Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 13 vera öryggisfulltrúar og hugsa fyrst og fremst um öryggi sjúklingsins.“ Efla öryggisvitund fyrirtækja Gísli starfar sem forvarnarfulltrúi fyrirtækja og hugsar því mest um þjónustu við þá frekar en þjónustu við einstaklinga. „Á sérstökum starfsdegi bjuggum við til gátlista fyrir fyrirtækjaheimsókn þar sem farið er yfir helstu atriði vinnuverndarlaganna, eins og áhættumat og atvikaskráningu, innbrotsvarnir, brunavarnir og umgengni í fyrirtækinu. Þetta með umgengni hljómar kannski skrýtilega en erlendar rannsóknir á tíðni óhappa og vinnuslysa hjá fyrirtækjum sýna að beint samband er milli léglegrar umgengni og slysa­ og óhappatíðni,“ segir Gísli. Hann tekur dæmi um tvö fyrirtæki í sömu starfsgrein, eitt þar sem er rusl og dót út um allt og annað þar sem er allt á sínum stað og hreint og snyrtilegt. Það kemur fram í gögnum VÍS að í seinna fyrirtækinu er miklu minna um óhöpp og tjón. Þetta má bera saman við sjúkrahús þar sem er illa þrifið, starfsfólkið er í óhreinum sloppum og alls staðar litlar birgðastöðvar á göngunum. Á slíkum stað getur maður gert ráð fyrir að sýkingar séu algengar, brunaflóttaleiðir séu tepptar ef til elds kæmi og meiri líkur á að eitthvað geti komið fyrir sjúklinginn, að sögn Gísla. „Hvað var það fyrsta sem Florence Nightingale gerði í Krímstríðinu? Hún tók til á sjúkrahúsinu, fór að þvo og skrúbba og þá fækkaði sýkingum hjá hinum særðu. Hreinlæti er mjög mikilvægt.“ Gísli segir að hreinlæti og góð umgengni hafi verið eitt af því sem hann lærði í hjúkrunarnáminu og að það komi nú að gagni. En það er meira í starfinu sem minnir á hjúkrun. Gísli segir að spurningalistinn, sem forvarnarfulltrúar VÍS leggja fyrir stjórnendur fyrirtækja, sé eins og spurningarnar um heilsufarssögu sjúklings sem notaðar eru á sjúkrastofnunum. Þekking hans á upplýsingasöfnun í hjúkrun nýtist því vel. „Vinnuverndarlögin, innbrotsvarnir, brunavarnir og umgengni eru dæmi um þætti sem á heilsugæslustöð myndu kallast hjúkrunargreiningar eða heilsufarslyklar. Út frá þessum þáttum spyrjum við svo spurninga um heilsufar fyrirtækisins og getum gefið ráðleggingar um forvarnir. En það er ekki nóg að spyrja sjúklinginn hvernig honum líði, það þarf líka að gera líkamsmat, sem sagt skoða sjúklinginn og taka púls og blóðþrýsting. Okkar líkamsmat felst í að ganga um vinnustaðinn, skoða hann og benda á atriði þar sem tækifæri eru til úrbóta“. Í heilsusamlegu vinnuumhverfi vinna heilsuhraustari starfsmenn. Starfsmenn VÍS heimsóttu 300 fyrirtæki í fyrra og gera ráð fyrir að heimsækja 500 fyrirtæki í ár. „Við gátum ekki gert þetta þegar var bara einn forvarnarfulltrúi fyrirtækja en nú erum við yfir 200 forvarnarfulltrúar. Þetta hefur gengið vel, flestir atvinnurekendur eru mjög þakklátir fyrir að fá þetta mat og að við bendum á ýmsa öryggisþætti sem koma rekstri fyrirtækisins til góða. Það eru ekki allir atvinnurekendur sem þekkja vinnuverndarlögin nógu vel þó að þeim sé mjög annt um starfsfólkið. Það var til dæmis í fyrra einn vinnuveitandi sem leggur mikið upp úr því að hugsa vel um starfsfólkið en fékk ekki háa forvarnareinkunn í heimsókn okkar. Hann var miður sín en fór strax í að laga þetta. Sjö vikum seinna kom Vinnueftirlitið í óvænta heimsókn eins og það hefur fyrir sið. Fulltrúar Vinnueftirlitsins voru alveg uppnumdir yfir hvað allt var vel gert hjá fyrirtækinu varðandi öryggi og vinnuvernd og veitti því viðurkenningu.