Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201050 Samband verkja og aldurs hefur verið talsvert rannsakað að undanförnu og virðist ljóst að verkjaupplifun breytist með aldrinum en þörf er á frekari rannsóknum til að skýra það betur (Gagliese, 2009). Niðurstöður rannsókna eftir kynjum eru misvísandi en sumar rannsóknir hafa sýnt að munur á styrk verkja milli kynja sé til staðar en aðrar rannsóknir benda til þess að svo sé ekki (Chung og Lui, 2003; Visentin o.fl., 2005). Yfirlit rannsóknanna hér að framan bendir til þess að skurðsjúklingar finni fyrir verkjum sem koma má í veg fyrir. Í ljósi alvarlegra afleiðinga van­ og ómeðhöndlaðra verkja er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekki algengi, styrk og áhrifaþætti verkja hjá sínum sjúklingahópum og þekki hvernig staðið er að verkjameðferð á þeirra starfsvettvangi. Markmið könnunarinnar, sem hér er greint frá, var að kanna hve algengir og miklir verkir væru hjá sjúklingum fyrir og eftir aðgerð; samband verkja við daglegar athafnir, líðan sjúklinga og samskipti við aðra; mat þeirra á fræðslu um verki og verkjameðferð; viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja; ánægju sjúklinga með verkjameðferð og væntingar sjúklinga til verkja. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknaspurningum: 1. Hvað gera sjúklingar ráð fyrir að hafa mikla verki eftir skurðaðgerð og hve algengir og hve miklir eru verkir fyrir og eftir skurðaðgerð? 2. Hver eru áhrif verkja á daglegar athafnir, líðan og samskipti sjúklinga við annað fólk? 3. Hversu ánægðir eru sjúklingar með verkjameðferð eftir skurðaðgerð og með viðbrögð hjúkrunarfræðinga og lækna þegar sjúklingarnir létu vita um verki? 4. Hversu langur er biðtími eftir verkjalyfjum og hver er reynsla sjúklinga af verkjameðferð? 5. Hversu algengt er að sjúklingar fái fræðslu um verki og verkjameðferð í tengslum við skurðaðgerð og hversu gagnlega telja þeir þá fræðslu? 6. Hver eru viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja? 7. Hvert er sambandið á milli eftirtalinna breyta: styrks verkja fyrir skurðaðgerð, styrks verkja eftir skurðaðgerð, tímalengdar verkja fyrir skurðaðgerð, væntinga til verkja, truflandi áhrifa verkja, ánægju með verkjameðferð, gagnlegra upplýsinga um verkjameðferð, viðhorfa til verkja og notkunar verkjalyfja, aldurs og kyns sjúklinga? 8. Er munur á verkjaskynjun eftir kynjum? AÐFERÐAFRÆÐI Úrtak þessarar lýsandi þversniðskönnunar er þægindaúrtak og takmarkaðist við sjúklinga sem valdir voru af skurðaðgerðalista daginn fyrir áætlaða skurðaðgerð: a) fóru í skurðaðgerð (utan keisaraskurð) á LSH á tímabilinu 6. til 25. febrúar 2006; b) voru 18 ára og eldri; c) voru áttaðir á stað, stund og eigin persónu; d) gátu lesið og skrifað íslensku; e) lágu á sjúkrahúsinu í a.m.k. einn sólarhring eftir skurðaðgerð; f) voru ekki lagðir inn á gjörgæsludeild eftir skurðaðgerð; g) voru metnir hæfir til þátttöku af hjúkrunarfræðingum á deild. Skilyrðin uppfylltu 296 sjúklingar og samþykktu 235 þátttöku. 18 sjúklingar neituðu þátttöku, 12 treystu sér ekki til að svara vegna slappleika, ekki náðist að tala við 17 sjúklinga og 14 voru farnir heim. Útfylltum spurningalistum skiluðu 216 sjúklingar (91,9%). Flestir (66,2%; n=143) svöruðu spurningalistanum á fyrsta degi eftir aðgerð, 35 (16,2%) að kvöldi aðgerðardags, 15 (6,9%) á öðrum degi eftir aðgerð, 2 sjúklingar (0,9%) á þriðja og 2 (0,9%) á fjórða degi, sinn hvor sjúklingurinn á fimmta og sjötta degi og 3 (1,4%) sjúklingar á áttunda degi eftir aðgerð. 14 sjúklingar (6,5%) merktu ekki við á hvaða degi þeir svöruðu. Mælitæki Spurningalisti rannsóknarinnar er byggður á spurningalista sem saminn var af bandarísku verkjasamtökunum í þeim tilgangi að meta gæði verkjameðferðar (American Pain Society Quality of Care Committee, 1995). Að fengnu leyfi samtakanna var spurningalistinn þýddur á íslensku og bakþýddur af reyndum þýðanda. Þýðingarnar voru lesnar yfir af tvítyngdum einstaklingum. Ábendingar frá yfirlesurum um smávægilegar orðalagsbreytingar voru teknar til greina og þannig reynt að tryggja réttmæti þýðingarinnar (Ólöf Birna Kristjánsdóttir o.fl., 2000). Spurningalistinn var forprófaður á 27 sjúklingum af hand­ og lyflækningadeildum á Landspítala og voru ekki gerðar athugasemdir við innihald spurninga, en þátttakendur voru beðnir um athugasemdir við spurningalistann ef þeir hefðu slíkar. Sami spurningalisti var lagður fyrir þægindaúrtak 97 bráðveikra sjúklinga á sama spítala ári síðar (Elínborg G. Sigurjónsdóttir o.fl., 2001) og komu heldur ekki neinar athugasemdir við listann þá. Með spurningalista bandarísku verkjasamtakanna eru skoðuð eftirtalin viðfangsefni sem lúta að verkjum: verkir eftir aðgerð, áhrif verkja á daglegt líf, ánægja með verkjameðferð, biðtími eftir verkjalyfjum, mat á verkjameðferð og viðhorf til verkjameðferðar. Auk þessa eru spurningar ætlaðar göngudeildarsjúklingum sem ekki hafa verið staðfærðar á Íslandi. Í okkar lista höfum við bætt við spurningum um verki fyrir aðgerð, styrk verkja strax eftir aðgerð og væntingar til verkja og er í lýsingu á spurningalistanum hér að neðan greint frá því hvaða spurningum var bætt við. Til að meta innihaldsréttmæti listans lásu sex hjúkrunarfræðingar og sérfræðingar í hjúkrun endanlegan listann yfir. Þeir gerðu ekki athugasemdir við hann. Spurningalisti okkar tekur til sex viðfangsefna og er spurningum, sem meta hvert viðfangsefni, lýst hér á eftir: (1) Reynsla af verkjum. Í sex spurningum var spurt um styrk verkja á tölukvarða 0 til 10, þar sem 0 þýðir „enginn verkur“ og 10 „verkir sem gætu ekki verið verri“. Spurt var um styrk verkja í hvíld og við hreyfingu fyrir aðgerð; þegar sjúklingur mundi fyrst eftir sér eftir aðgerð; þegar sjúklingur svaraði spurningalistanum; versta styrk verkjar sólarhring áður en honum var svarað og styrk verkja að jafnaði síðastliðinn sólarhring. Auk þess var spurt um styrk verkjar sem sjúklingurinn bjóst við að finna fyrir að aðgerð lokinni. Þá var spurt hvort sjúklingur hefði haft verki (já/nei) fyrir og eftir aðgerð og hversu lengi verkir hefðu verið til staðar fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.