Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201040
Aðrir efnisþættir greinarinnar
Meðal annarra þátta, sem fjallað var um í
greininni, voru áhrif efnahags kreppunnar
á manneklu í hjúkrun, áherslur í kjara
samningum Félags íslenskra hjúkrunar
fræðinga, áhrif efna hags kreppunnar á
menntunarmál hjúkrunar fræðinga, og
áherslur og aðgerðir Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Í lokaorðum greinar
innar kemur fram að erfiðir tímar bíði
hjúkrunarfræðinga á Íslandi eins og
annarra landsmanna. Heilbrigðiskerfið er
ein af grunnstoðum samfélagsins og
mikilvægt að viðhalda þeim góða árangri
sem náðst hefur í heilbrigðisþjónustunni.
Þekking og færni hjúkrunarfræðinga
og annarra heilbrigðisstarfsmanna
er grunnurinn sem heilbrigðiskerfið
byggist á. Því er mikilvægara en nokkru
sinni að tryggja áfram góða menntun
hjúkrunarfræðinga og að nægur fjöldi
hjúkrunarfræðinga brautskráist, að ný
þekking verði nýtt í kerfinu og þess gætt
að niðurskurðurinn leiði ekki til flótta
hjúkrunarfræðinga úr landi.
Í kreppunni felast þó einnig tækifæri.
Skortur á hjúkrunarfræðingum á Íslandi
er nú líklega tímabundið minni en nokkru
sinni og veitir það mörg sóknar færi fyrir
hjúkrunarfræðinga. Það gefur okkur
gríðarlega möguleika á að efla gæði
hjúkrunar og að sýna fram á árangur
hjúkrunarmeðferðar, sýna fram á hvað
hjúkrunarfræðingar gera. Hjúkrunar
fræðingar geta líka tekið að sér aukin
verkefni, til dæmis innan heilsugæslunnar
í almennri móttöku, heilsuvernd og
fleiru. Hjúkrunarfræðingar geta stóraukið
almenna og sérhæfða heimahjúkrun. Efla
þarf sjálf stæð störf hjúkrunarfræðinga á
landsbyggðinni. Hjúkrunarfræðingar þurfa
að taka virkari þátt í eftirliti og meðferð
skjólstæðinga með langvinna sjúkdóma,
til dæmis við móttöku á hjúkrunarstofum,
og sækja þarf fast að hjúkrunarfræðingar
fái takmarkað leyfi til lyfjaávísana.
Í kreppunni felast þó einnig sannarlega
hættur. Sú hætta er fyrir hendi að yfirvöld
grípi til einhverra þeirra aðgerða sem
hafa varanleg áhrif á heilbrigðiskerfið
og sem leiða til þess að fækka þurfi
hjúkrunarfræðingum. Staða hjúkrunar
og hjúkrunarfræðinga á Íslandi er því
hvergi nærri trygg þó skortur á hjúkrunar
fræðingum til starfa sé nú tímabundið
minni en áður.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun
hér eftir sem hingað til leggja áherslu á
upplýsingagjöf og þjónustu við félags
menn sína. Í komandi kjarasamningum
mun félagið leggja megináherslu á að
vernda störf hjúkrunarfræðinga. Félagið
mun einnig auka enn þátttöku sína í
opinberri umræðu um heilbrigðismál
með það að leiðarljósi að þekking og
færni íslenskra hjúkrunarfræðinga nýtist
sem best til að tryggja góða og örugga
hjúkrunarþjónustu.
Hvert stefnir?
Síðan þessi grein var rituð fyrir ICHRN
hafa enn orðið umtalsverðar breytingar.
Nýr heilbrigðisráðherra hefur tekið
við embætti, nýr forstjóri Landspítala,
breytingar verið gerðar á stjórnskipulagi
stofnana, stofnanir verið sameinaðar
og fleira. Þá hefur einnig skýrst að
einhverju leyti hvers er að vænta í
niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á árinu
2011. Fjármálaráðherra hefur upplýst
að skera þurfi ríkisútgjöld niður um 50
milljarða árið 2011. Heilbrigðisráðherra
tilkynnti á fundi 18. mars 2010 að
niðurskurður í heilbrigðisþjónustu yrði
mun meiri og sársaukafyllri árið 2011 en
á yfirstandandi ári. Ráðherra tilkynnti um
30% niðurskurð á greiðslum til sjálfstætt
starfandi sérfræðilækna, um að ákveðinni
þjónustu bæði á landsbyggðinni og
á höfuðborgarsvæðinu yrði hætt,
að minnsta kosti tímabundið, og að
forgangsraða þyrfti þeim sjúklingum sem
fengju ákveðna heilbrigðisþjónustu. Þá
hefur forstjóri Landspítala lýst því yfir
að miðað við fyrstu áætlanir um rekstur
2011 stefni í fjöldauppsagnir á þeirri
stofnun.
Af þessu má ljóst vera að verkefnin
fram undan eru erfið, hvort heldur litið
er til hjúkrunarþjónustu eða heilbrigðis
þjónustunnar í heild. Sameigin legt verk efni
heilbrigðis starfsmanna og landsmanna
allra verður að ná því besta mögulega
úr heilbrigðiskerfinu með verulega minna
fjármagni en áður. Verkefnið er að verja
heilbrigðiskerfið og lágmarka þann skaða
sem óhjákvæmilegt er að heilbrigðiskerfið
verði fyrir.
Frekari lestur:
Lög um heilbrigðisþjónustu nr.
40/2007.
Fjárlög fyrir árið 2009. Alþingi 2008.
Ögmundi stillt upp við vegg, frétt á
mbl.is 25. júní 2009.
Fréttir frá heilbrigðisráðuneytinu:
Skipulagsbreytingar heilbrigðis þjón
ustu nnar í landinu, 7. janúar 2009.
Reglugerð um hlutdeild
sjúkratryggðra í kostnaði vegna
heilbrigðisþjónustu, 29. desember
2008.
Innritunargjöld á sjúkrahús og heil
brigðis stofnanir felld niður, 3.
febrúar 2009.
St. Jósefspítali samhæfður starfsemi
Lands pítala, 19. febrúar 2009.
Sparnaður og skert kjör í stað stór
felldra uppsagna starfsmanna, 25.
mars 2009.
Átta heilbrigðisstofnanir sameinast
um áramótin, 12. maí 2009.
Stofnanir í Fjallabyggða sameinaðar,
12. júní 2009.
Ný lyfjaverðskrá tekur gildi, 3. mars
2009.
Hugsaðu
dæmið til enda
Fáðu ráðgjöf í síma 595 3400
Hvar er þínum séreignarsparnaði best borgið?
Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is
Ó
· 1
31
75