Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201010 Áhugi og viðhorf til forvarna og heilsueflingar á vinnustöðum Rannsókn mín var, eins og áður kom fram, þarfagreining í formi netkönnunar. Almennt séð höfðu þátttakendur í rannsókninni mjög jákvætt viðhorf til forvarna og heilsueflingar á vinnustöðum og voru sammála um að mikilvægt sé að mismunandi aðilar vinni saman að þessum málum. Allir voru sammála því að huga þyrfti meira að forvörnum og heilsueflingu á vinnustöðum í þeirra bæjarfélagi. Mismunandi var hvaða aðilar þátttakendur töldu að ættu að sinna því að bæta forvarnir og heilsueflingu í bæjarfélaginu (sjá töflu 1). Nær allir þátttakendur töldu þó mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn tækju þátt í forvörnum og heilsueflingu á vinnustöðum. Einnig kom fram að næstum níu af hverjum tíu þátttakendum höfðu mikinn áhuga á að veita þjónustu á sviði forvarna og heilsueflingar á vinnustöðum. Enn fremur gáfu rúmlega átta af hverjum tíu til kynna að áhugi þeirra myndi aukast ef boðið yrði upp á fræðsluefni og námskeið um heilsueflingu á vinnustöðum. Hæfni til að vinna heilsueflingarverkefni Tæplega tveir af hverjum þremur þátt­ takendum sögðust veita upplýsingar og ráð um heilbrigði á vinnustöðum í sínu núverandi starfi en um þriðjungur sagðist ekki gera það. Meiri hluti þátttakenda, eða átta af hverjum tíu, taldi sig hæfan til að skipuleggja og setja af stað heilsueflingarverkefni á vinnustöðum og sami fjöldi, eða átta af hverjum tíu, taldi sig búa yfir mikilli þekkingu til að veita upplýsingar og ráð um forvarnir og heilsueflingu á vinnustöðum. Á hinn bóginn taldi einungis um helmingur þátttakenda sig vita hvað áhættumat á vinnustöðum fæli í sér og tæplega helmingur taldi sig hafa mikla þekkingu til að gera áhættumat á vinnustöðum. Þessar niðurstöður gefa í skyn að sú þekking, sem þátttakendur töldu sig búa yfir, er ef til vill ekki eins mikil og þeir vildu vera láta. Ef einhver ætlar að veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi heilsueflingu á vinnustöðum er mjög mikilvægt að vita hvað áhættumat á vinnustöðum felur í sér þar sem áhættumatið er stór hluti af vinnuverndarstarfi og því einnig hluti af heilsueflingu á vinnustöðum. Fræðsluþarfir forvarnaraðila Nær allir þátttakendur voru sammála því að fræðsluefni vantaði um forvarnir og heilsueflingu á vinnustöðum ásamt því að þeir vildu fá undirbúningsnámskeið til að geta sinnt forvarnar­ og heilsueflingarstarfi á vinnustöðum. Yfir helmingur þeirra sem svöruðu nefndu að þeir vildu fá ráðgjöf, gátlista, fræðslubæklinga eða skriflegar leiðbeiningar til að styðjast við. Helst var óskað eftir fræðsluefni tengdu streitu og andlegri líðan ásamt fræðsluefni tengdu félagslegum þáttum (sjá töflu 2). Þessi þörf fyrir slíkt fræðsluefni gæti tengst streitu og andlegu álagi á vinnustöðum sem og í samfélaginu í heild, þar sem mikil vinna samræmist oft og tíðum ekki einkalífi fjölskyldunnar. Með þessari könnun var leitast við að kanna fræðsluþarfir á sviði vinnuverndar og heilsueflingar á vinnustöðum og um leið að hvetja til aukins umbótastarfs á því sviði. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að þörf væri á nýjum úrræðum, eins Tafla 2. Fræðsluefni sem óskað var eftir. Það sem helst var leitað eftir er efst í töflunni og það sem minnst var leitað eftir neðst. Streita og andleg líðan á vinnustað Áhrif félagslegra þátta á líðan í vinnunni Áhrif umhverfisþátta (lýsingar, hita, hávaða o.fl.) á líðan í vinnunni Líkamlegir áhættuþættir í vinnunni Ábyrgð og skyldur atvinnurekenda og starfsmanna í sambandi við öryggi á vinnustað Skipulag og stjórnun verkefna er lúta að öryggi og heilbrigði á vinnustöðum Hreyfing Áhættumat Næring og mataræði Lög og reglur um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum Skaðsemi reykinga Skaðsemi áfengis Tafla 1. Aðilar sem sinnt gætu heilsueflingu á vinnustöðum. Atvinnurekendur Aðilar með sérþekkingu á líkamlegum, andlegum og félagslegum áhættuþáttum eða umhverfisþáttum Heilbrigðisstarfsmenn Starfsmenn á vinnustöðum Verkalýðsfélög Símenntunarstöðvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.