Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201354 Líðan og lífsgæði: SF-36v² lífsgæðalistinn Samantekt á niðurstöðum úr SF­36v² lífsgæðalistanum er sýnd í töflu 4. Heildarstigafjöldi fyrir andlega heilsu (MCS) nýraþega var sambærilegur við meðaltal viðmiðunarþýðis (47,28) en heildarstigafjöldi fyrir líkamlega heilsu (PCS) var hins vegar undir meðallagi (43,56). Meðalheildarstigafjöldi var 40,86­49,13, þ.e. undir meðaltali í öllum þáttum listans nema í þáttunum andleg líðan (49,13) og verkir (47,09). Enginn marktækur munur reyndist vera á líðan nýraþega eftir kyni, aldri, hjúskaparstöðu, menntun, afkomu, atvinnuþátttöku. Öryrkjar fengu færri stig í þáttum almennrar heilsu (p=0,007) og þegar spurt var um takmarkanir á athöfnum daglegs lífs vegna andlegra vandamála (p=0,011). Heilsa og líðan Nýraþegar voru spurðir um veikindi eftir ígræðslu. Samkvæmt svörum þátttakenda höfðu 6,3% greinst með krabbamein eftir ígræðslu, 17,2% með beinþynningu, 9,4% með sykursýki og 12,7% með hjarta­ og æðasjúkdóma. Hlutfall þátttakenda, sem höfðu fengið sýkingar sem þörfnuðust sýklalyfjagjafar oftar en tvisvar á síðastliðnu ári, var 37,5%. Ekki var marktækur munur á líðan þeirra sem greinst höfðu með sykursýki, beinþynningu eða fengið sýkingar sem kröfðust meðferðar. Hins vegar var almenn heilsa þeirra sem höfðu greinst með hjarta­ og æðasjúkdóma marktækt verri (p<0,001). Ekki var marktækur munur á líðan nýraþega eftir því hvort þeir fengu nýra frá látnum eða lifandi gjafa, tíma frá ígræðslu eða hversu lengi þeir höfðu verið í skilun fyrir ígræðsluna. Fræðsla og stuðningur Líðan nýraþega eftir því hvort þeir töldu sig hafa fengið fræðslu og stuðning fyrir ígræðslu var einnig könnuð. Ekki var marktækur munur á líðan nýraþega sem fengu nýra frá lifandi gjafa, hvort sem þeir fengu upplýsingar og fræðslu frá lækni/hjúkrunarfræðingi eða ekki. Nýraþegar, sem fengu nýra frá látnum gjafa og sögðust hafa fengið upplýsingar frá lækni eða hjúkrunarfræðingi, fengu marktækt fleiri stig í þáttunum félagsleg virkni og andleg heilsa (p=0,022/0,040) heldur en þeir sem ekki sögðust hafa fengið nægar upplýsingar. Sami hópur, sem taldi sig hafa fengið næga fræðslu fyrir ígræðslu, var marktækt betri í lífsþrótti (p=0,047), félagslegri virkni (p=0,035) og andlegri heilsu (p<0,004). Nýraþegarnir, sem töldu sig oft eða alltaf hamingjusama, fengu marktækt fleiri stig í þáttunum almenn heilsa (p=0,038), lífsþróttur (p<0,000), félagsleg virkni (p<0,002), takmörkun á athöfnum daglegs lífs vegna andlegra vandamála (p=0,019) og andleg heilsa (p<0,000). Helmingur þeirra (50%) sem fékk nýra frá látnum gjafa taldi að sér hefði staðið til boða nýra frá lifandi gjafa sem þeir vildu ekki þiggja. Tæplega 86% þeirra sem fengu nýra frá lifandi gjafa var boðið nýra til gjafar, þ.e. þurftu ekki að biðja um það. Nýraþegarnir voru þakklátir nýragjafa sínum en 20% þeirra sem þurftu að biðja um gjafanýra fannst það erfitt. Þrjátíu og fimm prósent nýraþeganna, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, höfðu áhyggjur af heilsufari nýragjafans og 20% fannst þetta of stór gjöf að biðja um. Tafla 4. Lífsgæði nýraþega á Íslandi. Lífsgæðaspurningalistinn SF­36v2®. Líkamleg færni (PF) Takmarkanir á þátttöku í líkamlegum athöfnum vegna heilsufars­ vanda (RP) Verkir (BP) Almenn heilsa (GH) Lífsþróttur (VT) Félagsleg virkni (SF) Takmarkanir á athöfnum daglegs lífs vegna andlegra vandamála (RE) Andleg heilsa (MH) Heildarstig líkamleg heilsa (PCS) Heildarstig andleg heilsa (MCS) Fjöldi svarenda 72 72 73 73 72 73 71 71 Þýðismeðaltal (0-100) (transformed score) 72,2 65,3 64,4 51,7 47,6 75,5 76,2 73,4 Meðaltal miðað við bandarískt þýði 1998 (norm based score) 45,33 43,26 47,09* 40,86 44,66 46,17 44,76 49,13* 43,56 47,28* Áreiðanleiki ** 0,889 0,917 0,883 0,711 0,753 0,733 0,852 0,805 Fylgni *** 0,446 0,734 0,790 0,330 0,433 0,578 0,657 0,453 PF: physical functioning, RP: role physical, BP: bodily pain, GH: general health, VT: vitality, SF: role emotional, MH: mental health, PCS: physical component summery, MCS: mental component summary. * Miðað er við að 47 stig eða færri þýði að heilsa og líðan séu undir meðaltali almenns þýðis. Ef stigin eru 53 eða fleiri eru heilsa og líðan yfir meðallagi. ** Áreiðanleiki spannaði 0,711­0,017. *** Fylgni er reiknuð milli spurninga innan þátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.