Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 53 Ritrýnd fræðigrein ánægju með viðbrögð hjúkrunarfræðinga þegar látið var vita um verki og voru 94,5% þeirra ánægðir eða mjög ánægðir með viðbrögðin og 2,4% voru óánægðir eða mjög óánægðir. 94 sjúklingar svöruðu spurningu um viðbrögð lækna þegar látið var vita um verki og voru 90,4% ánægðir eða mjög ánægðir með viðbrögðin, 4,3% voru óánægðir eða mjög óánægðir. Hversu langur er biðtími eftir verkjalyfjum og hver er reynsla sjúklinga af verkjameðferð? Af 179 (82,9%) sjúklingum, sem svöruðu spurningunni um hvort þeir hefðu beðið um verkjalyf og hver biðtíminn eftir verkjalyfjum væri, sögðust 42 (23,5%) aldrei hafa beðið um verkjalyf og 137 (76,5%) að þeir hefðu beðið um verkjalyf. Biðin var styttri en 10 mínútur hjá 62,6% þeirra en 5% biðu í 11 til 20 mínútur og 2,2% biðu lengur en 60 mínútur. 179 sjúklingar (82,9%) svöruðu spurningunni um hvort verkjalyfið hefði dugað til að slá á verkinn og dugði lyfið hjá 58,1% þeirra en ekki hjá 34,6%. Sjúklingarnir voru einnig spurðir að því hvort þeir hefðu beðið um stærri skammt eða annars konar lyf til að vinna bug á verknum og af 117 (54,2%) sjúklingum, sem svöruðu, höfðu 42 (35,9%) beðið um stærri skammt eða annars konar lyf. Af 66 (30,6%) sjúklingum, sem svöruðu spurningunni um biðtíma eftir stærri skammti, biðu 46 (69,7%) innan við einn tíma, 5 (7,6%) biðu í einn til tvo tíma og 14 (21,2%) fengu ekki stærri skammt eða annað lyf. Hversu algengt er að sjúklingar fái fræðslu um verki og verkja­ meðferð í tengslum við skurðaðgerð og hversu gagnlega telja þeir þá fræðslu? Af 207 sjúklingum, sem svöruðu spurningunni um hvort þeir hefðu fengið upplýsingar um hugsanlega verki eftir aðgerð, sögðust 76,3% hafa fengið upplýsingar en 12,1% mundu ekki eftir því. 137 (66,8%) sjúklingum var sagt að verkjameðferð væri mikilvæg og því skyldu þeir tilkynna um verki. Af 202 sjúklingum, sem svöruðu spurningunni um hvort þeir hefðu fengið upplýsingar um mikilvægi verkjameðferðar, greindu 102 (50,5%) frá því að þeir hefðu fengið slíkar upplýsingar, 61 (30,2%) fengu ekki slíkar upplýsingar og 39 (19,3%) mundu ekki eftir því. Af 137 (63,4%) sjúklingum, sem svöruðu spurningunni um gagnsemi upplýsinga um verkjameðferð í tengslum við skurðaðgerð, fannst 117 (85,4%) þær gagnlegar og 20 (14,6%) þær gagnslausar. Hver eru viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja? Í töflu 4 sést að sjúklingar hafa að mestu leyti jákvæð viðhorf til verkja og verkjalyfja. Heildarmeðaltal fyrir fullyrðingarnar um viðhorf til verkja og verkjalyfja var 1,6 (sf=1,07). Hvert er sambandið á milli eftirtalinna breyta: verkja fyrir skurðaðgerð, verkja eftir skurðaðgerð, tímalengdar verkja fyrir skurðaðgerð, væntinga til verkja, truflandi áhrifa verkja, ánægju með verkjameðferð, gagnlegra upplýsinga um verkjameðferð, viðhorfa til verkja og notkunar verkjalyfja og aldurs? Í töflu 5 sést að sterk fylgni er á milli þess að vera með verki fyrir og eftir aðgerð við truflandi áhrif verkja. Miðlungsfylgni er á milli þess að búast við verkjum eftir aðgerð, við að hafa verki fyrir aðgerð og eftir aðgerð, við truflandi áhrif verkja og við ánægju með verkjameðferð. Neikvæð veik fylgni er á milli aldurs og verkja eftir aðgerð. Einnig er veik fylgni milli aldurs og viðhorfa til verkja og verkjalyfja. Að öðru leyti er um lítil marktæk tengsl að ræða á milli þeirra breyta sem til skoðunar voru. Er munur á verkjaskynjun eftir kynjum? Notað var t­próf til að kanna hvort samband væri á meðaltalsstigum eftirfarandi breyta út frá kyni: Verkja fyrir aðgerð, Verkja eftir aðgerð, væntinga til verkja, truflandi áhrifa verkja, ánægju með verkjameðferð, gagnlegra upplýsinga um verkjameðferð og viðhorfa til verkjalyfja. Niðurstöður þess sýndu að konur voru með marktækt meiri verki eftir aðgerð en karlar (t(109)=2,36; p<0,05), gerðu ráð fyrir meiri verkjum eftir aðgerð en þeir (t(131)=2,33; p<0,05) og hjá konum frekar en körlum höfðu verkir meiri áhrif á daglegar athafnir, líðan og samskipti við annað fólk (t(143)=1,04; p<0,05). Karlar höfðu meiri hindrandi viðhorf en konur til verkja og verkjalyfja t(170)=2,06; p<0,05. Ekki var marktækur munur milli kyns og ánægju sjúklinga með verkjameðferð og gagnlegra upplýsinga um verkjameðferð Tafla 4. Viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja (N=216). Fjöldi sjúklinga er svarar (n) Meðalviðhorf M (sf) * Fólk ánetjast verkjalyfjum auðveldlega 194 (89,8%) 2,4 (1,78) Verkir gefa til kynna að veikindi fari versnandi 193 (89,4%) 2,3 (1,89) Það er auðveldara að þola verkina en að kljást við aukaverkanir sem fylgja notkun verkjalyfja 193 (89,4%) 1,6 (1,71) Spara ætti verkjalyf ef verkirnir kynnu að versna 198 (91,7%) 1,5 (1,84) Góðir sjúklingar forðast að tala um verki 199 (92,1%) 1,4 (1,81) Kvartanir um verki geta beint athygli læknisins frá meðhöndlun veikindanna 192 (88,9%) 1,1 (1,56) Verkjalyf vinna ekki í raun á verkjum 197 (91,2%) 1,1 (1,60) Heildarmeðaltalsstig viðhorfa til verkja og verkjalyfja 1,6 (1,07) *M = meðaltal viðhorfa; sf = staðalfrávik Kvarði 0­5, 0 þýðir að viðhorfin hindra ekki góða verkjameðferð og 5 að viðhorfin hindra hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.