Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 17 Þetta kemur heim og saman við rannsókn Ryan og Scullion (2000) en aðstandendur kusu að boðið væri upp á meiri einstaklingshæfða hjúkrun og virkni fyrir íbúana. Þar kom einnig fram að starfsmenn höfðu skilning á mikilvægi þess og voru sammála að það væri æskilegt en kvörtuðu yfir tímaskorti, vinnuálagi og manneklu á deildunum. Í Eden­hugmyndafræðinni er talað um að einmanaleiki, hjálparleysi og leiði séu aðalorsakir vanlíðanar hjá fólki sem býr á hjúkrunarheimilum (Thomas, 1996). Mikilvægt er að leggja áherslu á heimilisbrag og hvað íbúarnir geta frekar en hvað þeir geta ekki. Dæmi um þetta er að hafa plöntur inni á heimilum eldri borgara, sem þeir hafa tækifæri til að sjá um sjálfir, og auka verulega útiveru þeirra. Lokaorð Reglulegar gönguferðir koma fólki í snertingu við náttúruna og því fylgir frjáls ræði og betri líðan. Að taka mark á tengslum okkar við náttúruna getur verið árangurs rík aðferð til bættrar heilsu, að því ógleymdu að hún er ódýrari og lausari við auka verkanir en lyfjagjöf. Það er staðreynd að garðar og fallegt umhverfi hafa verið hefð við spítala og heilsustaði sem þáttur í bata og lækningu. Ef til vill endurspeglar þessi gamli siður ævaforna viðurkenningu á því að návist við gróður, eins og návist við dýr, geti í sumum tilvikum bætt heilsufarið (Frumkin 2001). Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir er hjúkrunar ­ stjóri á Sóltúni hjúkrunarheimili. Þuríður Björnsdóttir, Ingibjörg Steinunn Sigurðar­ dóttir og Harpa Karlsdóttir eru hjúkrunar­ fræðingar á Sóltúni. Heimildir Anna Birna Jensdóttir (2009). Gæðastaðlar í Sóltúni 2002­2008. Sótt 17. desember 2009 á http://www.soltun.is/nytt/gæða­ staðlar2002­2008.pdf. Bird, W. (2007). Natural thinking (1. útg.). Bretlandi: Royal Society for the Protection of Birds. Sótt 10. október 2009 á www.rspb.org. uk/images/naturalthinking_tcm9­161856.pdf. Frumkin, H. (2001). Beyond toxicity. Human health and the natural environment. American Journal of Preventive Medicine, 20 (3), 234­240. Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið (2007). Staða og endurskoðun meginmarkmiða heil­ brigðisáætlunar til ársins 2010. Reykjavík: Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Sótt 1. desember 2009 á http://www.heilbrigdis­ raduneyti.is/media/Skyrslur/Stada_og_endur­ skodun_meginmarkmida_heilbrigdisaaetlu­ nar_til_arsins_2010.pdf. Heilbrigðisráðuneytið (2009). RAI lokaður gagna­ grunnur, sótt í september 2009. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir (2005). Reynsla dætra af flutningi foreldra sem þjást af heila­ bilun á hjúkrunarheimili. Óbirt meistararitgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík. Kaplan, R., og Kaplan, S. (1989). The experi­ ence of nature: A psychological perspective. Cambridge: Cambridge University Press. Mind (2007). The Mind Research: Ecotherapy; the green agenda for mental health, London. Sótt 1. október á www.peopleandparks.org/ resource­centre/50­reports/70­mind­research. html. Ryan, A., og Scullion, H.F. (2000). Family and staff perceptions of the role of families in nursing homes. Journal of Advanced Nursing, 32 (3), 626­634. Sacks, O. (1984). A leg to stand on. New York: Harper Collins. Takano, T., Nakamura, K., og Watanabe, M. (2002). Urban residential environments and senior citizens´ longevity in megacity areas: The importance of walkable green spaces. Journal of Epidemial Community Health, 56 (12), 913­918. Taylor, A.F., Kuo, F.E., og Sullivan, W.C. (2001). Coping with ADD. The surprising connec­ tion to green play settings. Environment and Behavior, 33 (1), 54­77. Thomas, W.H. (1996). Life worth living: How someone you love can still enjoy life in a nurs­ ing home – The Eden alternative in action. Massachusetts: VanderWyk & Burnham Action. Townsend, M. (2006). Feel blue? Touch green! Participation in forest/woodland management as a treatment for depression. Urban Forestry & Urban Greening, 5, 111­120. Zimmerman, D.R., Sarita, L., Karol, L., Arling, G., Ryther Clark, B., Collins, T., Ross, R., og Sainfort, S. (1995). Development and testing of nursing home quality indicators. Health Care Financing Review, 16 (4), 107­127. Hér skemmta sér saman Ingibjörg Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og einn höfunda greinarinnar, og móðir hennar, Karen María Einarsdóttir, íbúi í Sóltúni. Fr ét ta pu nk tu r Í lok ársins 2009 gaf Rannsóknar- stofnun í hjúkrunar fræði út bókina „Hjúkrun aðgerða sjúklinga II“. Heiti bókarinnar vísar í að hún er önnur bókin um hjúkrun aðgerðasjúklinga en fyrsta bókin kom út 2007 undir heitinu „Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir“. Í bókinni eru 16 kaflar um fjölbreytt atriði tengd hjúkrun sjúklinga á skurðdeild auk inngangskafla. Höfundar hafa allir stundað nám á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritstjóri var Herdís Sveinsdóttir en hún ritstýrði einnig fyrri bókinni. Í þetta skipti hafði hún sér til liðs Katrínu Blöndal og Brynju Ingadóttur, sérfræðinga í hjúkrun á skurðsviði Landspítala. Samantekið eru þessar bækur mikilsvert framlag til hjúkrunar og til eftirbreytni fyrir hjúkrunarfræðinga og fræðimenn í öðrum sérgreinum hjúkrunar. Ný bók um hjúkrun aðgerðasjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.