Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 47 veitt heildræna hjúkrun og sagt frá nokkrum úrræðum sem eru undirstaða annarra meðferðarforma. Átt er við hvernig hægt er að styrkja sjálfan sig til að geta miðlað meðferð og beitingu virkrar hlustunar. Annar hluti fjallar um tíu meðferðarform sem hafa áhrif á hug, líkama og sál, en þekking á slíkum meðferðarformum og mikilvægi þeirra er sífellt að aukast. Þar eru fjallað um sjónsköpun, tónlist, gamansemi, jóga, líftemprun (biofeedback), hugleiðslu, bæn, frásögu, ritun minninga og meðferð með dýrum. Orkumeðferðarform eru tekin saman í þriðja hluta. Þar eru kaflar um ljósameðferð, segulmeðferð, læknandi snertingu, reiki, þrýstipunktanudd, svæða meðferð og hvernig hægt er að móta læknandi umhverfi. Í fjórða hluta er fjallað um meðferðarúrræði þar sem unnið er með líkamann og sagt frá meðferð eins og nuddi, hreyfingu, tai chi og ýmiss konar slökunarmeðferð. Í fimmta hluta bókarinnar er sagt frá fjórum tegundum meðferðar sem eru lífrænar. Þar er átt við ilmolíumeðferð, jurtameðferð, lífræna fæðu og bætiefni. Höfundar ljúka svo bókinni með þremur köflum um tengsl þessara meðferðarúrræða við hjúkrunarstarfið, hvernig hægt er að taka þau upp í menntun hjúkrunarfræðinga og loks leggja þeir áherslu á mikilvægi þess að rannsaka ýmis viðbótarmeðferðarúrræði. Ég mæli sérstaklega með þessari bók og hvet hjúkrunarfræðinga, sem áhuga hafa á viðbótarmeðferð, til að kynna sér hana þar sem hún veitir góðar og gagnreyndar upplýsingar um viðbótarúrræði sem þeir geta nýtt sér til að draga úr verkjum og kvíða og öðrum einkennum sjúklinga sinna. Bókin er tileinkuð hjúkrunar fræðingum sem nota viðbótar meðferð í starfi sínu. Jeanne Mance var fyrsta hjúkrunarkonan í Norður­Ameríku sem ekki var nunna. Hún var fædd 1606 og kom til Montreal 1642 til þess að annast veika í nýlendunni. Hún telst vera einn af stofnendum Montreal og stofnaði 1644 sjúkrahúsið l´Hotel Dieu de Montréal. Jeanne Mance hafði enga formlega þjálfun í hjúkrun en hafði reynslu af því að annast slasaða og veika í þrjátíu ára stríðinu. 1657 fór hún til Frakklands og réð þar þrjár heilbrigðismenntaðar nunnur. Eftir langt og strangt ferðalag gátu þær tekið til starfa í Montreal 1659. Jeanne Mance lést 1673 eftir erfið veikindi. Sjúkrahúsið var fyrst opnað 1642 á heimili Jeanne Mance en formlega stofnað tveimur árum seinna. Það brann og var endurbyggt þrisvar, fyrsta steinhúsið var byggt 1688. 1861 var sjúkrahúsið flutt á nýjan stað þar sem það stendur enn. Sjúkrahúsið hefur átt sinn þátt í sögu læknisfræðinnar en 1868 var þar í fyrsta skipti í heiminum tekið nýra úr sjúklingi og 1981 var þar í fyrsta sinn bjargað sjúklingi með 90% brunasár. Hotel Dieu de Montréal tilheyrir nú Centre hospitalier de l’Université de Montréal sem er samsteypa þriggja sjúkrahúsa. Frímerkið á myndinni var gefið út 18. apríl 1973 í tilefni að því að þá voru 300 ár síðan Jeanne Mance lést. Fyrstadagsumslagið er gjöf frá kanadíska hjúkrunarfélaginu. Hjúkrunarfræðingar á frímerkjum AUGLÝSING 1/4 Fréttapunktur ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.