Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 31
Í öruggum höndum.
ógnað við slíkar aðstæður. Í greinargerð
um eftirlit Landlæknisembættisins
með heilbrigðisþjónustu, sem gefin
var út í desember 2009, segir að
embættið hafi gripið til sértækra
eftirlitsaðgerða og breytt áherslum til
að freista þess að efla eftirlit á tímum
niðurskurðar í heilbrigðisþjónustunni.
Landlæknisembættið fylgist sérstaklega
með áhrifum efnahagsráðstafana á heilsu
og velferð landsmanna og aðgerðum
þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu.
Meðal þess sem embættið hefur lagt
sérstaka áherslu á er að óska eftir
upplýsingum frá stofnunum vegna
niðurskurðar. Í september á síðasta
ári óskaði embættið eftir upplýsingum
um mönnun á hjúkrunarheimilum. Þær
upplýsingar hafa nú borist og á grundvelli
þeirra mun embættið leitast við að setja
fram viðmið um lágmarksmönnun á
hjúkrunarheimilum til að tryggja öryggi
þjónustunnar. Sú vinna er þegar hafin og
fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
því sérstaklega.
Aðrar áherslur vegna efnahagsþrenginga
eru tilnefning sérhæfðra vinnuhópa sem
fylgjast með heilsufari landsmanna,
lyfjanotkun, aðsókn að og starfsemi
heilbrigðisstofnana. Einnig tekur embættið
þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og
ráðuneyti sem vakta velferðarþjónustuna
með ýmsum hætti.
Stefna heilbrigðisyfirvalda í
gæðamálum
Árið 2007 settu heilbrigðis og trygginga
málaráðuneytið og Landlæknisembættið
sameiginlega fram stefnumörkun heil
brigðis yfirvalda í gæðamálum til ársins
2010. Þessa stefnu heilbrigðisyfirvalda
er mikilvægt að hafa í huga þegar gæði
og öryggi sjúklinga í heilbrigðiskerfinu eru
vegin og metin, en þar segir meðal annars
að eitt helsta verkefni heilbrigðisyfirvalda
sé að tryggja öryggi, gæði og aðgengi að
heilbrigðisþjónustunni og samtímis stuðla
að sem hagkvæmastri nýtingu þeirra
fjármuna sem til ráðstöfunar eru. Íslensk
heilbrigðisyfirvöld telji mikilvægt að
öryggi sjúklinga fái ríkan forgang á öllum
stigum heilbrigðisþjónustu og gæði heil
brigðisþjónustu byggist að stórum hluta
á því hvernig öryggi sjúklinga sé tryggt í
starf semi heilbrigðisstofnana. Mark visst
gæða starf sé mikilvæg forsenda þess
að almenningur fái faglega, örugga og
hagkvæma heilbrigðisþjónustu og öllum