Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 51 Ritrýnd fræðigrein aðgerð (fimm svarmöguleikar frá „minna en 7 dagar“ til „meira en 6 mánuðir“). Spurningar um verki fyrir og eftir aðgerð, styrk og lengd verkja fyrir aðgerð, styrk verkja strax eftir aðgerð og um væntingar til verkja eru fengnar úr rannsókn Herdísar Sveinsdóttur og Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur (1994) og eru ekki á lista bandarísku verkjasamtakanna. (2) Áhrif verkja á daglegt líf. Með notkun tölukvarða (frá 0=engin áhrif til 10=gætu ekki haft meiri áhrif) var spurt um truflandi áhrif verkja á daglegar athafnir, skap, getu til göngu, samskipti við annað fólk, svefn og getu sjúklings til að hósta, draga djúpt andann og/eða hreyfa sig í rúmi. (3) Ánægja með verkjameðferð. Til að meta ánægju með verkjameðferð var notaður tölukvarði frá 0 til 5 þar sem 0 þýðir „mjög óánægður“ og 5 „mjög ánægður“. Spurt var um ánægju með verkjameðferðina og með viðbrögð hjúkrunarfræðinga og lækna þegar sjúklingur lét vita um verki. (4) Biðtími sjúklinga eftir verkjalyfjum og mat á verkun verkjalyfja. Spurt var um biðtíma eftir verkjalyfjum (sjö svarmöguleikar frá „bað aldrei um verkjalyf“ til „bað um verkjalyf en fékk ekki“); hvort verkjalyfið hefði dugað (já/nei); hvort sjúklingar hefðu beðið um stærri skammt eða annars konar lyf til að vinna bug á verknum (já/nei) og um biðtíma sjúklinga eftir stærri skammti eða öðru lyfi (sex svarmöguleikar frá „minna en 1 tími“ til „fékk ekki stærri skammt/annað lyf“). (5) Mat sjúklinga á fræðslu um verki og verkjameðferð. Leitað var upplýsinga um hvort sjúklingar hefðu fengið upplýsingar um að verkjameðferð væri mikilvæg og því skyldu þeir tilkynna um verki (já/nei); hvort læknir og/eða hjúkrunarfræðingur hefðu sagt sjúklingum að þeir yrðu hugsanlega með verki eftir aðgerð (já/nei); hvort sjúklingar hefðu fengið upplýsingar um mikilvægi verkjameðferðar í tengslum við skurðaðgerð (já/ nei) og hvort upplýsingar um verkjameðferð í tengslum við skurðaðgerð hefðu verið gagnlegar eða gagnslausar (mælt á tölukvarða 0 til 5 þar sem 0 stendur fyrir „gagnslausar upplýsingar“ og 5 fyrir „mjög gagnlegar upplýsingar“). Fyrsta spurningin var fengin úr bandaríska listanum, hinar þrjár voru frumsamdar af höfundum. (6) Viðhorf til verkja og verkjameðferðar. Viðhorfin voru mæld með sjö fullyrðingum sem sjá má í töflu 4. Svarmöguleikar eru frá 0 til 5 þar sem 0 stendur fyrir „alls ekki sammála“ þessari fullyrðingu og 5 „mjög sammála“. Atriðagreining (Chronbachs­α) bandarísku útgáfu viðhorfalistans hefur mælst 0,72 (American Pain Society Quality of Care Committee, 1995) og á Íslandi 0,68 (Ólöf Birna Kristjánsdóttir o.fl., 2000) og 0,77 (Elínborg G. Sigurjónsdóttir o.fl., 2001). Sambærilegur áreiðanleiki kom fram hjá okkur (Chronbachs­α = 0,73). Fleiri stig á kvarðanum þýðir að viðhorf sjúklinga hamli líklega góðri verkjameðferð og fá stig að viðhorfin hamli líklega ekki. Rannsóknarleyfi Siðanefnd LSH, lækningaforstjóri og hjúkrunarforstjóri veittu heimild til rannsóknarinnar. Tilkynning var send til Persónuverndar. Eftir að leyfi fékkst frá siðanefnd Landspítala var sent kynningarbréf um rannsóknina til yfirmanna þeirra deilda þar sem rannsóknin fór fram. Framkvæmd gagnasöfnunar Hjúkrunarfræðingar á legudeild sögðu sjúklingum, sem uppfylltu þátttökuskilyrði, frá rannsókninni og fengu samþykki fyrir því að rannsakandi kynnti rannsóknina frekar fyrir þeim. Ef sjúklingur samþykkti að taka þátt afhenti rannsakandi honum kynningarblað ásamt samþykkisblaði og kynnti honum rannsóknina. Spurningalistar voru afhentir sjúklingum á legudeild að kvöldi aðgerðardags eða daginn eftir aðgerð. Hvaða dagur var valinn var háð umfangi skurðaðgerðar og var ákvörðun tekin í samráði við hjúkrunarfræðinga á deild. Tölfræðileg úrvinnsla Öll gagnaúrvinnsla fór fram í SPSS 12.0. Við úrvinnslu gagna var beitt lýsandi tölfræði (meðaltal og staðalfrávik) og ályktunartölfræði. Til að kanna samband breyta var notaður Pearson­fylgnistuðull og t­próf eftir því sem við átti. Almenn viðmið við túlkun á tengslum eru að fylgni á bilinu 0,1 til 0,3 er veik fylgni, 0,3 til 0,5 er miðlungsfylgni og yfir 0,5 sterk fylgni (Burns og Grove, 2005). Marktæknimörk eru sett við p<0,05. Til að svara rannsóknaspurningum 7 og 8 voru spurningarnar tvær um styrk verkja fyrir aðgerð sameinaðar í breytuna Verkir fyrir aðgerð og spurningarnar fjórar um verk eftir aðgerð í breytuna Verkir eftir aðgerð. Áreiðanleiki beggja breyta var góður (Chronbachs­α=0,81 og 0,86). Jafnframt voru spurningarnar þrjár, sem mæla ánægju, sameinaðar í eina breytu sem kallast Ánægja með verkjameðferð (Chronbachs­α=0,85) og spurningarnar sex um truflandi áhrif verkja settar saman í eina breytu sem var gefið heitið Truflandi áhrif verkja (Chronbachs­α=0,83). Svör þeirra 216 sjúklinga, sem svöruðu öllum spurningalistanum, eru notuð við greininguna. Skoðað var út frá breytum rannsóknarinnar hvort munur væri á svörum eftir því hvenær listanum var svarað. Eini marktæki munurinn, sem kom fram, var að meðalaldur sjúklinga, sem svöruðu að kvöldi aðgerðardags, var lægri en meðalaldur sjúklinga sem gaf ekki upp hvenær þeir svöruðu (F=3,475 (3); p=0,017). Í ljósi þessa var ákveðið að hafa alla sem svöruðu með í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.