Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201046 Óhefðbundin meðferðarform hafa verið talsvert notuð af hjúkrunarfræðingum til að efla og bæta heilsu sjúklinga. Titill bókarinnar, sem hér er til umfjöllunar, er Complementary and alternative therapies in nursing og fjallar hún um slík meðferðar­ úrræði og hvernig hjúkrunarfræðingar geta nýtt þau í starfi. Ekki er auðvelt að þýða titilinn beint á íslensku. Orðið „complementary“ má þýða sem uppbót eða viðbót og því hafa hjúkrunarfræðingar notað orðið viðbótarmeðferð um þau óhefðbundnu meðferðarúrræði sem þeir geta beitt til viðbótar við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Dæmi um slíkt er þegar nálarstungur eru notaðar til að draga úr aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Orðið „alternative“ má þýða sem kost eða val á einhverju öðru og er þá átt við þegar notaðar eru óhefðbundnar aðferðir aðrar en þær sem rúmast innan hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Dæmi um slíkt er ef sjúklingur vill með höndla hjartasjúkdóm með smá skammtalækningum. Titill bókarinnar vísar því bæði til viðbótarúrræða og óhefðbundinna úrræða sem höfundar telja þó æskilegt að hjúkrunarfræðingar geti notfært sér þegar það á við. Þótt þekking á ýmiss konar viðbótar meðferð og gagnsemi hennar aukist smám saman þá er hugmyndafræðin að baki margra þessara meðferðarúrræða oft framandi. Við flestar tegundir meðferðar er unnið með manneskjuna á heildrænan hátt og slíkar aðferðir falla því vel að hugmyndafræði hjúkrunar um heildræna sýn á einstaklinginn. Viðbótarmeðferðarúrræði eru ekki ný í hjúkrun og má þar nefna nudd, slökun og virka hlustun. Hjúkrunarfræðingar hafa líka verið framarlega í að stuðla að rannsóknum á viðbótarmeðferð bæði hér á landi og erlendis. Annar höfundur bókarinnar, dr. Mariah Snyder, prófessor emiritus við hjúkrunarfræðideild háskólans í Minnesota, hóf að taka saman upplýsingar um viðbótarmeðferð sem hjúkrunarfræðingar gætu beitt í bók sinni Independent nursing interventions fyrir tuttugu og fimm árum. Þar lagði hún mikla áherslu á að efla þekkingu hjúkrunarfræðinga á að beita sjálfstæðum meðferðarformum byggðum á gagnreyndri þekkingu og í þeirri bók má finna 20 kafla um sjálfstæð meðferðarúrræði hjúkrunarfræðinga. Hún fékk til liðs við sig samstarfskonu sína í háskólanum í Minnesota, dr. Ruth Lindquist, og saman hafa þær ritstýrt nokkrum útgáfum þessarar bókar. Í tilefni af 25 ára afmæli fyrstu bókarinnar var gefin út sjötta útgáfa af þessari bók nú árið 2010. Þess má geta að Mariah heimsótti Ísland og hélt fyrirlestra fyrir hjúkrunarfræðinga á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga árið 2002 við góðar viðtökur. Styrkur þessarar bókar felst í því að hún gefur yfirlit yfir nýjustu upplýsingar og rannsóknir Complementary and alternative therapies in nursing, 6. útg. Ritstjórar: Mariah Snyder og Ruth Lindquist. Útgefandi: Springer Publishing Company, 2010. ISBN: 978­0­8261­ 2429­6. Bókin er 498 bls. um meðferðarform sem auðvelt er að fletta upp og kynna sér í aðgengilegum texta. Í þessari útgáfu er sérstök áhersla lögð á hvernig slík meðferð er notuð í mis munandi menningarheimum. Inngang að bókinni skrifar Barbara Dossey, ein af aðalstofnendum samtaka hjúkrunar­ fræðinga í Bandaríkjunum um heildræna hjúkrun, American Holisitic Nursing Association (AHNA). Þar fjallar hún um hvernig hjúkrunarfræðingar geta notað viðbótarmeðferð til að styrkja heildræna hjúkrun. Fyrir utan ritstjórana tvo eru þrjátíu og átta höfundar að köflum í bókinni. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa tengsl við Háskólann í Minnesóta sem núverandi eða fyrrverandi nemendur og kennarar. Háskólinn í Minnesóta hefur fengið til sín áhugasama hjúkrunarfræðinga um margs konar viðbótarmeðferð en í háskólanum er unnið markmisst að því að efla þekkingu á viðbótarmeðferð og óhefðbundinni meðferð í gegnum allt hjúkrunarnámið. Starfrækt er þar deild sem nefnist Center for Spirituality and Healing þar sem kennd eru margvísleg meðferðarúrræði. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér námskeið þar er bent á vefsíðu miðstöðvarinnar. Þetta er yfirgripsmikil bók, hátt í fimm hundruð blaðsíður, og skýrt uppsett. Bókinni er skipt í sex hluta og er alls fjallað um tuttugu og sjö meðferðarúrræði. Hvert úrræði fær ýtarlega umfjöllun og kaflarnir eru byggðir upp á kerfisbundinn hátt. Byrjað er að skilgreina meðferðina og útskýra vísindalegan bakgrunn hennar, meðferðinni er lýst, sagt frá niðurstöðum rannsókna, varúðarráðstöfunum ef ein­ hverjar eru, hvernig á að nota meðferðina við hjúkrun, notkun í mismunandi menningar heimum, framtíðarrannsóknir og upp lýsingar um gagnlegrar vefsíður. Í fyrsta hluta er farið í undirstöðuatriði þess að geta Þóra Jenný Gunnarsdóttir, thoraj@hi.is BÓKARKYNNING Viðbótarmeðferð getur verið hjúkrunarfræðingum gagnleg við hjúkrun

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.