Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 15
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 11 og fræðsluefni og námskeiðum, sem miða að því að mennta sérfræðinga til að vinna að forvörnum og heilsueflingu í fyrirtækjum. Til umhugsunar Líta má á heilsueflingu á vinnustöðum sem sameiginlegt verkefni starfsmanna og vinnuveitanda þar sem markmiðið er að stuðla að góðri heilsu starfsmanna og þar með að efla mannauð fyrirtækisins. Fram kemur í vinnuverndarlögum nr. 46/1980 að atvinnurekendum beri skylda til að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum sem feli í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir (Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið, 2008). Með því að stuðla að heilsueflingu innan fyrirtækis er vinnuveitandi jafnframt að fjárfesta í mannauði þar sem heilbrigður og frískur starfsmaður er færri daga frá vinnu vegna veikinda ásamt því að vera orku­ og afkastameiri. Það leiðir aftur til aukinnar framleiðni innan fyrirtækisins. Ávinningurinn er á báða bóga og hagur allra er augljós. Starfstækifæri hjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt og liggja víða. Fræðsla og ráðgjöf er stór hluti af starfi hjúkrunarfræðinga. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem áhuga hafa á forvörnum og að efla heilsu vinnandi fólks, hafa möguleika á að starfa við heilsueflingu í fyrirtækjum. Heilsuefling innan fyrirtækja er að mestu í höndum einkarekinna aðila hér á landi og mismunandi er hversu víðtæka þjónustu þeir bjóða. Hjúkrunarfræðingar sinna þar fjölbreyttum verkum, svo sem símaráðgjöf, fræðslu, bólusetningum og heilsufarsmælingum svo dæmi séu nefnd. Störfin, sem í boði eru, eru líklega ekki mörg, sérstaklega nú þegar erfiðir tímar eru og samdráttur er hjá mörgum fyrirtækjum. Þjálfun þeirra sem vilja starfa að heilsu­ eflingu og heilsuvernd á vinnustöðum er ekki nægilega markviss eins og henni er háttað hér á landi. Nú er slík fræðsla í einhverjum tilvikum lítill hluti af námi á sviði heilbrigðisvísinda og verkfræði. Þegar höfundur leitaði upplýsinga um hvaða námskeið væru í boði fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa við heilsueflingu á vinnustöðum kom eftirfarandi í ljós. Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands var ekkert slíkt námskeið í boði núna en þeim fannst mjög áhugavert að skoða það og jafnvel vinna að því að setja upp þannig námskeið. Þar hefur verið boðið upp á námskeið í vinnuvernd ætluð heilbrigðisstarfsmönnum en ekkert námskeið sem snýr að heildar skipu­ lagningu heilsueflingar og forvarna á vinnustöðum. Vinnueftirlitið býður upp á ýmis námskeið á sviði vinnuverndar. Námskeið um gerð áhættumats eru haldin reglulega og þar er einnig í boði námskeið fyrir öryggistrúnarðarmenn og öryggisverði þar sem farið er yfir m.a. áhættumat, birtu, lýsingu og hávaða svo dæmi séu nefnd. Lokaáfangi Evrópska samstarfsverkefnisins Hraust saman (Healthy together) var að Háskólinn í Reykjavík hélt námskeið veturinn 2008 er snerist um heilsueflingu á vinnustöðum, þar voru um 40 manns þátttakendur. Fræðsluefni námskeiðsins var unnið eftir niðurstöðum þarfagreiningarinnar í rannsókn minni. Þessu námskeiði hefur ekki verið haldið áfram í Háskólanum í Reykjavík en er í frekari vinnslu hjá Vinnueftirlitinu. Lokaorð Af framansögðu má ljóst vera að hjúkr­ unarfræðingar ásamt öðrum heilbrigðis­ starfsmönnum og sérfræðingum gegna veigamiklu hlutverki er kemur að heilsu­ eflingu og forvörnum. