Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201330 Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, addahelga@gmail.com Það er mánudagsmorgunn í starfi skóla­ hjúkrunarfræðingsins Aðalbjargar. Fram undan er kynfræðsla í tveimur 9. bekkjum, viðtal við unglingsstúlku, fundur og viðtal við foreldra vegna inngöngu barns þeirra í fjölskylduteymi Heilsugæslunnar í Glæsibæ. Aðalbjörg veit að þessi áætlun mun riðlast, en það mun blessast. Hún heilsar tveimur drengjum með badmintonspaða í töskunum en þeir bíða eftir bekkjarfélögum sínum við innganginn. Þegar inn er komið mætir hún foreldrum að aðstoða fyrstu­ bekkingana sína við að fara úr skónum og fylgja þeim til stofu. Hún gengur inn ganginn að stofunni sinni, opnar dyrnar, kveikir ljósin og kveikir á tölvunni. Meðan hún fer úr yfirhöfninni er bankað á hurðina: „Aðalbjörg, veistu hvað? Ég er með lausa tönn hérna, sjáðu! Áttu krem á hana svo ég finni ekki til þegar hún hreyfist?“ Um leið kemur lítill fyrsta­ bekkingur, segist vera illt í maganum og skríður í fangið á henni. Vinkonur á miðstigi koma og spyrja hvenær síðasta Cervarix bólusetningin verði. Rétt fyrir frímínútur kemur stúlka á unglingastigi, sest niður, segir ekkert og fer að hágráta. Eftir 20 mínútur segist hún hafa hlaupið Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er skólahjúkrunarfræðingur í Langholtsskóla. úr tíma því hún geti ekki lært, henni finnst hún ekkert geta og vill helst bara vera einhvers staðar ein, fá að vera í friði. Í því kemur strákur af yngsta stigi sem missti andann þegar hann datt úr klifurgrindinni. Þetta er dæmigerður dagur í starfinu mínu, þar sem ég er í senn þjónn og leiðtogi. Þjónn vegna þess að ég hef einlægan áhuga á að sinna þörfum skjólstæðinga og samstarfsfólks með eflingu að markmiði: Að efla heilbrigði þeirra, þekkingu, frelsi og sjálfræði og leita leiða til að koma í veg fyrir vanda með því að viðhafa faglega umhyggju. Leiðtogi því ég byggi starfið mitt á hugsjón og ígrunduðum gildum, bý yfir þekkingu, set mér markmið og tek forystu um heilbrigðismálefni innan skólans. Ég móta stefnu og framtíðarsýn, set fram hugmyndir sem ég sannfæri aðra um, bý yfir hugrekki til að takast á við verkefni og tek ábyrgð á athöfnum mínum og orðum í ræðu og riti. Allt grundvallast á því að ég búi yfir sjálfsþekkingu sem ég efli með sífelldri þekkingarleit og meðvitaðri hlustun á sjálfa mig. Þó að hluti af starfi mínu felist í að fræða börnin um hugrekki, hamingju, hollustu, hreyfingu, hreinlæti og hvíld læra þau fyrst og fremst af því sem þau sjá mig gera: mínum eigin lífsháttum, lífsviðhorfum, samskiptaháttum og gildum. Ég er málsvari barnanna og ungmennanna og ber alltaf að sjá til þess að mannréttindi þeirra séu virt. Ég sinni erindum sem eru allt frá því að taka flís, hreinsa sár og setja bakstur á bólgu til þess að bregðast við vanda barna sem búa við óviðunandi aðstæður eða geðræna erfiðleika. En ÞANKASTRIK SKÓLAHJÚKRUNARFRÆÐINGAR – MÁLSVARAR BARNA Skólahjúkrunarfræðingar starfa á viðverustað skjólstæðinga sinna og gegna mikilvægu hlutverki í að sinna þörfum þeirra með því að bregðast snemma við vanda. Þeir starfa í velferðarsamfélagi þar sem mannréttindi barna og ungmenna eru enn fyrir borð borin í skjóli undarlegrar forgangsröðunar fjármuna og skorts á framtíðarsýn. Með því að efla þjónustu skólahjúkrunarfræðinga aukast möguleikar barna og unglinga til farsældar og vellíðanar. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.