Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 5
Sumir félagsmenn, sérstaklega þeir sem yngri eru og lesa minna af dagblöðum og tímaritum,
vilja frekar sjá lægri félagsgjöld og minni pappírseyðslu. Samkvæmt skoðanakönnun eru þeir
í minnihluta en spurningin er réttmæt engu að síður.
Stutta svarið er að tímaritið er eitt af því sem heldur samfélagi hjúkrunarfræðinga saman.
Það er líka málgagn hjúkrunarfræðinga. Hér geta þeir komið vitneskju sinni og skoðunum á
framfæri við aðra hjúkrunarfræðinga en einnig við almenning. Athugið að ég skrifaði „málgagn
hjúkrunarfræðinga“ og ekki málgagn hjúkrunarfélagsins. Nafn blaðsins er ekki Tímarit Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga og fyrir því er gild ástæða. Samfélag hjúkrunarfræðinga hefur
miklu víðari skírskotun en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hins vegar fjallar blaðið einnig
um félagsstarfið því það er mikilvægur hluti af samfélagi hjúkrunarfræðinga og starfsmenn
félagsins eru duglegir að senda inn greinar og fréttaefni.
Hjúkrunarfræðingar fundu snemma þörf fyrir að gefa út tímarit og á næsta ári verður
gefinn út 90. árgangurinn. Hins vegar hefur margt breyst síðan 1925 og ekki síst síðan
veraldarvefurinn varð til. Ritnefnd skoðar nú með hvaða hætti mætti gefa blaðið út rafrænt
en núverandi rafræn birting er ekki lifandi og heilsteypt tímarit. Á komandi árum munu menn
eflaust finna nýjar leiðir að rafrænu blaði og jafnvel nýjar aðferðir til þess að efla samstöðu
og samskipti hjúkrunarfræðinga.
Lengsta greinin í þessu tölublaði fjallar um úrsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga úr
Bandalagi háskólamanna. Aðdragandinn var langur og eftirmálin hafa tekið fjögur ár. Nú er
málið loks úr sögunni og við hæfi að Elsa B. Friðfinnsdóttir, sem nú hættir sem formaður,
fái að gera það upp. Í hennar tíu ára formannstíð hefur spurningin um að vera eða vera
ekki í BHM alltaf verið á dagskrá. Það er nokkuð ljóst að hjúkrunarfræðingar þrífast ekki
í heildarsamtökum. Stéttarfélag þeirra er of stórt fyrir flest samtök og baráttumálin eru að
mikilvægum hluta til önnur.
Næsta vetur mun félagið vinna að sínum öðrum kjarasamningi eftir að sambúðinni við BHM
lauk. Hugsanlega verður eftir það hægt að leggja mat á hversu vel félaginu hefur vegnað í
kjarabaráttunni utan BHM. Ljóst er að úrsögnin hefur að öðru leyti haft góð áhrif og má þar
nefna margra milljóna króna útgjaldalækkun vegna aðildargjalda, bætta lögfræðiaðstoð og
tímasparnað vegna fundarhalda innan BHM. Ekki má þó gleyma að átök um styrktar og
sjúkrasjóð hafa valdið félagsmönnum óþægindum.
Þetta tölublað kemur út talsvert seinna en áætlað var en vegna anna hefur mörgum höfundum
reynst erfitt að ljúka greinaskrifum. Það á ekki síst við um félagslegar greinar. Starfsmenn
félagsins hafa verið undir miklu álagi í aðdraganda aðalfundar og vegna formannskosningar.
Hjúkrunarfræðingar í klíník finna einnig fyrir því að minni tími er til greinaskrifa. Það kemur af
og til fyrir að höfundar hætta við greinaskrif í miðju kafi en í þetta skipti voru þeir óvenjumargir.
Því þurfti að finna nýtt efni. Þetta hafði þó það góða í för með sér að efni, sem kom seint og
hefði að öllu óbreyttu þurft að bíða til júníblaðs, komst með nú.
Tímarit hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 6405
Bréfsími 540 6401
Netfang christer@hjukrun.is
Vefsíða www.hjukrun.is
Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Sími skrifstofu 540 6400
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Christer Magnusson
Ritstjórnarfulltrúi
Sunna K. Símonardóttir
Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu
christer@hjukrun.is.
Leiðbeiningar um ritun fræðslu og fræðigreina er
að finna á vefsíðu tímaritsins.
Ritnefnd:
Árún K. Sigurðardóttir
Ásta Thoroddsen
Brynja Örlygsdóttir
Dóróthea Bergs
Kolbrún Albertsdóttir
Oddný S. Gunnarsdóttir
Þorsteinn Jónsson
Fréttaefni:
Aðalbjörg Finnbogadóttir,
Christer Magnusson,
Ragnheiður Alfreðsdóttir o.fl.
Ljósmyndir:
Bergdís Kristjánsdóttir, Christer Magnusson,
CDC/Charles D. Humphrey o.fl.
