd en ameríski jólasveinninn. Má líkum leiða að því að hann þyrfti að skrölta allt að 20 milljónir kílómetra upp og niður og umhverf- is jarðkringluna í þessum jóla- pakkaúthlutunum. Jólasveinninn á venjulegu dráttarvélinni yrði því örlítið lengur að fara þessa vegalengd sem ameríski jólasveinn- inn á hreindýrasleðanum skondrast á 24 tímum. Sveinki á Úrsusnum yrði 555.555 klukkustundir að koma öllum milljón tonnunum á áfangastað, sem gera 23.148 daga eða rúmlega 63 ár. Hann verður þá líka að vera fjandi snöggur að setja eldsneyti á vélina og skipta um smurolíu annað veifið. Þá er heldur enginn tími til að skreppa í mat eða kaffi, hvað þá að fara á klósettið. Að sjálfsögðu eru þessir útreikn- ingar settir fram í fullkomnu ábyrgðarleysi, auk þess sem ekk- ert er vitað um vélaáhuga sveinka. Hann gæti því allt eins valið Deutz, New Holland, Valtra, Massey Ferguson, John Deere, Belarus eða hvað tegund aðra en Ursus. Auðvitað ber svo að geta þess að 1,57 milljarðar múslíma fá engar jólagjafir frá sveinka, hvað þá 994 milljónir hindúa og 500 milljónir búddista. /HKr. Staðalímynd ameríska Coca Cola-jólasveinsins. Svona slór við að lesa á óskalista dugir ekki, hvað þá ef hann hefur ætlað sér að bíða eftir því að fá að kyssa mömmu krakkanna. Ef sagan er sönn um afköst hans við að dreifa jólagjöfunum, þá ætti hann að vera löngu farinn upp um strompinn áður en hann næði svo mikið að hugsa um að setja upp gleraugun, hvað þá annað. Trúlega gefa gömlu íslensku jólasveinarnir lítið fyrir grobbsögur af þessum ameríska sprelligosa. Ef ameríski jólasveinninn hefði látið breyta Úrsus til að komast með pakkana olíufélagi til að fá góðan afslátt af eldsneytinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.