Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201012 Gísli hefur fjölbreytta starfsreynslu. Hann byrjaði á sjónum suður með sjó en starfaði svo sem slökkviliðs­ og sjúkraflutningamaður á Akureyri. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri starfaði hann á slysa­ og bráðadeild Landspítalans, vann svo á sjúkra húsinu á Siglufirði og var um tíma í Bosníu á vegum íslensku friðargæslunnar. Eftir heimkomuna leysti hann af sem deildarstjóri á Landspítala og var einnig valinn í hóp sem fór til Tælands eftir flóðbylgjuna miklu. Á þessum tíma tók hann þátt í upp byggingu á fyrirtækinu Inpro sem sérhæfði sig í vinnuvernd og heilsuvernd hjá fyrirtækjum. Á vegum þess starfaði hann á Reyðarfirði þar sem hann sá um sjúkraskýli á vegum Bechtel, verktakafyrirtækisins sem byggði álver Alcoa. Á meðan hann vann þar rann Inpro inn í Heilsuverndarstöðina ehf. og þegar Gísli kom aftur suður kom hann á laggirnar hjúkrunar­ og læknamóttöku fyrir ósjúkratryggða. Á þessum tíma unnu margir útlendingar á Íslandi og Gísli hafði á Reyðarfirði fengið mikla reynslu af því að sinna útlendingum. Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hætti Heilsuverndarstöðin ehf. rekstri og leitaði Gísli því að öðrum starfsvettvangi. Leist strax vel á starfið „Ég frétti að starf forvarnarfulltrúa fyrirtækja hjá VÍS væri laust og hringdi í einn stjórn­ anda VÍS. Mér leist mjög vel á hugmyndir þeirra að nýrri forvarnarstefnu sem svo var byrjað að vinna eftir í lok 2008. Ég tók hins vegar ekki starfið fyrr en ég var sannfærður um að æðstu stjórnendur ætluðu að standa að baki þessari viðhorfsbreytingu meðal starfsmanna með nýrri forvarnarstefnu félagsins.“ Eitt af því sem Gísli hefur lært í meistaranáminu „Stjórnun heilbrigðis­ þjónustu og lýðheilsu“ (MPH­Ex), sem Christer Magnusson, christer@hjukrun.is „VIÐ ERUM ÖLL FORVARNARFULLTRÚAR“ Viðtal við Gísla Níls Einarsson hjá VÍS Menntun hjúkrunarfræðinga nýtist á mörgum stöðum. Fáum dettur þó í hug að leita hjúkrunarfræðings í tryggingafélagi. Gísli Níls Einarsson hefur hins vegar unnið hjá VÍS síðan í október 2008 og tímabært að athuga hvað hann er að gera þar. hann stundar í Háskólanum í Reykjavík, er að það þýðir ekki að reyna að breyta vinnuaðferðum eða hugsunarhætti í heilu fyrirtæki nema æðstu stjórnendur taki virkan þátt í þeim breytingum. „Áður voru tveir forvarnarfulltrúar hjá VÍS – fulltrúi fyrirtækja, sem er ég, og fulltrúi einstaklingsviðskipta. Sú viðhorfsbreyting, sem nú hefur orðið hjá VÍS, er að nú eru allir starfsmenn VÍS forvarnarfulltrúar. Meira að segja forstjórinn,“ segir Gísli. Í starfi sínu á Reyðarfirði kynntist Gísli öryggisviðhorfum og öryggiskröfum Bechtels en þær eru taldar á heimsmælikvarða og boðuðu algjörlega nýja hugsun fyrir Íslendingum sem þar störfuðu. „Það er þessi hugsunarháttur sem við erum að koma á hjá VÍS. Áður þegar sölumaður ræddi við viðskipavin var talað um hvað stóð til að tryggja og svo farið yfir iðgjöldin. „Nú á að byrja á að tala um forvarnir og öryggisatriði. Ef til dæmis forstjóri okkar fer í fyrirtækjaheimsókn byrjar hann strax á bílastæðinu að skoða umhverfið, hvort þar leynist einhver bruna­ eða slysahætta. Á leiðinni inn í fundar­ sal tekur hann eftir hvort til staðar eru slökkvitæki, hvort brunahurðir eru lokaðar og svo framvegis. Svo eru forvarnir það fyrsta sem hann fer að tala um á fundinum,“ segir Gísli. Gildi VÍS eru frumkvæði, áreiðanleiki og umhyggja og á þjónusta félagsins að snúast um þessa þætti. Gísli segir gildið umhyggju hafa sérstaklega mikla þýðingu fyrir sig. „Ég fór í hjúkrun vegna þess að ég vildi sýna umhyggju. Forvarnir eiga að vera birtingarmynd umhyggju okkar fyrir viðskiptavininum.“ Í VÍS er hugsað um forvarnir á sama hátt og í heilbrigðisgeiranum. Gísli segir að í raun sé vinna hans sambærileg við starfið á heilsugæslustöð. Forvörnum er skipt í þrjú stig eftir eðli þeirra. „Fyrsta verkefni okkar er að veita almenna fræðslu um forvarnir. Markmið fræðslunnar er að koma í veg fyrir slys og tjón. Næsta skref er að huga að sértækum áhættuþáttum í ákveðnum atvinnugreinum. Það má bera saman við að huga að einstaklingum þar sem sykursýki eða hjartasjúkdómar eru í fjölskyldunni. Þriðja forvarnarskrefið er að koma í veg fyrir aukinn skaða með því að aðstoða einstök fyrirtæki þar sem tjón og slys eru tíð. Á heilsugæslustöðinni felast þriðja stigs forvarnir til dæmis í að fylgjast með fólki sem hefur sykursýki eða hjartasjúkdóm.“ „Allir starfsmenn VÍS eiga að huga að forvörnum og öryggi í sínum samskiptum við viðskiptavini og hjálpa þeim að forðast að lenda í tjóni eða slysum. Þá stuðlum við einnig að því að fækka slysum og óhöppum í samfélaginu í heild og stuðla að öruggari samfélagi,“ segir Gísli. „Við viljum öll vera forvarnarfulltrúar. Þetta er eins og á sjúkrahúsi, þar ættu allir starfsmenn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.