Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201322 hagsbóta fyrir þjónustuþega, þverfræði­ lega nema, kennara og samfélagið. Allir þættir líkansins skipta máli til að það starfi sem skyldi og árangri sé náð. Stærri umgjörð þess er mennta­ og velferðarkerfi og samfélagið í heild. Heilsutorg er eftirsóknarvert fyrir nemendur, þjónustuþega og samfélagið Sú heilbrigðis þjónusta, sem veitt verður á Heilsutorgi, er meðal annars grundvölluð á hugmyndafræði þverfræðilegra kenninga sem reynast árangursríkar erlendis. Rík áhersla er lögð á markvissa samvinnu fólks með mismunandi fræði­ legan bakgrunn sem leggur saman þekkingu sína og reynslu í teymisvinnu. Samsetning teymis miðast við þarfir þjónustu þega hverju sinni. Markmiðið er að veita samfellda og heilsueflandi þjónustu (Sólfríður Guðmundsdóttir o.fl., 2013). Á Heilsutorgi mun fara fram þjónustunám þar sem nemandinn veitir ákveðna þjónustu og leggur af mörkum til samfélagsins. Þjónustunám er skipulögð námsreynsla þar sem nemandi veitir þjónustu og skilur sambandið á milli þjónustunnar og háskólanámsins sem fram fer samhliða. Þjónustunám sinnir bæði þörfum samfélagsins og nemandans í gegnum skipulögð námstækifæri sem þjálfa fagnám og þverfræðileg námsmarkmið. Þjónustuþegar Heilsutorgs verða til að byrja með háskólastúdentar og börn þeirra. Fram fór könnun meðal stúdenta Háskóla Íslands árið 2011 varðandi þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Alls tóku 1487 nemendur (1427 íslenskir og 60 erlendir) þátt í könnuninni en það eru 10% af þeim sem skráðir voru í nám við háskólann á þeim tíma. Niðurstöður sýndu að 85% af íslensku nemendunum og 73% þeirra erlendu sögðust hafa þurft á heilbrigðis­ þjónustu að halda á sl. ári og rúmlega helmingur nemendanna beið með að leita sér heilbrigðisþjónustu. Flestir höfðu áhuga á að nýta sér þjónustu Heilsutorgs (55%­95%) og vildu geta fengið almenna heilbrigðisþjónustu, tann­ lækna­, kynheilbrigðis­, geðheil brigðis­ eða barneignarþjónustu auk ráð gjafar um hreyfingu, næringu og lyf. Samfélagslegur þrýstingur á háskóla erlendis, frá heilbrigðisstofnunum og stjórnvöldum, hefur aukist í sambandi við að bjóða þverfræðilega menntun fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að það geti betur sinnt þverfræðilegum störfum. Sú krafa byggist á því að þegar þverfagleg teymi sameina þekkingu og færni til að ná bestu niðurstöðu er það mun vænlegra til árangurs en sérfaglegt starf. Gæði þjónustunnar batna með markvissri þverfræðilegri samvinnu þar sem hlutverkaskipan og ábyrgð hvers sérfræðings í teyminu er ákveðin og boðleiðir verða beinni og fyrirframákveðnar (WHO, 2010). Niðurstöður rannsókna sýna að samlegðaráhrif sérfræðiþekkingar með teymisvinnu skilar sér í auknu öryggi þjónustunnar, styttri legutíma á sjúkrahúsi (WHO, 2010) og er leið til að koma í veg fyrir innlagnir langveikra í heimahúsum (Holland o.fl., 2005). Auk þess eru íbúar ánægðari með þverfræðilegt fyrirkomulag þjónustunnar og það er fjárhagslega hagkvæmt (Simmonds o.fl., 2001). Nú eru liðin rúm fjörutíu ár frá því að fyrstu þverfræðilegu námskeiðin voru haldin fyrir nemendur á heilbrigðissviði í