Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 5 Ef tekið er með í umræðuna það sem er kallað annars og þriðja stigs forvarnir er ljóst að þær eru mjög stórt atriði í heilbrigðisþjónustunni. En betur má ef duga skal. Yfir okkur vofa mjög stór lífsstílsvandamál sem geta orðið heilbrigðiskerfinu ofviða á næstu áratugum. Leiðin til þess að ráða bug á þeim er ekki að meðhöndla afleiðingar þeirra heldur að koma í veg fyrir að lífsstíll verði að sjúkdómi. Um þetta er hægt að lesa bæði beint og milli lína í blaðinu. Í einni grein er spurt hvort forvarnarstarf og sér í lagi áróður fyrir lífsstílsbreytingum skili viðhlítandi árangri og hvort ekki megi draga lærdóma af markaðsfræði og fleiri fræðigreinum til þess að efla það starf. Heilsuefling er auðvitað ekkert annað en forvarnir og er ýtarleg grein í blaðinu um heilsueflingu í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þá langar mig að benda á grein um útiveru og vellíðan á hjúkrunarheimili og einnig á umfjöllun um útiveru geðsjúklinga í viðtali við Báru Ketilsdóttur. Hreyfing er allra meina bót, segja menn, og kemur greinilega fram hér að hún virðist að minnsta kosti hjálpa til við að lina depurð og fleiri andlega kvillur. Margt bendir til að umræður um forvarnir séu að styrkjast í samfélaginu. Í viðtali við Gísla Níls Einarsson kemur til dæmis fram að að minnsta kosti eitt tryggingarfélag hefur sett þetta mál á oddinn. Þá vil ég einnig benda á fréttapunkt þar sem sagt er frá nýrri vefsíðu um lífsstílsbreytingar. Nú stendur til að sameina landlæknisembættið og Lýðheilsustöð. Úr því gætu orðið til skýr sýn og kröftug hreyfing í forvarnarmálum. Margir í samfélaginu eru til í að leggja þessari hreyfingu lið og ef vel tekst til gætu Íslendingar náð langt á næstu árum. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Ragnheiður Alfreðsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Hildur Magnúsdóttir Sigríður Skúladóttir Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Árún K. Sigurðardóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Jón Aðalbjörn Jónsson Ljósmyndir: Christer Magnusson, Jean Gagnon, Sigurður Bogi Sævarsson o.fl. Próförk: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður, FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Pósthúsið FORVARNIR ERU MÁLIÐ Í þessu tölublaði er talsvert fjallað um forvarnir. Líklega eru for­ varnir stórlega vanmetnar meðal almennings. Oftast hugsa menn bara um það sem fagmenn kalla fyrsta stigs forvarnir. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.