Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 3 Fullyrða má að þekking og færni heilbrigðisstarfsmanna sé sá þáttur sem mestu hefur skipt um þann mikla árangur sem náðst hefur í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Árangur meðferðar og öryggi sjúklinga veltur ekki hvað síst á því að réttur maður sé á réttum stað, að sá sem sinnir hverju verki hafi til þess þekkingu og færni. Þá skiptir einnig máli að hver og einn fái verkefni við hæfi. Það skiptir hvern einstakling máli að honum finnist þekking hans metin og virt, það styrkir sjálfsmat hans og eykur án efa starfsánægju. Frá rekstrarlegu sjónarmiði skiptir máli að nýta þekkingu og færni hvers starfsmanns því alla jafna eykst launakostnaður eftir því sem starfsmenn eru betur menntaðir. Því er óhagkvæmt að láta mikið menntaða starfsmenn sinna verkefnum sem aðrir lægra launaðir geta sinnt. Nú þegar kreppir að í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eðlilegt og sjálfsagt að stjórnvöld og stjórnendur heilbrigðisstofnana leitist við að nýta takmarkað fjármagn sem best. Það er nauðsynlegt að skoða samsetningu mannaflans (skill mix) á hverri stofnun og deild, hver sinnir hvaða verkefnum og hvort ástæða sé til að færa verkefni milli hópa (task shifting). Þó tilfærsla verkefna milli hópa eigi að ganga í báðar áttir má reikna með að á næstunni verði eingöngu horft til þess að færa verkefni frá betur menntuðum starfsmönnum til minna menntaðra til þess eins að ná niður launakostnaði. Í sameiginlegri yfirlýsingu alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, lækna, ljósmæðra, lyfjafræðinga, sjúkraþjálfara og tannlækna frá febrúar 2008 er lögð áhersla á að skipuleggja þurfi vel tilfærslu verkefna og varað við að litið sé á slíka tilfærslu sem einfalda skyndilausn. Lögð er áhersla á að tilfærslur verkefna séu staðbundnar, taki mið af verkefnum og mannafla á hverjum stað og að skipuleggja þurfi tilfærslurnar með það í huga hvort þær séu tímabundnar eða varanlegar. Þá er lögð áhersla á að tilfærsla verkefna frá faghópum til aðstoðarstétta skapi ný verkefni og leggi annars konar ábyrgð á herðar faghópanna sem verkefnin eru færð frá. Þar er nefnd aukin ábyrgð þeirra við að leiðbeina öðrum sem tekur þá tíma frá öðrum verkefnum, að fleiri starfsmenn þurfi til að sinna þeim nýju verkefnum, sem nýir sjúklingar skapa, og að verkefni þau sem eftir eru hjá faghópunum verði flóknari og krefjist enn meiri færni þeirra til greiningar og meðferðar. Í þessu ljósi sé því mikilvægt að greina, áður en verkefni eru færð frá fagfólki, áhrifin á sjúklingana og meðferðina sem þeir fá, ekki síður en fjárhagslegan ávinning og afköst. Það er athyglivert að skoða breytingar á sjúkrahúsum landsins í þessu ljósi, þau áhrif sem fækkun sjúkrarúma hefur á samsetningu mannaflans þegar aðeins þeir allra veikustu fá sólarhringsþjónustu. Augljóslega leiðir það til þess að hækka þarf hlutfall hjúkrunarfræðinga af heildarfjölda starfsmanna. Hið sama ætti að vera uppi á teningnum á hjúkrunarheimilum landsins. Þeir sem vistast á hjúkrunarheimilum eru nú með mun fleiri og alvarlegri heilsufarsvandamál en áður var og þarfnast sérhæfðari þjónustu. Í máli Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkrunarforstjóra og framkvæmdastjóra Sóltúns, á ráðstefnu um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu í nóvember 2009, kom meðal annars fram að árið 2008 voru aðeins 2% af íbúum hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu færir um að klæða sig sjálfir og 81% áttu við minnisskerðingu að stríða. Stjórnendur hjúkrunarheimila hafa gripið til þess ráðs í sparnaðarskyni að fækka hjúkrunarfræðingum en fjölga minna menntuðu starfsfólki. Efast má um fjárhagslegan ávinning þessa þegar til lengri tíma er litið svo ekki sé talað um neikvæð áhrif þessara breytinga á hjúkrun íbúanna, samanber ábendingar fagfélaganna sex. Í grein Lindu Aiken og fleiri, sem birtist í The Journal of Nursing Administration 2009, er gerð grein fyrir niðurstöðum viða mikillar rannsóknar á áhrifum mönnunar hjúkrunarfræðinga og mennt ­ unar þeirra á afdrif sjúklinga. Rann­ sóknin náði til 168 bráðasjúkrahúsa fyrir fullorðna í Pennsylvaníu í Banda­ ríkjunum og var gerð árið 1999. Afdrif 232.342 sjúklinga á aldrinum 20 til 85 ára voru skoðuð. Í ljós kom að afdráttar­ laus tengsl voru á milli mönnunar og menntunar hjúkrunarfræðinga og dánar­ tíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir. Þannig voru líkur á andláti eftir aðgerð 60% meiri á því sjúkrahúsi, sem verst var mannað, heldur en á sjúkrahúsinu þar sem mönnun og menntun hjúkrunar­ fræðinga var best. Aiken bendir á þrjár leiðir sem stjórnendur ættu að fara til að bæta afdrif sjúklinga: fjölga hjúkrunarfræðingum í starfsliðinu, auka menntunarstig hjúkrunarfræðinganna og að bæta starfsaðstæðurnar. Í fyrri rannsóknum sínum hafa Aiken og sam starfs aðilar hennar bent á að góð mönnun hjúkrunarfræðinga minnkar líkur á auka verkunum vegna meðferðar og leiðir til minni lyfjanotkunar. Tilfærsla verkefna milli faghópa og frá faghópum til annarra getur reynst dýrkeypt þegar allt er talið og til lengri tíma litið. Þó nú sé nauðsynlegra en nokkru sinni að fara vel með það takmarkaða fé sem til ráðstöfunar er í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að stjórnendur rasi ekki um ráð fram, geri ekki breytingar á samsetningu mannaflans og færi ekki til verkefni án þess að meta fyrst áhrif breytinganna á sjúklingana og meðferð þeirra, auk þess að meta fjárhagslegan ávinning fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Annars geta menn verið að spara eyrinn og kasta krónunni. Ágætu hjúkrunarfræðingar. Um leið og ég þakka ykkur samstarfið í vetur, óska ég ykkur gleðilegs sumars og vona að það verði okkur og skjólstæðingum okkar hagfellt. VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ HEILBRIGÐISSTÉTTA Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir. A Af litlum neista…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.