“ Mikilvægt að líta í eigin barm Að sögn Gísla er það allra hagur að stuðla að forvörnum og hugsa meira um öryggismál og vinnu­ og heilsuvernd starfsmanna. „Ef óhöppum og slysum fækkar leiðir það á endanum til að svigrúm myndast til að lækka iðgjöld. Það er líka betra fyrir samfélagið í heild að menn eyði minni fé vegna slysa og veikinda starfsmanna. Svo stuðlar það að aukinni ánægju og vinnugleði hjá starfsmönnum. Okkur hjá VÍS er mikið í mun að gera meira fyrir viðskiptavininn. Markmið okkar er að forvarnir verði hluti af starfsemi og þjónustu félagsins og séu hluti af sýn viðskiptavinar­ ins á þjónustu VÍS.“ En til þess að þetta verði að raunveruleika þarf starfsfólk VÍS einnig að líta í eigin barm, segir Gísli. „Ef starfsmaður ráðleggur tryggingartaka að nota hjálm, þegar hann hjólar, eða að hafa reykskynjara, eldvarnarteppi og slökkvitæki heima hjá sér þá þurfa starfsmenn VÍS að gera slíkt hið sama. Þetta er alveg eins með allt heilbrigðisstarfsfólk, við þurfum að vera samkvæm sjálfum okkur í því sem við boðum varðandi heilbrigði og hvernig við sinnum okkar eigin heilbrigði.“ Fræðslan yrði ekki mjög árangursrík ef sá sem talar við sjúkling um heilsuspillandi áhrif offitu væri sjálfur 60 kílóum of þungur. Gísla detta í hug nokkur orðatiltæki sem mætti nota í umræðunni innanhús og jafnvel í auglýsingum, eins og „Ég er starfsmaður VÍS og ég keyri á löglegum hraða“ eða „Ég er starfsmaður VÍS og ég er alltaf með endurskinsmerki.“ Til þess að vera samkvæmir sjálfum sér hafa starfsmenn VÍS ráðist í ýmsar innanhússbreytingar. Stofnað hefur verið vinnuverndarnefnd sem kemur saman reglulega og fer yfir ábendingar starfsmanna er lúta að vinnustaðaöryggi þeirra. Þá hefur verið gert áhættumat starfa eins og allir vinnustaðir eiga að gera samkvæmt vinnuverndarlögunum. Eins eiga öll fyrirtæki að skrá óæskileg atvik og hefur VÍS sett upp rafrænt kerfi á innra netinu þar sem allir starfsmenn geta skráð óhöpp, tjón og slys á vinnustaðnum. Frá og með næsta ári verða allir verktakar, sem vinna fyrir VÍS, að starfa eftir ákveðnum öryggiskröfum félagsins. Í ár verða haldin 14 námskeið þar sem verktakar læra að uppfylla öryggiskröfur VÍS. Einungis þeir sem fylgja þeim eru taldir geta komið fram fyrir hönd VÍS. Er enn þá í hjúkrun Staðalmyndin af hjúkrunarfræðingi er manneskja í hvítum fötum að hjálpa sjúklingi fram úr rúmi eða taka til lyf. En hvað finnst Gísla, er hann enn þá hjúkrunarfræðingur? „Mér finnst ég aldrei hafa farið úr hjúkrun. Ég verð alltaf hjúkrunarfræðingur í hjarta mínu því ég hugsa stöðugt um að hlúa að fólki og sýna því umhyggju. Hjúkrun gengur mikið út á samskipti, og samskipti við fólk eru enn í dag einn stærsti hlutinn af starfi mínu. Ég lít því þannig á að ég sé enn að stunda hjúkrun þó að ég heiti forvarnarfulltrúi fyrirtækja. Forvarnir eru einn af grundvallarþáttum hjúkrunar og lýðheilsu. Í mínum huga starfa ég í lýðheilsuhjúkrun. Nú er ég í skyrtu og með bindi en það eru bara mín vinnuföt. Því má segja að ég sé einungis kominn í annan slopp,“ segir Gísli að lokum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.