Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 20106 Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is HEILSUEFLING OG FORVARNIR Á LITLUM OG MEÐALSTÓRUM VINNUSTÖÐUM Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til að fræða fólk um heilsusamlega lifnaðarhætti. Starfsmenn verja stórum hluta vökutíma síns á vinnustaðnum og því er hentugt að hafa þar áhrif á heilsutengda hegðun hjá stórum hópi fólks. Rannsóknir hafa sýnt að markviss heilsuefling á vinnustað bætir heilsu starfsmanna og dregur úr veikindafjarvistum og hættu á hinum margvíslegustu sjúkdómum. Heilsuefling stuðlar enn fremur að markvissari slysavörnum á vinnustað ásamt því að auka starfsánægju starfsmanna og atvinnurekenda. Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmennta­ áætluninni, snerist um heilsueflingu á vinnustöðum. Þrjú lönd, Ísland, Írland og Ítalía, tóku þátt í verkefninu sem beindist að því að útbúa fræðsluefni um hvernig efla mætti heilsu starfsfólks í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sérstaklega á landsbyggðinni. Í framhaldinu voru haldin námskeið í öllum þátttökulöndunum. Námskeiðin voru á háskólastigi og ætluð bæði þeim sem starfa eða áhuga höfðu á að starfa við heilsueflingu á vinnustöðum og vinnuvernd sem og stjórnendum fyrirtækja. Hér á eftir verður farið yfir hvað vitað er um heilsueflingu og forvarnir á vinnu­ stöðum. Ég mun einnig fjalla um rann­ sókn sem ég gerði árið 2007 en hún var fyrsti hluti verkefnisins Hraust saman og lokaverkefnið mitt í meistaranáminu í lýðheilsufræðum. Þetta var þarfagreining þar sem markmiðið var að meta hvort þörf væri á nýju kennsluefni og nám­ skeiði um forvarnir og bætta heilsu starfsmanna í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Markhópurinn voru allir hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarforstjórar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á landsbyggðinni, allir sjúkraþjálfarar í Félagi íslenskra sjúkraþjálfara, allir iðjuþjálfar í Iðjuþjálfafélagi Íslands, allir heimilis læknar í Félagi íslenskra heimilis lækna og allir félagar í Vinnu­ vist fræðifélagi Íslands. Alls svöruðu 254 einstaklingar spurningalistanum. Könnuð voru viðhorf, áhugi, hæfni, þekking og fræðsluþarfir er varða heilsueflingu á vinnustöðum. Í lokin mun ég einnig ræða möguleika hjúkrunarfræðinga á að starfa við heilsueflingu á vinnustöðum sem og námskeið er snúa að heilsuvernd og heilsueflingu á vinnustöðum. Hvað er vitað? Slæmar vinnuaðstæður, kyrrseta og vinnu tengd streita valda andlegri og líkamlegri vanheilsu (Quillian­Wolever og Wolever, 2003) og óheilbrigðir lifnaðarhættir verða sífellt algengari. Rannsóknir hafa sýnt að óheilsusamlegt mataræði og hreyfingarleysi tengist krabbameini og langvinnum sjúkdómum (Sorensen o.fl., 2005). Langvinnir sjúk­ dómar eru algengasta dánarorsökin í heiminum nú um stundir og að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, (2007) eru þeir orsök u.þ.b. 60% allra dauðsfalla í heiminum. Bæta má lifnaðarhætti okkar með árangurs ríkri heilsueflingu og forvörnum. Ýmis rök eru fyrir því að auka heilsu eflingu og forvarnir, þar á meðal efnahagsleg þar sem bág heilsa er kostnaðarsöm og Ása Fríða Kjartansdóttir er hjúkrunarfræðingur, B.Sc., með meistarapróf í lýðheilsu­ fræðum, MPH, og vinnur við rannsóknir hjá Cutis ehf. Nýr Nicorette plástur – nú sterkari og nánast ósýnilegur Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Hjá þeim sem finna fyrir aukinni reykingaþörf eða hafa notað forðaplásturinn einan og sér, án árangurs, getur skjótvirkt Nicorette nikótínlyf, t.d. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða innsogslyf, samtímis forðaplástrinum, skilað árangri fyrr. Nicorette Invisi 25 mg er sterkasti nikótínplásturinn á markaðnum í dag Nýtt! Nic_plastur_A4.indd 1 7.4.2010 10:41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.