Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201016
Vísbendingar um betri líðan
Sterkar vísbendingar komu fram um betri líðan íbúa með aukinni
útiveru. Niðurstöður um gæðavísa frá hjúkrunarheimilum
á Íslandi sýna að gæði umönnunar haldast stöðug á
milli ára (Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytið, 2007).
Þessi stöðugleiki í gæðavísum rennir stoðum undir að sú
jákvæða breyting, sem kom fram á gæðavísi, hafi tengst
skipulagsbreytingunni.
Umönnunaraðilar tóku eftir því að íbúum leið almennt betur,
voru rólegri, sváfu betur, höfðu meiri matarlyst, voru jákvæðari
og sýndu blik í augum. Þetta fór heldur ekki fram hjá
aðstandendum þeirra.
Í gönguferðunum skapaðist tækifæri til að spjalla um veðrið
og gróðurinn. Íbúar sýndu grænmetisræktinni utanhúss mikinn
áhuga yfir sumartímann, teygðu sig eftir jurtum og blómstrandi
blómum. Stundum voru undirtektirnar undraverðar. Íbúar, sem
sögðu að jafnaði lítið, fóru að brosa og tjá sig. Eftir gönguferðir
komu athugasemdir um hve gaman hefði verið.
Áhugavert var að íbúar reyndust virkari almennt, svo sem í
leikfimi og annarri dagskrá sem viðkomandi stundaði. Einnig
var athyglisvert að gleðin og ánægjan var ekki einungis bundin
við líðandi stund heldur stuðlaði almennt að betri líðan næstu
klukkustundir og jafnvel daga á eftir. Í heildina séð varð allt
yfirbragð íbúa léttara og samvinna við þá betri. Einn þeirra
greindi frá því að hann nyti þess að heyra vindinn í trjánum
þegar hann færi út á göngu.
Jákvæð áhrif útiveru
Vísbendingar hafa komið fram í ýmsum rannsóknum um góð
áhrif útiveru á heilsu. Meðal jákvæðustu áhrifanna af því að
hafa náttúruna fyrir augum eru bætt einbeiting, hraðari bati í
veikindum og minni streita. Til viðbótar þessu eru vísbendingar
um að útivera hafi góð áhrif á tilfinningalíf, hegðun og andlega
líðan, auk þess sem hún ýtir undir samskipti fólks (Sacks,
1984; Taylor o.fl., 2001).
Í rannsókn, sem gerð var á Bretlandi árið 2007, var sýnt fram
á að ef fólk á við þunglyndi að stríða er gott að hreyfa sig. En
hreyfingin gerir meira gagn fyrir heilsuna ef hún er framkvæmd
utandyra en innandyra. Það er óljóst hvað veldur en talið er að
dagsbirtan eigi hluta að máli (Mind 2007).
Í rannsókn, sem Taylor o.fl. (2001) gerðu á börnum með
athyglisbrest, kom í ljós að bein tengsl voru talin vera milli
aukinnar útiveru og bættrar hegðunar þeirra, athygli og
andlegrar virkni.
Til er minnisstæður kafli í lýsingu Sacks (1984) á bata hans
eftir alvarlegt slys á fæti. Eftir rúmlega hálfsmánaðardvöl í
litlu herbergi með engu útsýni og þriðju vikuna á drungalegri
sjúkrastofu var loksins farið með hann út í spítalagarðinn:
Það var sérlega ánægjulegt að vera undir beru lofti því það
hafði ég ekki verið í tæpan mánuð. Hreinn fögnuður ... að
finna sólina verma andlitið og vindinn leika um hárið, heyra
fuglasönginn, sjá, snerta ... lifandi plöntur ... Einhver hluti af
mér vaknaði til lífsins eftir að hafa soltið og dáið, kannski án
þess að ég vissi þegar farið var með mig út í garðinn.
Að auka útivist íbúa á hjúkrunarheimilum
Rannsóknir sýna að öldruðum þyki mikilvægt að komast í
snertingu við náttúruna. Það veitir frjálsræðistilfinningu að
vera ekki alltaf lokaður innan húss. Einnig njóta sumir þess
að hugsa um blóm og garðrækt. Margir hafa ánægju af
göngu í garðinum, fuglasöng eða öldugjálfri við fjöruna. Hljóð
náttúrunnar, svo sem sjávarhljóð, vatnshljóð, dýrahljóð, eru
oftar en ekki róandi svo og ilmurinn af dýrum, trjám og öðrum
gróðri. Þetta veldur oft og tíðum vellíðan og losar um streitu
(Bird, 2007; Frumkin, 2001; Takano o.fl., 2002).
Kaplan og Kaplan (1989) tóku saman niðurstöður fjölda
rannsókna um áhrif náttúrunnar á fólk. Þeir komust að því
að náttúran hafði samstundis þau áhrif á fólk að það varð
ánægðara, yfirvegaðra og streituminna. Þessi ánægja, sem
fólk fann fyrir úti, hafði síðan smitandi áhrif á líðan fólks í
vinnunni, heima hjá sér og almennt í lífinu. Þar að auki hafði
það að vera úti í náttúrinni áhrif á líkamlega líðan til lengi
tíma litið. Þetta koma einnig fram í því að fólk, sem býr í
grennd við útivistarsvæði, virtist vera heilbrigðara en hinir.
Snerting við náttúruna virðist hafa mikil áhrif á líðan fólks.
Niðurstöður benda til að útivistarverkefni og hópþátttaka séu
einmitt fyrirtaksleiðir til að vinna gegn geðrænum kvillum og
fylgifiskum þeirra (Bird, 2007; Townsend, 2006).
Í rannsókn, gem gerð var árið 2005 við Háskóla Íslands um
reynslu dætra af flutningi foreldra sem þjást af heilabilun á
hjúkrunarheimili, kom fram að dæturnar í rannsókninni höfðu
viljað miklu meiri útivist fyrir foreldra sína. Þjálfun og afþreying
var töluvert minni en vonir þeirra stóðu til og alltof lítið var
farið út af stofnununum, til dæmis í göngutúra, að þeirra mati
(Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, 2005).
4.500
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2006 2007 2008
B C D E
Mynd 2. Algengi þunglyndiseinkenna árin 20062008, skipting milli sambýla
B, C, D og E á deild. Kvíði og þunglyndi fer minnkandi á öllum sambýlum,
nema á sambýli D frá 20072008. Mismunur á sambýlum geta að einhverjum
hluta til skýrst af mismunandi sjúklingahópum á sambýlunum.