Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201034 Í grein Kolbrúnar og félaga, sem birtist í blaðinu í lok síðasta árs, er fjallað um lífsgæðahugtakið og lífsgæðarannsóknir. Ég mun hér fjalla nánar um rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum (HL) og hvernig staðið var að rannsókn sem unnin var á hjartadeild LSH á mælingum á HL skjólstæðinganna. Mælingar á HL eru mjög víða notaðar í klínískum rannsóknum og varpa ljósi á mikilvægar upplýsingar fyrir heilbrigðis­ starfsfólk. Mælingarnar á heilsu tengdum lífsgæðum gefa mynd af reynslu sjúklingsins af eigin heilsu fari. Þannig geta þessar mælingar endur speglað heilsufar og raðað saman mörgum þáttum sem oft eru kallaðir almenn vellíðan (Wilson og Clearly,1995). Upplýsingarnar, sem fást úr mælingunum, gefa ekki einungis vitneskju um hvort ákveðin meðferð hafi skilað góðum árangri heldur gefa þær einnig innsýn í hvernig sjúklingnum vegnar í hinu daglega lífi. Þær segja til um hvort hann sé einkennalaus og hvort hann hafi getu til að sinna sínum daglegu athöfnum. Á mörgum sviðum heilbrigðisþjónustunnar hafa orðið miklar framfarir við meðferð sjúkdóma og hefur því meðalaldur hækkað og þar að leiðandi langveikum fjölgað. En þegar heilbrigðiþjónustan ræður ekki lengur við að lækna alla sjúkdóma verður markmiðið að hjálpa einstaklingnum að lifa eins góðu lífi og mögulegt er. Hugtakið heilsutengd lífsgæði vísar til skilnings og skynjunar einstaklingsins á því hversu vel honum finnst hann gegna hlutverki sínu í hinu daglega lífi og hvernig honum finnst heilsufar sitt almennt vera (Krumholz o.fl., 1996). Mælingar á heilsutengdum lífsgæðum verða að taka mið af því hvaða sjúklingahóp rannsakandinn er að skoða. Til dæmis þurfa mælingar á heilsutengdum lífs­ gæðum hjartasjúklinga að taka tillit til þeirra beinu áhrifa sem sjúkdómurinn hefur á einstaklinginn, svo sem að þurfa að lifa við verki og hvaða áhrif það hefur PRAXÍS MAT Á HEILSUTENGDUM LÍFSGÆÐUM INNAN HJÚKRUNAR Heilsutengd lífsgæði eru algengt rannsóknarefni hjúkrunarfræðinga. Í fyrra birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga yfirlitsgrein þar sem sagt var frá sögu hugtaksins og hvernig það hefur verið rannsakað. Hér er reifuð reynsla eins hjúkrunarfræðings af því að nýta sér þessa aðferð. Álfhildur Þórðardóttir, alfhildurth@gmail.com Kolbrún Albertsdóttir, Helga Jónsdóttir og Björn Guðbjörnsson (2009). Lífsgæði og lífsgæðarannsóknir. Tímarit hjúkrunarfræðinga 85 (4), 22­29.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.