Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 43 að gera það allan tímann. Okkur hefur stundum verið bent á að byrja á einhverju afmörkuðu sviði, eins og endurhæfingu, en við höfum ekki viljað gera það.“ Í febrúar 2005 var skýrslan tilbúin. Í henni var kynnt viðskiptahugmyndin og einnig gert hagkvæmismat sem kom vel út. „Við kynntum skýrsluna fyrir landlækni, heilbrigðisráðuneytinu og Krabbameinsfélaginu. Við fengum alls staðar hvatningu til að halda áfram,“ segir Ingibjörg. Þeim tókst að útvega loforð um fjármagn hjá nokkrum einkaaðilum og var vinnan við að koma miðstöðinni á fót komin á góðan skrið þegar fjármálakerfið hrundi haustið 2008. Dýrmætar gjafir á leiðinni Á meðan skýrslan var í smíðum gerðist ýmislegt sem hjálpaði til við að skerpa sýnina og styðja við þeirra hugmyndir. Þær Herdís og Ingibjörg höfðu áður kynnst Breast Institute í Nottingham í Bretlandi og þeim leiðbeiningum sem Evrópusambandið gerir kröfur um að hafðar séu til hliðsjónar þegar stofnaðar eru sérhæfðar brjóstameinsmiðstöðvar. Einnig gáfu Samtök evrópska krabbameinsfélaga út reglur um réttindi krabbameinssjúklinga og leiðbeiningar voru gefnar út á Norðurlöndunum um hvernig endurhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga skyldi vera háttað. Þessar leiðbeiningar og reglur um réttindi studdu hugmyndafræði Herdísar og Ingibjargar. „Þetta var allt hvatning fyrir okkur og sýndi að þessar hugmyndir væru ekki órar í okkur,“ segir Ingibjörg. „Það er alltaf talað um hvað heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga sé framúrskarandi og það er rétt að mörgu leyti. Við höfum náð langt í að lækka dánartíðni og halda einkennum í skefjum en erlendis er farið að horfa á aðra þætti. Nú eru margir sem lifa lengi með langvinnan sjúkdóm og þeir gera aðrar og nýjar kröfur til heilbrigðiskerfisins.“ Starfsmannastefnan Í hugmyndum þeirra Herdísar og Ingibjargar er heildræna þjónustan önnur grunnstoðin en hin er starfsmannastefna miðstöðvarinnar. Þetta tvennt vinnur saman að þeirra mati. Ef farið yrði út í að stofna brjóstameinsmiðstöð þyrfti að hugsa vel hvernig hlúð er að starfsmönnum. Líðan starfsmannanna endurspeglast í þeirri þjónustu sem þeir veita. Herdís og Ingibjörg vilja búa til vinnustað sem veitir starfsmönnum tilgang og samkennd. Eins þurfa starfsmenn að hafa skýra sýn á sitt þjónustuhlutverk. Mikilvægt er að starfsfólk sé samhent og bæði hæft og tilbúið til að vinna saman yfir mörkum fagstétta. Rannsóknir hafi sýnt að samvinna hefur jákvæð áhrif á umönnun og veitir einnig starfsfólkinu ánægju. Þá gætu samlegðaráhrif leitt til þess að kostnaður minnkaði. Samstarf við starfsfólk Landlæknisembættisins Í umræðum við starfsfólk Landlæknis­ embættisins kom upp hugmynd um að gera rannsókn á Íslandi til þess að sannreyna hugmyndir Herdísar og Ingibjargar eða hugsanlega afsanna þær. Mikill samhljómur virtist vera í erlendum gögnum en lítið var vitað um viðhorf íslenskra krabbameinssjúklinga. „Við veitum þjónustu og þurfum að hlusta á markhópinn okkar. Hvernig vill fólk hafa þetta? Sérstaklega á það við um fjölskylduna. Nú er mikið talað um fjölskylduhjúkrun, meira en þegar við fórum af stað. Það var eiginlega mest í líknandi þjónustu sem fjölskyldan var höfð með,“ segir Herdís. Í hennar meistaranámi var hún beðin um að ígrunda starf sitt og eitt af því sem hún tók fyrir var aðstandendafræðsla. „Mér brá þegar ég áttaði mig á því að fræðsla mín fyrir aðstandendur hafði alltaf miðast við þarfir hins veika. Ég hugsaði of lítið Fallegt umhverfi skiptir máli fyrir reynslu þjónustuþega. Hugmynd Herdísar og Ingibjargar hefur hlotið nafnið Lífstré.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.