Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 45 ÞANKASTRIK Ég hef því litið fram hjá því hve lítið vægi hjúkrunarfræðingarnir virðast fá í þessum sjúkrahúsaþáttum þó það hafi verið erfitt stundum að horfa á House og fylgjast með læknunum taka hrákasýni, vinna úr því sjálfir og bjarga svo heiminum! Gleðin var því mikil þegar byrjað var að auglýsa tvo þætti sem áttu að einblína á hjúkrunarfræðingana fremur en læknana en þessir þættir heita Nurse Jackie og Mercy. Og jú, ég skemmti mér líka vel yfir þeim þáttum en eftir því sem á syrpurnar leið fór að renna upp fyrir mér óhugnanleg staðreynd sem ég hef samviskusamlega lokað á öll þessi ár. Staðreyndin er sú að ímynd hjúkrunarfræðinga í þessum þáttum öllum er vægast sagt skelfileg! Er í alvöru ekki hægt að selja þætti sem sýna hjúkrunarfræðinga í aðeins jákvæðara ljósi? Í Nurse Jackie er aðalhjúkrunarfræðingurinn nokkurs konar ofurmenni sem kann allt, veit allt og getur allt. Hún er líka verkjalyfjafíkill og heldur fram hjá manninum sínum til þess eins að fá lyf til að svala fíkninni. Í Mercy er aðalhjúkrunarfræðingurinn líka nokkurs konar ofurmenni sem fór til Íraks og í kjölfarið kann hún allt, veit allt og getur allt. En hún er líka alkóhólisti og hún heldur líka fram hjá manninum sínum. Fjölskyldulíf þeirra beggja stendur á brauðfótum og þær eru þreyttar, tættar og nánast útbrunnar í vinnunni því þær eru jú þær einu sem geta eitthvað og þurfa því að gera allt! Ekki má gleyma Sam í Bráðavaktinni, einstæðu móðurinni sem berst í bökkum heima fyrir og í vinnunni. Eigum við að ræða hennar vandræði í einkalífinu? Við skulum ekki gleyma því þegar hún Abbý hjúkrunarfræðingur og vinkona okkar í Bráðavaktinni (að sjálfsögðu alkóhólisti með langan lista af erfiðleikum í einkalífinu) var orðin svo góður hjúkrunarfræðingur að hún var að sóa hæfileikum sínum í hjúkrunarfræðina og fór að læra lækninn! Er þá ekki bara betra að hafa enga hjúkrunarfræðinga eins og í House því þar eru nokkurs konar ofurmenni sem bókstaflega gera allt, vita allt og kunna allt. Það kemur sér betur fyrir ímynd hjúkrunarfræðinga að hafa frekar enga starfandi á deildinni en hana grey Oliviu sem tókst að smita hálft sjúkrahús af sárasótt! Má setja svoleiðis í ferilskrána? Í framhaldi af þessum pælingum spurði ég þriggja ára strákinn minn hvort hann vissi hvað mamma gerir í vinnunni. Hann er nefnilega með það alveg á hreinu að pabbi hans, læknirinn, læknar fólk og kíkir í eyrun á litlum börnum. En hvað mamma hans gerir vissi hann ekki þó svo að hann viti að mamma vinnur stundum á nóttunni og fyrir honum er það alveg jafneðlilegt að mamma sofi á daginn eins og að það séu fiskar í sjónum. Hið margumtalaða og mikið notaða hugtak „að lækna“ er auðvelt að útskýra fyrir þriggja ára barni, að lækna er að hjálpa fólki sem er veikt að verða hraust á ný. Hvernig á þá að útskýra hugtakið „að hjúkra“? Þetta er ekki hugtak sem fólki er eðlislægt að nota og það kemur mun sjaldnar fyrir í almennum samræðum. Megininntak beggja hugtaka er þó það sama og því á litli strákurinn minn erfitt með að skilja að læknar lækni en hjúkrunarfræðingar hjúkri þó báðir hópar geri það sama! Kannski er litli strákurinn minn ekki einn um að eiga erfitt með að skilja muninn á þessum tveimur starfsstéttum. Getur það verið að þáttagerðarmenn í útlandinu eigi alveg jafnerfitt með að skilja muninn? Er það kannski þess vegna sem í sumum þáttum eru hjúkrunarfræðingarnir bara alls ekki til staðar? Því það virkar jú bara ruglandi fyrir blessaðan áhorfandann að reyna að átta sig á muninum. Ég skora á Fríðu Björk Skúladóttur að skrifa næsta þankastrik. ÍMYND HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í SJÓNVARPI Frá því ég sá fyrsta þáttinn af Bráðavaktinni hef ég verið einlægur aðdáandi þeirrar þáttaraðar og nánast allra annarra þátta sem fjalla um lífið innan veggja sjúkrahúsanna. Þessa þætti hef ég horft á samviskusamlega og leyft sjálfri mér að loka á gagnrýnisaugað því, jú, þetta eru skemmtiþættir. Eydís Birta Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur á 12G á Landspítala. Eydís Birta Jónsdóttir, eydisbirta@hotmail.com Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.