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og við komandi sérfræðingar eigi kost á því að leita sér þeirrar þekkingar sem þeim finnst á vanta, bæði í formi sérhæfðs fræðsluefnis og með því að setja upp námskeið sniðið að þeirra þörfum. Skipulegri fræðsla og þjálfun á háskólastigi gæti leitt til þess að fleiri heilbrigðisstarfsmenn, sem og aðrir sérfræðingar á ýmsum fagsviðum, hefðu áhuga á að starfa að heilsueflingu og heilsuvernd á vinnustöðum. HEIMILDASKRÁ Campbell, M.K., Tessaro, I., DeVellis, B., Benedict, S., Kelsy, K., Belton, L., o.fl. (2002). Effects of a tailored health promotion program for female blue­collar workers: Health works for women. Preventive Medicine, 34, 313­323. Cohen, L., og Chehimi, S. (2007). The imperative for primary prevention. Í L. Cohen, V. Chavez og S. Chehimi (ritstj.), Prevention is primary: Strategies for community wellbeing (bls. 3­24). Sótt 8. apríl 2007 á http://www.preventionin­ stitute.org/documents/Textbook_chapter1.pdf. European Agency for Safety and Health at Work (2001). Safety and health for small and medium sized enterprises. Sótt 26. mars 2007 á http://sme.osha.europa.eu/publications/ fs2001/. European Foundation for the Improvement of Living and Working Conditions (1997). Preventing absenteeism at the workplace. Research summary. Sótt 25. febrúar 2007 á http://www.eurofound.europa.eu/pub­ docs/1997/15/en/1/ef9715en.pdf. Green, L.W., og Kreuter, M.W. (2005). Health pro­ gram planning. An educational and ecological approach (4. útgáfa). New York: McGraw­Hill. Hagstofa Íslands (2007). Fjöldi launagreiðenda eftir ÍSAT bálkum og starfsmannafjölda 2005. Óbirt gögn. Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið (2008). Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum. Reykjavík: Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið. Lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Matthías Halldórsson (2006). Langvinnir sjúk­ dómar. Sótt 17. maí 2007 á http://www.land­ laeknir.is/template1.asp?pageid=1059. O’Donnell, M.P. (2002). Evolution of workplace health promotion. Í M.P. O’Donnell (ritstj.), Health promotion in the workplace (3. útgáfa, bls. xiv­xxvi). New York: Delmar. Quillian­Wolever, R.E., og Wolever, M.E. (2003). Stress management at work. Í J.C. Quick og L.E. Tetrick (ritstj.), Handbook of occu­ pational health psychology (bls. 355­375). Washingtonborg: American Psychological Association. Shain, M., og Kramer, D.M. (2004). Health promo­ tion in the workplace: Framing the concept; Reviewing the evidence. Occupational and Environmental Medicine, 61, 643­648. Sorensen, G., Barbeau, E., Stoddard, A.M., Hunt, M.K., Kaphingst, K., og Wallace, L. (2005). Promoting behaviour change among working­class, multiethnic workers: Results of the healthy directions – small business study. American Journal of Public Health, 95, 1389­ 1395. Stokols, D., McMahan, S., og Phillips, K. (2002). Workplace health promotion in small business­ es. Í M.P. O’Donnell (ritstj.), Health promotion in the workplace (3. útgáfa, bls. 493­518). New York: Delmar. Tetrick, L.E., og Quick, J.C. (2003). Prevention at work: Public health in occupational settings. Í J.C. Quick og L.E. Tetrick (ritstj.), Handbook of occupational health psychology (bls. 69­95). Washingtonborg: American Psychological Association. Thomson, P., og Kohli, H. (1997). Health promo­ tion training needs analysis: An integral role for clinical nurses in Lanarkshire, Scotland. Journal of Advanced Nursing, 26, 507­514. WHO (2007). Chronic diseases and health promo­ tion. Sótt 14. mars 2007 á http://www.who. int/chp/en/. WHO (2005). The Bangkok charter for health promotion in a globalized world. Sótt 9. sept. 2007 á http://www.who.int/healthpromotion/ conferences/6gchp/hpr_050829_%20BCHP. pdf.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.