Þjóðmál - 01.09.2006, Side 76

Þjóðmál - 01.09.2006, Side 76
74 Þjóðmál HAUST 2006 væru.í.undirbúningi ..Þegar.sakadómari.tók. ákvörðun.um.að.leyfa.símahlerarnir,.þurfti. hann.þannig.að.vega.almenn.réttindi.borg- aranna.á.móti.öryggi.lýðræðislega.kjörinna. stjórnvalda.eða.háttsettra.erlendra.gesta,.sem. óttast.var.að.yrðu.fyrir.aðkasti.eða.árásum. manna,.sem.óvíst.væri.hvort. lögreglan.réð. við,.nema.hún.fengi.umbeðna.heimild .. Áhyggjur. stjórnvalda. birtust. í. því. að. ferðaáætlun.Eisenhowers.var.haldið.strang- lega. leyndri,. lögreglan. var. sögð. hafa. leit- að. skotvopna. eða. skotfæra. í. bænum,. en. jafnframt. hafði. hún. uppi. mikinn. viðbún- að .75.Sósíalistar.höfðust.ekki.að,.og.var.það. e .t .v ..fyrsta.merki.um.að.tekið.væri.að.draga. nokkuð. af. þeim,. þó. að. það. væri. engan. veginn.ljóst.m .a ..sökum.leyndar.yfir.ferða- áætlun.Eisenhowers .. Bandaríkjaher.snýr.aftur . Vorið. 1951. kom. bandarískt. varnarlið.til. landsins .. Ríkisstjórnin. reyndi. að. halda.því.leyndu.í.lengstu.lög,.að.von.væri. á.hernum,.því.að.enn.var.loft.lævi.blandið .. Stjórnvöld.óttuðust.að.Sósíalistaflokkurinn. kynni. að. grípa. til. örþrifaráða .. Aftur. fékk. lögreglan. heimild. til. að. hlera. símtöl. for- ystumanna. sósíalista .76.En.mótmæli.þeirra. reyndust. friðsamleg .. Síendurtekin. land- ráða-.og.landsölubrigsl.höfðu.misst.brodd- inn.og.úrslit.alþingiskosninga.1949.sýndu. að.heiftarleg.andstaða.við.Atlantshafsbanda- lagið. hafði. ekki. fært. Sósíalistaflokknum. fylgi ..Hann.hafði.einangrast.í.stuðningi.við. Sovétríkin. og. dýrkun. á. Stalín,. sérstaklega. eftir.að.Kóreustríðið.hófst.og.ótti.við.nýja. heimsstyrjöld.magnaðist .. Endurkoma. Bandaríkjahers. leysti. um. margt. þann. vanda,. sem. stjórnvöld. höfðu. talið.sig.standa.frammi.fyrir.í.öryggismálum. landsins ..Ótti.manna.við.skyndiárás.sovét- hersins,. hugsanlega. með. hjálp. íslenskra. kommúnista,.hjaðnaði,.og.valdaránstilraun. þeirra. sýndist. óhugsandi,. enda. alltaf. virst. fremur. fjarlæg. nema. e .t .v .. í. hita. átakanna. um. inngöngu. í. Atlantshafsbandalagið .. Engu.að.síður.voru.stjórnvöld.vakandi.fyrir. því,. að. Sósíalistaflokkurinn. teldi. ofbeldi. næsta. óhjákvæmilegt. í. stjórnmálabaráttu. sinni .. Stórverkföll. 1952. og. 1955. minntu. á. byltingaruppruna. Sósíalistaflokksins,. þegar. hópar. vígalegra. verkfallsvarða. settu. Reykjavík. í. eins. konar. herkví,. stöðv- uðu. bíla. og. hremmdu. bannvöru. eins. og. bensín. og. mjólk .. „Á. viðkvæmustu. augna- blikum. verkfallsins,“. sagði. Guðmundur. J .. Guðmundsson,. síðar. formaður. Dags- brúnar,.„var.borgin.nánast.á.barmi.borgara- styrjaldar,.enda.farið.að.sverfa.að.mörgum. heimilum .“77.. Í.vinnudeilum.kynti.sovétstjórnin.undir,. augljóslega. til. að. grafa. undan. íslenskum. stjórnvöldum,. efnahagslífi. og. starfsemi. varnarliðsins. (ekki. síst. með. því. að. stöðva. hafnarvinnu). því. að. hún. greiddi. Verka- mannafélaginu.Dagsbrún.hvað.eftir.annað. stórfé.annað.hvort.beint.úr.ríkissjóði.sínum. eða.úr.sjóðum.hliðarsamtaka .78 Austantjaldsríki.seilast.til.áhrifa . Líkur. á. njósnum. og. undirróðri. austan-tjaldsríkja.á.Íslandi.jukust.mjög,.þegar. leið.á.sjötta.áratug ..Umsvif.Bandaríkjahers. í. landinu,. sér. í. lagi. í. Keflavík,. hlutu. að. draga.að.sér.athygli.sovéskra.leyniþjónustu- manna. og. nú. háttaði. einmitt. svo. til,. að. mikill. vöxtur. hljóp. í. starfsemi. sovétsendi- ráðsins .. Ástæðan. var. sú,. að. eftir. dauða. Stalíns. 1953. og. upphaf. þíðu. í. kalda. stríðinu,. hóf. sovétstjórnin. aftur. mikil. viðskipti.við.Ísland,.eins.og.sósíalistar.höfðu. löngum.hvatt.hana.til. frá.1948 ..Markmið. beggja.var.að.auka.áhrif.sovétstjórnarinnar.í. landinu.á.kostnað.Vesturveldanna.og.greiða. Sósíalistaflokknum.með.því.leið.til.valda.og. áhrifa. m .a .. í. samsteypustjórnum .. Þannig.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.