Próförk og yfirlestur:
Ragnar Hauksson
Auglýsingar:
Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855
Hönnun:
Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT
Prentvinnsla: Litróf
Upplag 4000 eintök
Pökkun og dreifing: Póstdreifing
AÐ HÖGGVA SKÓG OG EFLA
SAMSTÖÐU
Af hverju eyðir Félag íslenskra hjúkrunar
fræðinga peningum og pappír í að gefa
út tímarit? Það er hollt af og til að velta
fyrir sér svarinu við þessari spurningu.
Christer Magnusson.
Ritstjóraspjall
Cervarix®: hefur víxlverndandi virkni.
Heildarvirkni Cervarix er meiri en vænta má
af bóluefni sem er gegn HPV- 16 og 18.1,3,5–8
Cervarix hefur 93% virkni gegn alvarlegum
frumubreytingum í leghálsi (CIN3+), óháð
HPV- gerð í frumubreytingum.**2,3
Bóluefni gegn mannapapillomaveirum, gerðum 16 og 18
(Raðbrigði, ónæmisglætt, aðsogað)
®
Cervarix® veitir vörn gegn
algengustu* krabbameinsvaldandi
HPV- veirum: HPV- 16, 18, 31,
33 og 451-6
IS
/C
ER
/0
00
1a
/1
3
Fe
br
ua
ry
2
01
3
References:
1. Paavonen J, Naud P, Salmerón J, et al. Lancet 2009; 374: 301–314. 2. European Summary of Product Characteristics. Cervarix®. GlaxoSmithKline. 3. Paavonen J, Naud, Salmerón J, et al. Abstract
presented at IPVC 2010 Montreal, Canada, July 3–8, 2010. 4. Romanowski B. Abstract presented at IPVC 2010 Montreal, Canada, July 3–8, 2010. 5. Bosch FX, Burchell AN, Shiffman M, et al. Vaccine 2008;
26S: K1–K16. 6. European Summary of Product Characteristics. Gardasil™. Sanofi Pasteur MSD, 2010. 7. Tjalma W. Abstract presented at IPVC Montreal, Canada, July 3–8, 2010. 8. Howell-Jones R, Bailey
A, Beddows S, et al. Br J Cancer 2010; 103(2): 209–216.
CERVARIX Bóluefni gegn mannapapillomaveiru [gerðum 16 og 18] (raðbrigði, ónæmisglætt, aðsogað). Notkun: Til notkunar frá 9 ára aldri til að koma í veg fyrir forstigsbreytingar í leghálsi og leghálskrabbamein
af völdum ákveðinna krabbameinsvaldandi mannapapillomaveira (HPV). Notkun Cervarix skal vera í samræmi við opinberar leiðbeiningar. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlögð bólusetningaráætlun er þrír skammtar;
0, 1, 6 mánuðir. Ekki liggur fyrir hvort þörf er á örvunarskammti. Cervarix er ætlað til inndælingar í vöðva á axlarvöðvasvæðinu. Ekki ætlað stúlkum yngri en 9 ára, vegna skorts á upplýsingum um öryggi og
ónæmingargetu hjá þessum aldurshópi. Innihaldsefni: 1 skammtur (0,5 ml) inniheldur: HPV 16 L1-prótein (20 míkrógrömm), HPV 18 L1 prótein (20 míkrógrömm) ónæmisglætt með AS04 sem inniheldur
mónófosfórýllípíð A (50 míkrógrömm) aðsogað á álhýdroxíðhýdrat (0,5 milligrömm Al3+). Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Bráð, alvarleg veikindi með hita. Hins vegar
er minniháttar sýking, svo sem kvef, ekki frábending fyrir ónæmisaðgerð. Geymsluþol: 4 ár. Cervarix skal gefið eins fljótt og unnt er eftir að það er tekið úr kæli. Gögn um stöðugleika benda þó til að Cervarix í
stakskammtaílátum haldist stöðugt og megi gefa ef það hefur verið geymt utan kælis í allt að þrjá daga við hitastig á bilinu 8°C til 25°C eða allt að einn dag við 25°C til 37°C. Gerð íláts og verð: 0,5 ml sprauta
1stk. í pakkningu. Hámarks smásöluverð í febrúar 2013, kr. 17.882 Lyfseðilsskylt, R,0. ATC flokkur J07BM02. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Biologicals s.a., Rue de l’Institut 89, B-1330 Rixensart, Belgía.
Dagsetning endurskoðunar textans: 05/12/2011. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.
* Vaccine efficacy is different for each of the HPV types 16, 18, 31, 33, 45 and varies in different
cohorts and endpoints. ** Vaccine efficacy again CIN3+ irrespective of HPV type in lesions was
93,2% (95% Cl 78,9-98,7) in the TVC-naïve cohort.3
Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar:
www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700.
IS_CER_0001a_13_Cervarix_Advert.indd 1 19.02.2013 14:05:30