Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201336 Elísabet í nemabúningnum sínum. fengið hana þarna. Ég var ekki komin með bandarísk hjúkrunarréttindi þegar þetta var en bankaði samt upp á og talaði við hjúkrunarfræðing sem sagði að það vildi reyndar svo til að sig vantaði hjúkrunarfræðing á kvöldvaktina. Ég sagði henni að ég hefði ekki réttindi til þess að vinna sem hjúkrunarfræðingur en ég gæti kannski hjálpað eitthvað til. Konan kom með slopp fyrir mig og ég fór heim með barnið og fór svo að vinna og vann þarna í heilt ár. Þetta sjúkrahús var ekki ólíkt Hvítabandinu en við tókum á móti fólki sem hafði slasast á þjóðvegunum í kringum San Rafael. Það var oft erilsamt en mér fannst ég læra heilmikið á að vera þarna.“ Hjúkrunarfræðingarnir, sem Elísabet vann með á sjúkrahúsinu, buðu henni að fara með henni til Sacramento á ráðningarstöð fyrir hjúkrunarfræðinga. Þar fékk hún bráðabirgðaleyfi til að sinna hjúkruninni, eftir að hafa verið á spítalanum í nokkurn tíma. Elísabet og Arnar snéru heim eftir árs dvöl í Kaliforníu en héldu svo aftur til Bandaríkjanna ári síðar og settust þá að í borginni Oakland í Kaliforníu. „Arnar endaði með að fá vinnu á þýsku elliheimili en áður höfðum við séð auglýsingu í blöðunum og fórum að kanna hvort þar væri vinnu að fá. Forstjórinn sagðist vera nýbúinn að ráða matreiðslumanninn sem auglýst var eftir en vantaði hins vegar hjúkrunarfræðing og það væri sjálfsagt að ég fengi vinnuna. Ég réð mig þangað en Arnar endaði sem sagt á þýska elliheimilinu. Heimilið, sem ég réð mig á, heitir Salem Lutheran Home og er dvalarheimili fyrir aldraða.“ Þarna vann Elísabet á sjúkradeild og var fljótlega sett yfir deildina. Það var verið að byggja upp heimilið og hún segir að það hafi verið skemmtilegt að fá að taka þátt í uppbyggingunni, velja húsgögn, rúm og sitthvað fleira. „Mér fannst hjúkrunin sem slík fara eins fram og hér heima en sjálfsagt var eitthvað öðruvísi. Einn læknir var á heimilinu og kom þangað vikulega og skoðaði alla sem voru veikir, eða þá sem ég hafði valið að hann þyrfti að sjá hverju sinni. Fólkið gat ýmist keypt sig inn á sjúkradeildina eða keypt hús sem voru þarna í kringum heimilið og nýtt sér svo þjónustuna á heimilinu. Þeir sem voru í húsunum voru ekki veikir eins og fólkið sem var á sjúkradeildinni þar sem ég vann. Þetta var samt eins konar endastöð fyrir allt þetta fólk sem var þarna og átti eftir að vera þar það sem eftir var. Þetta var eins og fínasta heimili, glæsileg borðstofa í aðalbyggingunni og þar voru dúkar og blóm á borðum og hvítar servíettur. Fallegur garður var í kringum heimilið. Þar voru ræktaðar allar þær matjurtir sem við notuðum en garðyrkjumeistarinn var japanskur. Heimilisfólkið á Salem Lutheran Home var um tvö hundruð talsins. Fyrirkomulagið á heimilinu hafði ekki rutt sér til rúms hér á þessum tíma þótt það sé nú orðið breytt. Áhersla var lögð á að þetta væri heimili en ekki stofnun.“ Slasaður Íslendingur á götunni Það gerast víða ævintýri og segja má að eitt slíkt hafi átt sér stað á lúterska heimilinu í Oakland. „Einn daginn kom einhver hlaupandi utan af götu og spurði hvort ég gæti komið með hjólastól því að það væri slasaður maður þarna fyrir utan. Maðurinn hafði orðið fyrir bíl og þegar ég kom til hans kom í ljós að þetta var Íslendingur. Ég fór með hann inn og fékk lækninn til að koma og líta á hann. Hann sagði að maðurinn væri brotinn og þyrfti að fara á sjúkrahús. Ég fór með hann þangað og endirinn varð svo sá að hann kom til okkar og settist að á heimilinu eftir að ég hafði fengið leyfi til að taka hann þangað inn. Hann hafði verið rakari í bandaríska hernum og bjó þegar hér var komið sögu í Bandaríkjunum, átti þar reyndar dóttur en það var lítið eða ekkert samband milli þeirra svo hann átti ekki í mörg hús að venda.“ Svolítið brölt var að fara í prófið sem veitti Elísabetu hjúkrunarréttindin í Bandaríkjunum. Hún þurfti að fá alla pappíra héðan að heiman á ensku en það gekk vel. Prófið úr hjúkrunarskólanum gekk upp en það eina sem á vantaði var að hún hafði ekki verið nógu lengi á barnadeild. Fyrirkomulagið í tengslum við prófið var þannig að fulltrúi frá yfirvöldum kom til að líta á starfsemina á heimilinu og kannaði hvort ekki væri allt í lagi og niðurstaðan varð sú að hún þyrfti ekki að bæta því við sem upp á vantaði í barnahjúkruninni á meðan hún væri á þessu dvalarheimili fyrir aldraða. Hins vegar þurfti hún að fá réttindin og taka prófið. „Ég kveið gasalega mikið fyrir prófinu en það fór fram inni á heimilinu og fulltrúi frá heilbrigðisstofnuninni kom sjálfur og fylgdist með mér í heilan dag í prófinu. Ég þurfti meðal annars að taka krossapróf, það eina sem ég hef tekið um ævina. Ég krossaði vitlaust við eitt atriði og það var hvað blóðþrýstingsmælir heitir á ensku.“ Nú hlær Elísabet glaðlega, enda ekki að furða því án efa hefur hún vitað þetta fullvel þótt hún myndi það ekki á því augnabliki sem hún setti krossinn á blaðið. Stríðið í Víetnam „snéri“ þeim heim Hvers vegna fóruð þið svo heim?„Stríðið í Víetnam spilaði þar mikið inn í. Við gátum ekki hugsað okkur að sonur okkar endaði kannski með því að þurfa að fara í stríð, eina barnið okkar. Við vorum búin að sjá ömurlegar afleiðingar stríðsins. Eina sögu get ég sagt um það. Vinur Ingólfs, sonar okkar, bjó þarna rétt hjá og var mikið hjá ömmu sinni. Einn dag kemur hún næstum skríðandi heim til mín og segir: „Ég var að senda þriðja soninn í stríðið en hinir tveir eru fallnir.“ Hún komst varla upp á tröppurnar hjá mér svo yfirbuguð var hún. Það var mikil reynsla fyrir mig að kynnast þessari blessaðri konu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.