Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 19 „Margir skjólstæðinga okkar hafa algjörlega blómstrað í göngunum,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir. Kátur kvennahópur á göngu á Snæfellsnesi. Í fjarska sést í Snæfellsjökul. „Á þessu ári ætlum við að klífa alls 84 fjöll, bæði tinda sem við höfum gengið á áður með fólkið okkar og aðra sem ekki hafa verið á dagskrá okkar áður. Í sumum ferðum með hópinn okkar förum við á fleiri en eitt fjall í einu. Samanlagt eru þetta um sextíu göngur á ári. Fastur liður er ganga síðdegis á þriðjudögum þar sem við förum á fjöll hér í nágrenni borgarinnar, svo sem í Bláfjöllum, Hvalfirði, Þingvöllum, Hellisheiði og Reykjanesskaga. Mánaðarlega eða oftar förum við síðan í lengri og meira krefjandi fjallgöngur á laugardögum og þá gjarnan fjær borginni, svo sem vestur á Snæfellsnes, upp á hálendi eða austur fyrir fjall. Á sumrin förum við svo í nokkurra daga ferðir á spennandi fjöll enn lengra í burtu og í ár stefnum við á hæstu fjöllin í þremur landshlutum, Kaldbak á Vestfjörðum, Snæfell á Austurlandi og Hvannadalshnúk, hæsta fjall landsins,“ segir Bára og bætir við að mesta stemningin sé í kringum lengri ferðirnar. Askja er ótrúlegur staður „Hópurinn er góður og samheldinn. Við sjáum mikinn mun á þeim sem stunda fjallgöngurnar með okkur reglulega og það er frábært að sjá hve fljótt fólki tekst að byggja upp bæði þol og sjálfstraust. Þeir sem einu sinni drógust alltaf aftur úr og voru kannski óöruggir eru komnir fremst í röðina áður en maður veit af.“ Af þeim fjöllum, sem eru að baki Toppfara, segir Bára að Hekla sé eftirlæti sitt. „Eldgos í fjallinu hafa verið nokkur á sögulegum tíma og hún er virkt eldfjall. Því er hiti í Heklu á tindinum í 1.500 m hæð sem er einstakt og mér finnst sem ég sé að heimsækja lifandi veru. Snæfellsjökull er sömuleiðis heillandi. Á efsta tindi í góðu skyggni sést til þriggja átta út á haf og inn yfir Snæfellsnesið eins og útbreitt landakort þegar litið er til austurs. Þetta er líkast þrívíddarmynd. Af öllum þeim göngum, sem ég hef farið á Íslandi, þá stendur upp úr ganga um Dyngjufjöll, umhverfis Öskjuvatn, sem við fórum í fyrra og allt of fáir hafa farið. Askja er ótrúlegur staður og engum öðrum líkur.“ Hugsjón til heilsubótar Mörgum er á tungu töm sú viðbára að þeir mæti aldrei á líkamsræktarstöðvar „… heldur láti sund, göngur, hjólreiðar eða annað nægja,“ eins og Bára kemst að orði. Í þessu viðhorfi segir hún hins vegar felast ákveðið vanmat, útivera sé alls ekki síðri hreyfing en að fara inn í líkamsræktarsal nokkrum sinnum í viku og púla þar. „Líkamsræktarstöðvar verða alltaf til og eru mikilvægur þáttur í heilsurækt margra, en það er alltaf að aukast að fólk komist á bragðið með að stunda hlaup eða aðra útiveru. Þetta með öðru helst í hendur við aukinn áhuga fólks á nærumhverfi sínu, náttúrunni og bara Íslandi, og þetta er að einhverju leyti afleiðing kreppunnar tel ég. Þegar ég kom hingað til starfa á Kleppsspítala á síðasta ári stóðst ég ekki mátið að fylgja eftir hugsjón minni um að fjallgöngur væru mikilvæg leið til heilsubótar í sálrænum veikindum og fékk að setja fjallgöngur inn í endurhæfingardagskrána. Þetta hefur gefið góða raun. Margir skjólstæðinga okkar hafa algjörlega blómstrað í göngunum og þá ekkert endilega frískasta fólkið. Margir sem voru mjög veikir hafa staðið sig alveg frábærlega enda er tilfinningin að takast á við eitthvað krefjandi og sigra tindinn mikilvæg til sálrænnar uppbyggingar ekkert síður en útiveran sjálf, hreyfingin og hreina loftið.“ Ritstjóri vill benda á áhugaverða tengingu milli þessa viðtals og greinar á bls. 14 um útiveru og vellíðan á Sóltúni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.