Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 35 á atvinnu, félagslíf og einkalíf (Guyatt o.fl., 1989). Eldri rannsóknir hafa leitt í ljós að heilsutengd lífsgæði hjartasjúklinga eru verulega skert (Unsar o.fl., 2007; Krumholz o.fl., 1996). Þar sem krans­ æðasjúkdómur er aðaldánarorsök í öllum heimshlutum nú orðið, að undanskilinni Afríku sunnan Sahara, er mikilvægt að gefa þessum sjúklingahópi mikinn gaum, meðal annars með því að meta HL. Rannsóknir á heilsutengum lífs­ gæðum kransæðasjúklinga þjóna nú orðið mikilvægum tilgangi við mat á því hvaða meðferð henti best hverju sinni. Athuganir á þessum atriðum geta verið mikilvægur þáttur í að ákvarða hvort tiltekin meðferð sé áhrifaríkari en önnur (Swenson og Clinch, 2000; Unsar o.fl., 2007). Rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum þessa sjúklingahóps eru sérstaklega nytsamlegar þar sem markmið kransæðavíkkana og opinna hjáveituaðgerða er ekki einungis að lengja líf heldur einnig að minnka einkenni og auka færni einstaklingsins til að sinna daglegum þörfum og athöfnum og þar að leiðandi bæta heilsutengd lífsgæði (Echteld o.fl., 2001). Algengt er í rannsóknum á heilsutengdum lífsgæðum að þau séu mæld fyrir og eftir inngrip, eins og eftir kransæðavíkkun eða hjáveituaðgerð. Næstum án undantekninga hafa báðar þessar aðgerðir jákvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði þessa hóps (Krumholz o.fl., 1996; Pocock o.fl.; 2000; Rumsfeld o.fl., 2003). Í rannsókninni, sem unnin var á hjarta­ deild LSH á árunum 2005­2009, voru heilsutengd lífsgæði mæld hjá sjúklingum fyrir kransæðavíkkun, 6 mánuðum eftir aðgerð og svo aftur 2­3 árum eftir aðgerð. Fyrsta spurningalistanum svöruðu skjólstæðingarnir á meðan þeir lágu inni og biðu eftir kransæðaþræðingu. Öðrum listanum svöruðu þeir sex mánuðum síðar, er þeir komu í eftirlit vegna annarrar rannsóknar er tengdist greiningu á endurþrengslum í stoðneti, og þriðji og síðasti spurningalistinn var sendur heim til einstaklingsins. Voru þá liðin 2­3 ár frá kransæðavíkkuninni. Með þessu móti gat rannsakandi borið saman niðurstöður spurningalistanna fyrir og eftir kransæðavíkkun. Sjúklingarnir svöruðu spurningalistanum áður en vitað var hvort þeir gengjust undir kransæðavíkkun eða einungis kransæðaþræðingu. Ástæða þótti til að ætla að það gæti hugsanlega haft áhrif á svör sjúklingsins ef búið væri að víkka þrönga eða stíflaða kransæð þegar spurningum um heilsutengd lífsgæði væri svarað, það er að skekkja kæmi fram í niðurstöðunum vegna ofmats einstaklingsins á meðferðinni. Við ákváðum í rannsókn okkar að skoða í fyrsta lagi HL fyrir og eftir meðferð, í öðru lagi að bera saman kynin og í þriðja lagi að bera saman þá sjúklinga sem töldust hafa svokallaðan D­persónuleika eða „distressed personality“ og þeirra sem ekki höfðu þann persónuleika. Þeir sem hafa D­persónuleika eru taldir viðkvæmari fyrir mörgum langvarandi sjúkdómum, þar á meðal hjarta­ og æðasjúkdómum. Jafnvel eftir að þeir hafa lokið meðferð eru þeir í meiri hættu á að fá fylgikvilla í kjölfarið og mega búast við hægari bata en aðrir. Þeim sem hafa hinn svokallaða D­persónuleika er lýst þannig að þeir hafi tilhneigingu til að sjá hlutina á fremur neikvæðan hátt og að geyma þessa neikvæðu tilfinningu innra með sér þar sem þeir forðast félagslegt samneyti. Með öðrum orðum eru þessir einstaklingar niðurdregnir og kvíðnir. Í ljós hefur komið að D­persónuleiki er einn af áhættuþáttum kransæðasjúkdóms og eykur einmitt líkurnar á að HL verði minni en ella. Í rannsóknum, sem gerðar hafa verið á hjartasjúklingum með D­persónuleika, hafa HL þeirra mælst einungis þriðjungur og allt niður í sjöttung þess sem aðrir sjúklingar hafa notið (Denollet o.fl., 2000; Pedersen o.fl.,2004). Því ákváðum við að gefa þessum einstaklingum sérstakan gaum í rannsókninni. Mælitækið, er við notuðum til að meta heilsutengd lífsgæði, var spurningalistinn SF­36v2. Talan 36 vísar til fjölda spurninga. SF­36 tilgreinir mat sjúklinga á eigin heilsu, líkamlegri og sálfélagslegri. Listinn telst til almenns spurningalista um mat á heilsutengdum lífsgæðum, það er hann er ekki sjúkdómsmiðaður. Hann hefur verið þýddur yfir á íslensku, margprófaður og staðfærður. Spurningunum er skipt í tvo meginflokka: andlega þætti og líkamlega þætti. Undir hvorum flokki fyrir sig eru undirflokkar. Í upptalningunni hér á eftir koma fram dæmi um spurningar í hverjum flokki. Líkamlegir þættir skipast í: • líkamlega færni (physical functioning): Geturðu gengið upp nokkrar hæðir? • takmarkanir til að stunda atvinnu eða félagslíf vegna líkamlegra óþæginda (role physical): Áorkar þú minna en þú vildir? • verki (bodily pain): Hversu mikið trufluðu verkir þín venjubundnu störf undan farnar fjórar vikur? • almenna heilsu (general health): Almennt séð, hvernig finnst þér heilsa þín vera?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.