Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 39 Mannafli í hjúkrun og lagaleg staða hjúkrunar Heildarfjöldi félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunar­ fræðinga er um 3.600 sem eru tæplega 90% allra hjúkrunarfræðinga sem hafa hjúkrunarleyfi á Íslandi. Á kjarasamningum, sem félagið gerir, starfa tæplega 2.800 hjúkrunarfræðingar. Um 76% þeirra starfa á ríkisstofnunum. Tæplega helmingur allra starfandi hjúkrunarfræðinga eða 1.370 starfa á Landspítalanum sem er eina háskólasjúkrahús landsins, staðsett í höfuðborginni, Reykjavík. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga, sem starfa hjá ríkinu, er nú um 80%. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lítill á Íslandi og fáir hjúkrunarfræðingar sem starfa á einkareknum stofnunum. Því má segja að hið opinbera sé nánast eini vinnuveitandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi, annaðhvort á ríkisstofnunum eða ríkisstyrktum sjálfseignarstofnunum í öldrunarþjónustu. Lagaleg staða hjúkrunar á Íslandi er sterk. Hjúkrunarfræðingar hafa haft sjálfræði skv. lögum frá árinu 1978. Það sjálfræði var styrkt í nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi 1. september 2007. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sat í nefnd þeirri er vann frumvarpið að hinum nýju heilbrigðislögum. Í heilbrigðislögunum er íslenska heilbrigðiskerfið skilgreint út frá tveimur meginstoðum, lækningum og hjúkrun. Í æðstu yfirstjórn hverrar ríkisstofnunar sitja auk forstjóra, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri lækninga. Hjúkrunarfræðingar bera fulla lagalega ábyrgð á hjúkrun. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Tæplega 10% af vergri landsframleiðslu á Íslandi er varið til heilbrigðismála. Íslenska heilbrigðiskerfið er rekið á samfélagsgrunni, það er að mestu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þannig standa notendagjöld einungis undir um 17% af kostnaði vegna heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að rúmum 115 milljörðum (M) króna verði varið til verkefna á vegum heilbrigðisráðuneytisins á árinu og er það nærri fjórðungur fjárlaga ríkisins. Stærsti einstaki rekstrarliðurinn er Landspítalinn en tæpum 33 M verður varið í rekstur hans 2009. Stjórnvöld hafa nú boðað að grípa þurfi til mikils niðurskurðar á ríkisútgjöldum til að koma þjóðarbúinu út úr þeirri efnahagskreppu sem Íslendingar glíma við. Útlit er fyrir að 2009 þurfi að skera niður í heilbrigðiskerfinu um allt að 8 M króna. Það samsvarar samanlögðum árlegum fjárveitingum til Sjúkrahússins á Akureyri sem er annað stærsta sjúkrahús landsins og staðsett á norðanverðu Íslandi, og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem um 2/3 landsmanna búa. Árið 2010 stefnir síðan í 8 M niðurskurð til viðbótar í heilbrigðiskerfinu. Stjórnvöld hafa enn ekki gefið út yfirlýsingar um áætlaðar niðurskurðarkröfur vegna áranna 2011 og 2012. Vonir standa til þess að frá og með árinu 2013 fari efnahagur þjóðarinnar að rísa að nýju. Niðurskurður á einstökum þáttum heilbrigðisþjónustunnar Í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í byrjun október 2008 var strax ljóst að skera þyrfti ríkisútgjöld umtalsvert niður, þar með innan heilbrigðiskerfisins. Þáverandi heilbrigðisráðherra hélt blaðamannafund 7. janúar 2009 þar sem hann kynnti grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu. Sameina átti 22 heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni í sex, breyta sjúkrahúsi í nágrannabyggðarlagi höfuðborgarinnar í öldrunarstofnun, hætta skurðaðgerðum á litlum sjúkrahúsum í nágrenni höfuðborgarinnar og fleira. Auk þess voru notendagjöld í heilbrigðisþjónustu hækkuð, hófleg innritunargjöld tekin upp á sjúkrahúsum og verulegur sparnaður í lyfjakostnaði boðaður. Ríkisstjórnarskipti urðu á Íslandi 1. febrúar 2009. Heilbrigðis­ ráðherra nýju stjórnarinnar er úr þeim stjórnmálaflokki á Íslandi sem lengst er til vinstri í stjórnmálum en forveri hans var úr hægri flokki. Miklar breytingar urðu við ráðherraskiptin. Tveimur dögum eftir embættistökuna afnam nýi heilbrigðisráðherrann reglugerð um aukin gjöld í heilbrigðisþjónustunni og innritunargjöld á sjúkrahús. Næstu daga dró ráðherra til baka flestar þær breytingar sem forveri hans í embætti hafði undirbúið og boðað. 25. mars 2009 kynnti heilbrigðisráðherra helstu þætti í hag­ ræðingar aðgerðum á sjúkrahúsum í nágrenni Reykjavíkur. Útgangs punktur inn í tillögum ráðherrans var að stofnanirnar héldu sig innan ramma fjárlaga og að þær aðlöguðu sig meginstarfsemi Landspítalans til langs tíma. Í tillögum ráðherrans var gert ráð fyrir samdrætti í yfirvinnu og vaktagreiðslum, uppsögnum eða samdrætti í verktakagreiðslum til lækna, færri stjórnunarstöðum, niðurskurði í námsleyfisgreiðslum og fleiru. Um 75­80% af rekstrarútgjöldum stofnana, sem veita heilbrigðisþjónustu, eru laun. Árið 2008 bættist að jafnaði 50% ofan á greidd dagvinnulaun vegna yfirvinnu og vaktagreiðslna. Hjúkrunarfræðingar taka til sín tæplega 25% af heildarlaunagreiðslum heilbrigðisstofnana en manna um 23% af heildarfjölda stöðugilda. Yfirvinna hjúkrunarfræðinga var að meðaltali 32% árið 2008. Heildarstefna heilbrigðisráðherra vegna niðurskurðar í heil­ brigðis kerfinu í ár og á næstu árum liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað, í byrjun júlí. Ráðherra hefur þó boðað sam­ einingu heilbrigðisstofnana á Vesturlandi frá 1. janúar 2010 og sameiningu tveggja lítilla stofnana á Norðurlandi frá sama tíma. Þá hefur ráðherra sett nýja lyfjaverðskrá um tvö algeng lyf. Heilbrigðisráðherra leggur mikla áherslu á samráð við íbúa á hverju svæði og hefur í litlum mæli leitað eftir samráði við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt blaðaviðtölum við ráðherrann er útfærðra tillagna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu á þessu og næsta ári að vænta eftir nokkrar vikur. Sú óvissa, sem enn ríkir um þann mikla niðurskurð sem ráðast þarf í innan heilbrigðiskerfisins, gerir stjórnendum stofnana erfitt fyrir um alla skipulagningu starfseminnar. Hætt er við að hagræðing á einni stofnun leiði til aukinna útgjalda á annarri heilbrigðisstofnun þegar samþættingu vantar. Biðin eftir ákvörðunum og tillögum heilbrigðisráðherra veldur einnig óvissu meðal hjúkrunarfræðinga um störf þeirra. Þá gerir óvissa FÍH erfitt fyrir með að skipuleggja stuðning sinn og vinnu fyrir félagsmenn sína.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.