Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 23 Umsvif Rauða kross Svíþjóðar í Rússlandi var um tíma mjög mikil. Margir Svíar heimsóttu fangabúðir fyrir rússneska hermenn í Þýskalandi og Rauði krossinn sendi þangað hjálpargögn. Flestar hjálparsendingar fóru þó austur á bóginn. Samtals voru 40 járn­ brautarlestir sendar til Rússlands til aðstoðar þýskum stríðsföngum. Rauði krossinn rak um tíma sjúkra­ hús í Samara, eða Kujbísjev eins og borgin hét um tíma. Þýskir stríðsfangar mynduðu 1919 félag sem tók við rekstrinum en fagfólk frá Rauða krossinum var áfram þar við störf. Elsa Brändström var þó aldrei þar heldur aðallega í Síberíu. Starf Elsu var alls ekki áhættulaust. Hún á það sameiginlegt með Florence Nightingale að hafa fengið smitsjúkdóm í starfi. Vegna samskipta hennar við hermennina fékk hún taugaveiki (smit valdurinn er bakterían Rickettsia prowazekii og berst sjúkdómurinn með lúsum, ómeðhöndlaður leiðir hann oft til dauða). Gerlar voru þó ekki eini ógn valdurinn. Eftir byltinguna í október 1917 var Elsa handtekin og sökuð um njósnir en slapp naumlega undan því að vera skotin. Aðrir starfsmenn Rauða krossins voru ekki eins heppnir. Sænski læknirinn Sven Hedblom var 1920 ásamt norskum aðstoðarmanni handtekinn í Sjabarovsk af kósökkum og þeir báðir hengdir. Tveimur árum seinna lést sænski hjúkrunarfræðingurinn Karin Lindskog úr veikindum í Samara. Eftir stríð urðu margir þýskir stríðs fangar eftir í Rússlandi. Vegna borgar styrjaldarinnar í Rússlandi var erfitt að komast heim og rússnesk yfirvöld með takmarkaðan áhuga á málefnum þeirra. Elsa var um kyrrt í Rússlandi til 1920 en sneri þá aftur til Svíþjóðar til þess að safna peningum handa stríðsföngum. Hún hélt fyrirlestra og skrifaði einnig bók um reynslu sína og fór ágóðinn í sjóð. Starf hennar vakti mikla athygli í Svíþjóð og hún hlaut 1920 sænsku Illis Quorum­orðuna. Í Þýskalandi heita götur og skólar eftir henni og gamli kennaraskólinn hennar í Linköping í Svíþjóð ber nú nafn hennar. Eftir að þýsku stríðsfangarnir snéru heim frá Rússlandi tóku ný vandamál við. Margir voru fatlaðir og veikir og áttu erfitt uppdráttar í Þýskalandi þar sem hagkerfið var illa farið eftir stríð. Fyrir söfnunarfé stofnaði Elsa tvö heilsuhæli og barnaheimili fyrir börn látinna hermanna. Hún settist að í Þýskalandi og giftist kennslufræðingnum Robert Ulich. Eftir að nasistaflokkurinn komst til valda neitaði Elsa að vinna fyrir stjórnina. Fjölskyldan var ekki látin í friði og flutti á endanum til Bandaríkjanna 1934 þar sem hún hélt áfram að safna fé handa stríðsföngum og flóttamönnum frá Evrópu. Í lok seinni heimsstyrjaldar safnaði hún fötum og lyfjum handa börnum í Þýskalandi. Elsa Brändström lést 1948 í Cambridge í Bandaríkjunum. Þetta þýska frímerki var gefið út 1951 í röðinni „Hjálparvættur mannkynsins“, góðgerðarmerki fyrir félagslega aðstoð. á Íslandi og einungis í Lúxemborg er hann minni. Þá er áætlað að sykursýki muni hrjá 1,6% Íslendinga árið 2010 og er það lægsta hlutfall í OECD-löndunum. Reykingar eru á undanhaldi og er Ísland meðal sjö landa OECD þar sem minna en 20% landsmanna reykja daglega. Áfengisneysla hefur hins vegar stóraukist á Íslandi eða um 74% síðan 1980. Alkóhóllítrar á mann eru samt færri en að meðaltali í OECD-löndunum. Þá hefur hlutfall of feitra á Íslandi hækkað stöðugt síðan 1990 og var orðið 20% 2007. Til samanburðar var það 3% í Japan og 34% í Bandaríkjunum. Notkun þunglyndislyfja var mest á Íslandi eða 95 dagskammtar á 1.000 íbúa samanborið við meðaltalið í OECD sem var 52. Notkun blóðfitulækkandi lyfja var hér aðeins fyrir ofan meðaltal OECD en sýklalyfja fyrir neðan. Fréttapunktur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.