Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201354 Líðan og lífsgæði: SF-36v² lífsgæðalistinn Samantekt á niðurstöðum úr SF­36v² lífsgæðalistanum er sýnd í töflu 4. Heildarstigafjöldi fyrir andlega heilsu (MCS) nýraþega var sambærilegur við meðaltal viðmiðunarþýðis (47,28) en heildarstigafjöldi fyrir líkamlega heilsu (PCS) var hins vegar undir meðallagi (43,56). Meðalheildarstigafjöldi var 40,86­49,13, þ.e. undir meðaltali í öllum þáttum listans nema í þáttunum andleg líðan (49,13) og verkir (47,09). Enginn marktækur munur reyndist vera á líðan nýraþega eftir kyni, aldri, hjúskaparstöðu, menntun, afkomu, atvinnuþátttöku. Öryrkjar fengu færri stig í þáttum almennrar heilsu (p=0,007) og þegar spurt var um takmarkanir á athöfnum daglegs lífs vegna andlegra vandamála (p=0,011). Heilsa og líðan Nýraþegar voru spurðir um veikindi eftir ígræðslu. Samkvæmt svörum þátttakenda höfðu 6,3% greinst með krabbamein eftir ígræðslu, 17,2% með beinþynningu, 9,4% með sykursýki og 12,7% með hjarta­ og æðasjúkdóma. Hlutfall þátttakenda, sem höfðu fengið sýkingar sem þörfnuðust sýklalyfjagjafar oftar en tvisvar á síðastliðnu ári, var 37,5%. Ekki var marktækur munur á líðan þeirra sem greinst höfðu með sykursýki, beinþynningu eða fengið sýkingar sem kröfðust meðferðar. Hins vegar var almenn heilsa þeirra sem höfðu greinst með hjarta­ og æðasjúkdóma marktækt verri (p<0,001). Ekki var marktækur munur á líðan nýraþega eftir því hvort þeir fengu nýra frá látnum eða lifandi gjafa, tíma frá ígræðslu eða hversu lengi þeir höfðu verið í skilun fyrir ígræðsluna. Fræðsla og stuðningur Líðan nýraþega eftir því hvort þeir töldu sig hafa fengið fræðslu og stuðning fyrir ígræðslu var einnig könnuð. Ekki var marktækur munur á líðan nýraþega sem fengu nýra frá lifandi gjafa, hvort sem þeir fengu upplýsingar og fræðslu frá lækni/hjúkrunarfræðingi eða ekki. Nýraþegar, sem fengu nýra frá látnum gjafa og sögðust hafa fengið upplýsingar frá lækni eða hjúkrunarfræðingi, fengu marktækt fleiri stig í þáttunum félagsleg virkni og andleg heilsa (p=0,022/0,040) heldur en þeir sem ekki sögðust hafa fengið nægar upplýsingar. Sami hópur, sem taldi sig hafa fengið næga fræðslu fyrir ígræðslu, var marktækt betri í lífsþrótti (p=0,047), félagslegri virkni (p=0,035) og andlegri heilsu (p<0,004). Nýraþegarnir, sem töldu sig oft eða alltaf hamingjusama, fengu marktækt fleiri stig í þáttunum almenn heilsa (p=0,038), lífsþróttur (p<0,000), félagsleg virkni (p<0,002), takmörkun á athöfnum daglegs lífs vegna andlegra vandamála (p=0,019) og andleg heilsa (p<0,000). Helmingur þeirra (50%) sem fékk nýra frá látnum gjafa taldi að sér hefði staðið til boða nýra frá lifandi gjafa sem þeir vildu ekki þiggja. Tæplega 86% þeirra sem fengu nýra frá lifandi gjafa var boðið nýra til gjafar, þ.e. þurftu ekki að biðja um það. Nýraþegarnir voru þakklátir nýragjafa sínum en 20% þeirra sem þurftu að biðja um gjafanýra fannst það erfitt. Þrjátíu og fimm prósent nýraþeganna, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, höfðu áhyggjur af heilsufari nýragjafans og 20% fannst þetta of stór gjöf að biðja um. Tafla 4. Lífsgæði nýraþega á Íslandi. Lífsgæðaspurningalistinn SF­36v2®. Líkamleg færni (PF) Takmarkanir á þátttöku í líkamlegum athöfnum vegna heilsufars­ vanda (RP) Verkir (BP) Almenn heilsa (GH) Lífsþróttur (VT) Félagsleg virkni (SF) Takmarkanir á athöfnum daglegs lífs vegna andlegra vandamála (RE) Andleg heilsa (MH) Heildarstig líkamleg heilsa (PCS) Heildarstig andleg heilsa (MCS) Fjöldi svarenda 72 72 73 73 72 73 71 71 Þýðismeðaltal (0-100) (transformed score) 72,2 65,3 64,4 51,7 47,6 75,5 76,2 73,4 Meðaltal miðað við bandarískt þýði 1998 (norm based score) 45,33 43,26 47,09* 40,86 44,66 46,17 44,76 49,13* 43,56 47,28* Áreiðanleiki ** 0,889 0,917 0,883 0,711 0,753 0,733 0,852 0,805 Fylgni *** 0,446 0,734 0,790 0,330 0,433 0,578 0,657 0,453 PF: physical functioning, RP: role physical, BP: bodily pain, GH: general health, VT: vitality, SF: role emotional, MH: mental health, PCS: physical component summery, MCS: mental component summary. * Miðað er við að 47 stig eða færri þýði að heilsa og líðan séu undir meðaltali almenns þýðis. Ef stigin eru 53 eða fleiri eru heilsa og líðan yfir meðallagi. ** Áreiðanleiki spannaði 0,711­0,017. *** Fylgni er reiknuð milli spurninga innan þátta.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.