Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 27 atferlismeðferðar en tengsl þeirra aðferða við lífernisbreytingar hefðu veitt áhugavert sjónarhorn í könnuninni. Þjónustukannanir, fyrir hvern? Þjónustufyrirtæki, sem vilja skilja væntingar og þarfir viðskiptavina, nota til þess þjónustu kannanir. Það er hins vegar afskaplega mikilvægt að ígrunda vel uppsetningu þeirra svo upp lýsingarnar nýtist sem best þegar þjónustan er veitt. Nauð synlegt er að skil greina forsendur ýmissa hugtaka, eins og ánægju. Ánægja er mikilvægt hugtak og ýtir undir skilning fólks á veikindum sínum og bjartsýni á úrræði. Það er hins vegar nauðsynlegt að átta sig á hvaða þættir liggja að baki ánægjunni. Á Íslandi ríkir afskaplega jákvæð hjarðímynd um heilbrigðisþjónustuna en þegar að er gætt kraumar óánægja með ákveðna þjónustuþætti undir. Oft er vitnað til tölfræðilegra staðreynda, eins og lífslíka og dánartíðni, þegar gæði heilbrigðisþjónustu eru metin en skjólstæðingur og aðstand­ endur meta heilbrigðisþjónustu út frá öðrum þáttum, eins og trúverðugleika starfsmanns, viðmóti og eftirfylgni. Skiljanlega er það leikmönnum afar erfitt að meta sjúkdómsgreiningu, rétt eins og mörgum reynist erfitt að meta fjármála­ eða lögfræðiþjónustu. Slíkt mat byggist á trausti og trú á því að ráðgefandinn hafi það sérfræðivit sem vænst er. Oftast veit sjúklingur ekki hvort sjúkdómsgreining læknis er rétt eða meðferðin viðeigandi, hann getur hins vegar metið hvort honum líður betur eða verr. Hann getur einnig dæmt viðbrögð fagaðilans, hluttekningu, biðtíma, aðgengi, samskiptahætti og svo framvegis. Ekki má horfa fram hjá því að netið hefur aukið heilsulæsi fólks og erlendar rannsóknir sýna að það er mikið notað bæði fyrir og eftir heimsóknir til lækna. Nýlegar rannsóknir benda til þess að yngri kynslóðin sé gagnrýnni á heilbrigðisþjónustu en hin eldri og geri meiri kröfur um að hún þjóni sér, á sínum forsendum. Við erum sennilega flest sammála því að fyrirtæki verða að meta frammi stöðu sína með reglulegu millibili. Gæða­ stjórnunarkerfi komast í og úr tísku en það sem skiptir máli er að þjónustan sé metin út frá sjónarhorni þjónustuþega, starfsmanna og þjónustustefnu. Til eru spurningalistar unnir eftir gæðalíkani þjónustu sem markaðsfræðingarnir Parasuraman, Zeithaml og Berry (1988) settu fram. Líkanið er víða notað, meðal annars af Capacent í þjónustukönnunum sem það gerir fyrir íslensk fyrirtæki. Slíkt frammistöðumat á þjónustu væri gagnlegt flestum ef ekki öllum heilbrigðisstofnunum. Tökum höndum saman og hlustum á þá sem njóta þjónustunnar Í fyrrnefndri rannsókn minni og í óform­ legum samtölum hefur komið fram að almenningur virðist lítið þekkja til starfa hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum og það gefur stéttinni tilefni til sjálfs­ skoðunar. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera duglegri við að efla ímynd sína og kynna störf sín af meiri sýnileika og stolti enda vel menntaður starfskraftur og mikill mannauður fyrir samfélagið. Til að forvarnaþjónusta gangi sem best þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum á hverri heilsugæslustöð og þjálfa sem sjálfstæða ráðgjafa. Sá kostnaður, sem nemur við­ bótar launum, skilar sér til samfélagsins því þannig er unnt að stemma stigu við ótímabærum sjúkdómum og þeim kostnaði sem þeim fylgir. Nú er lag að taka höndum saman og rýna fordómalaust í heilbrigðiskerfið okkar og skipulag. Hlustum á skjólstæðinga okkar og reynum í samvinnu við þá að finna lausnir sem eru hagkvæmar til lengri tíma litið og stuðla að betri grunnheilbrigðisþjónustu. Án heilsunnar er enginn ríkur. Brynja Laxdal er hjúkrunarfræðingur, B.Sc., og M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Heimildaskrá Deloitte (2009). 2009 Survey of Health Care Consumerism, Key Findings, Strategic Implications. Sótt 6. mars 2010 á http://www. deloitte.com/view/en_US/us/Insights/centers/ center­for­health­solutions/article/5735e23a4b 101210VgnVCM100000ba42f00aRCRD.htm. Parasuraman, A., Zeithaml, V.A., og Berry, L.L. (1988). SERVQUAL: A multi­item scale for measuring consumer perceptions of service quality. Journal of Retailing, 64 (1), 12­40. Rust, R.T., Moorman, C., og Dickson, P.R. (2002). Getting return on quality: Revenue expansion, cost reduction, or both? Journal of Marketing, 66 (4), 7­24. Snyder, L.B., og Hamilton, M.A. (2002). Meta analysis of US health campaign effects on behavior: Emphasize enforcement, exposure and new information, and beware the secular trend. Í Hornik, R. (ritstj.), Public health com­ munication: Evidence for behavior change (bls. 357­383). New Jersey: Lawrence Erlbaum. WHO (2006, september). Largely preventable chronic diseases cause 86% of deaths in Europe: 53 WHO European Member States map a strategy to curb the epidemic. Sótt 24. ágúst 2009 á http://www.euro.who.int/media­ centre/PR/2006/20060908_1. WHO (2010). Up to 40% of cancer cases could be prevented. Sótt 28 febrúar 2010 á http://www.euro.who.int/mediacentre/ PR/2010/20100204_1. Sett hefur verið upp tölva fyrir félagsmenn í afgreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Suðurlandsbraut. Þeir sem eiga erindi við afgreiðslu geta þar gengið frá umsókn í sjóði félagsins, sótt um orlofshús og prentað út ýmis gögn. Olena Guðmundsson, hjúkrunarfræðingur á 13E á Landspítala, er hér að sækja um styrk í starfsmenntunarsjóð. Bætt þjónusta við félagsmenn Fréttapunktur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.