Norður­Ameríku. Það er því orðið löngu tímabært að bjóða íslenskum nemendum heilbrigðisvísindagreina slíkt nám sem undirbýr þá fyrir markvissa samvinnu mismunandi sérgreina í framtíðarstarfi þeirra. Samfélagið og virkni þess hefur áhrif á nám og heilbrigði nemenda og íbúa. Til dæmis má nefna áhrif heilbrigðisstefnu þjóðarinnar, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og úrræði heilbrigðis­ og forvarnaþjónustu sem standa til boða. Viðmið samfélagsins hafa mikið að segja um lífsvenjur fólks, sömuleiðis aðstaða stúdenta til náms og hvort þeir stefna að því að lifa heilbrigðu lífi. Þverfræðilegt nám Haustið 2013 hefst þverfræðilegt námskeið við Háskóla Íslands þar sem nemendum á heilbrigðisvísindasviði er kennt að vinna saman. Til að auka mark­ vissa þverfræðilega samvinnu og sam­ ræmingu þjónustunnar munu nemendur og kennarar Heilsutorgs læra fyrst að vinna saman á fræðilegu námskeiði. Þetta fyrirkomulag stuðlar að bættu samstarfi þar sem hver nemandi kynnir sína fræði­ grein og lærir um fræðigreinar annarra auk þess að temja sér gagnkvæma virðingu og skilning gagnvart öðrum fræðigreinum. Nemendur vita þá hvers má vænta, læra að treysta hver öðrum og skilja hvernig marg breytileikinn bætir árangur hópsins til hagsbóta fyrir þjónustuþega. Sýnt hefur verið fram á að slík kennsla stuðlar að auknu öryggi, gæðum og hagkvæmni í þjónustu heilbrigðis­ starfsfólks. Sífellt fleiri rannsóknir sýna góðan árangur þverfræðilegrar kennslu fyrir teymisvinnu í heilbrigðisþjónustu erlendis (WHO, 2010). Ein megin­ niðurstaða Petri (2010), sem byggðist á niðurstöðum 98 þver fræði legra rann­ sókna, er að forsenda árangurs ríkrar þver fræðilegrar samvinnu í heil brigðis ­ þjónustu er þverfræðileg menntun heil­ brigðis starfsmanna. Dæmi um hvernig árangur hefur skilað sér erlendis er bætt sam vinna milli fagsfólks sem felur í sér mark visst upplýsinga flæði bæði í samskiptum og með skráningu (WHO, 2010). Samkvæmt skýrslu Alþjóða heil­ brigðis mála stofnunar innar (WHO, 2010) er ein algengasta orsök mistaka á sjúkrastofnunum skortur á samskiptum eða léleg boðskipti milli meðferðar aðila. Í þver fræðilegri kennslu er farið í sam­ skiptaleiðir, áhrifaþætti á upplýsingaflæði og hvernig bæði umhverfi og hinn mannlegi þáttur geta haft áhrif á upplýsingaflæði. Þetta skipulag er ekki síst nauðsynlegt þar sem þjónustan verður sífellt flóknari og er framkvæmd í margvíslegu umhverfi við ólíkar aðstæður svo samstillt þjónusta er enn meira áríðandi. Þverfræðileg klínísk þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum mun fara fram á Heilsutorgi en þjálfunin byggist á sameiginlegri kennslu til að auka færni með nýrri hugmyndafræði. Nemendur þurfa klínísk námstækifæri á stað sem veitir þverfræðilega meðferð sem er grundvölluð á hugmyndafræði slíkrar samvinnu og það er mikilvægt að skapa þannig aðstöðu með Heilsutorgi. Menntun heilbrigðisstarfsfólks hérlendis hefur verið miðuð við fræðigreinar og sérfræðigreinar. Heilbrigðisstarfsfólk þjónar fólki út frá sinni sérgrein, ýmist sem einyrkjar (t.d. heimilislæknir, sjúkraþjálfari), hlið við hlið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.