Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201026 góðar sem vitundarvakning en árangur þeirra er minni en persónuleg tengsl, stuðningur og eftirfylgni. Þess vegna er mikilvægt að fylgja herferðum fast eftir með góðu eftirliti og stuðningi í skólum og heilsugæslu. Fjölrannsóknagreining á 48 auglýsingaherferðum í Bandaríkjunum gegn heilsuspillandi lífsstíl, sem byggðust á félagslegri markaðssetningu (social marketing), sýndi að 9% höfðu snúið frá þeim lífsstíl, ári eftir herferð. Í mildari eða upplýsandi herferðum var árangurinn um 5% (Snyder og Hamilton, 2002). Árangur Reyksímans, eða hlutfall þeirra sem hætta að reykja, er hins vegar um 36% ári eftir upphaf meðferðar enda um persónulega forvarnaþjónustu að ræða. Samskiptafærni heimilislækna og hjúkrunarfræðinga í forvarna- þjónustu lífsstílssjúkdóma Erlendar rannsóknir sýna að góð sam­ skipta færni heilbrigðisstarfsfólks er áhrifarík til að breyta óhollum lífs háttum og eykur lang tímaárangur lífsstíls breytinga. Sam­ skiptafærni byggist á við móti og eftirfylgni ásamt kunnáttu til að upplýsa og leiðbeina þannig að boð skapurinn skiljist og sé meðtekinn á þann veg að þjónustuþeginn breyti hegðun sinni. Samskiptaþættir skipta miklu máli innan markaðsfræða og eru aðal uppistaða mælitækisins SERVQUAL sem er spurningalisti byggður á 5 gæðavíddum: áreiðanleika, trúverðugleika, svörun og viðbrögðum, hluttekningu og áþreifanleika. Þetta mælitæki notaði ég til að skoða þjónustugæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og sér í lagi áhrif samskipta lækna og hjúkrunarfræðinga á lífsstílsbreytingar meðal skjólstæðinga sinna. SERVQUAL byggist bæði á reynslu og væntingum þjónustuþega og hefur víða verið notað innan heilbrigðisgeirans, þó ekki hér fyrr en nú. Uppsetningin er ekki ósvipuð hinu sænska mælitæki KUPP sem sumir hjúkrunarfræðingar þekkja. Svör bárust frá 210 skjólstæðingum. Flestir voru á aldrinum 40­64 ára og langflestir eða 73% leituðu til heilsugæslunnar þrisvar eða oftar yfir árið. Í niðurstöðum kom fram að lítil sem engin tengsl reyndust vera milli samskiptaþátta heimilislækna og hjúkrunarfræðinga og lífsstílsbreytinga skjólstæðinga þeirra. Spurt var hvort fræðsla eða hvatning heimilislæknis eða hjúkrunarfræðings hefði einhvern tímann leitt til lífsstílsbreytinga en við þeirri spurningu voru fleiri svarendur ósammála en sammála. Hér voru lífsstílsbreytingar skilgreindar mjög vítt og tóku til breytts mataræðis, aukinnar hreyfingar, reykingabanns, minnkaðrar áfengisneyslu og/eða koffíndrykkju eða annarar heilsuspillandi iðju. Ýmsar skýringar geta verið á þessari niðurstöðu. Í fyrsta lagi að læknir eða hjúkrunarfræðingur hafi ekki sinnt fræðslu eða hvatningu um gildi lífsstílsbreytingar fyrir skjólstæðinginn. Í öðru lagi er mögulegt að svarendur hafi ekki talið sig þurfa á lífsstílsbreytingu að halda eða í þriðja lagi að þeir hafi ekki verið móttækilegir fyrir fræðslu sem heilbrigðisstarfsmaður taldi sig hafa veitt. Ekki var spurt um notkun áhuga­ hvetjandi samtalstækni eða hugrænnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.