Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201022
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
HJÚKRUNARHETJUR
ENGILL SÍBERÍU
Til eru margir hjúkrunarfræðingar sem hafa sinnt starfi
sínu við erfið skilyrði og jafnvel með lífið að veði. Einn
þeirra var sænska konan Elsa Brändström. Hún bjó
reyndar lítið í Svíþjóð heldur varði ævi sinni að mestu í
Rússlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Elsa Brändström var fædd 1888 í Pétursborg í Rússlandi þar sem faðir hennar starfaði
um tíma. Hún hlaut kennaramenntun í Svíþjóð en þegar faðir hennar varð sendiherra
Svía í Rússlandi flutti fjölskyldan aftur til Pétursborgar. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall
á gerðist hún sjálfboðaliði og hlaut stutta þjálfun sem stríðshjúkrunarfræðingur. Hún
var send til Síberíu þar sem hún sá meðal annars um hermenn sem höfðu misst útlim.
Þar sem stríðandi fylkingar skiptust á sárum mönnum kynntist hún bæði rússneskum
og þýskum hermönnum. Hún barðist ötullega fyrir aðbúnaði og réttindum þýskra
stríðsfanga og var fyrir vikið kölluð „engill Síberíu“. Ári seinna var hún komin í samstarf
við sænska Rauða krossinn og annaðist hjúkrun í járnbrautarlestum sem fluttu þýska
stríðsfanga aftur til Þýskalands og fóru aftur heim með særða rússneska hermenn.
Starfaði hún þá meðal annars með Johan Wilhelm Sarwe, sænskum trúboða sem varði
stærsta hluta ævi sinnar í Rússlandi.
Elsa Brändström.
YFIRLIT YFIR HEILBRIGÐISMÁL
Efnahags og framfarastofnunin (OECD) gaf nýlega út ritið
„Health at a Glance 2009: OECD indicators“. Þetta rit
kemur út annað hvert ár og má í því finna upplýsingar um
heilbrigðismál í 30 aðildarríkjum stofnunarinnar.
Bókin skiptist í sjö kafla sem fjalla um heilbrigðisástand, áhrifaþætti heilsufars aðra en
læknisfræðilega, mannafla, starfsemi heilbrigðisþjónustunnar, gæði, aðgengi, heilbrigðisútgjöld
og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Í bókinni er fjöldi mynda auk taflna og skýringatexta.
Meðal annars kemur fram að hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök í flestum
löndum OECD, örlítið algengari á Íslandi en meðaltalið. Hins vegar eru banaslys í umferðinni
tiltölulega færri á Íslandi en að meðaltali í OECD-löndunum. Ungbarnadauði er næstminnstur