Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 47 sjóðs, vísindasjóð og styrktar­ eða sjúkra sjóð. FÍH er eitt fárra stéttarfélaga sem er enn þá með vísindasjóð í sínum kjara samningum en hann veltir um 140 milljónum kr. árlega. Nánast allar tekjur hans eru greiddar beint til félagsmanna og er upphæðin nánast hin sama og félags maðurinn hefur greitt í félags­ gjöld sl. ár. Sjóðurinn úthlutar einnig rannsóknar styrkjum til félagsmanna vegna rannsóknar verkefna, doktors­ og meistara verkefna og í ár eru um 9 milljónir króna til úthlutunar. Orlofssjóður veltir samtals um 66 milljónum króna sem skiptast nokkuð jafnt í tekjur vegna iðgjalda og vegna orlofs kosta. Eignir sjóðsins nema um 150 milljónum og eru þá íbúðir og orlofshús talin með. Rætur sjóðsins má rekja til fjórða áratugar síðustu aldar og hefur hann byggst upp smám saman. Starfsmenntunarsjóðurinn úthlutaði í fyrra um 30 milljónum kr. og er því mikilvægur hlekkur í endurmenntun hjúkrunar fræðinga. Um styrktar­ og sjúkra sjóð má lesa í grein um BHM­ málið hér í tölu blaðinu. Samtals námu afgreiddir styrkir úr sjóðum FÍH um 320 milljónum króna árið 2012. Allir þessir sjóðir eru í umsjón starfs manna félagsins og borga þeir því umsýslugjöld til félag s­ sjóðs sem aftur borgar laun starfs manna. Í umsjóninni felst að starfsmaður tekur á móti umsóknum og fylgigögnum og undirbýr fundi sjóðsstjórnar. Einnig þarf að greiða út styrki og halda utan um fjárhag sjóðanna, sinna fjárstýringu og endurskoða. Þá fer framlagið einnig í húsnæðisrekstur, kostnað við símakerfi og tækjarekstur og annað það sem þarf til að reka skrifstofu. Þá er mikil vinna í afgreiðslu á vegum orlofssjóðs, vegna leigu sumarhúsa, afgreiðslu gjafakorta og þess háttar. Það er mikilvægt að muna að hver og einn sjóður í umsjá félagsins hefur kjara samnings bundið hlutverk og þiggur framlag launa greiðanda á þeim forsendum. Þannig er fjár munum hvers og eins sjóðs haldið alge rlega aðgreindum. Félaginu er óheimilt að nýta til að mynda fjármuni orlofs sjóðs til að styrkja félags­ menn í starfs menntun þeirra þar sem það bryti í bága við kjara samninga. Stærsti einstaki liðurinn í rekstri félagsins er launakostnaður en hann nemur um 50% af heildarútgjöldum. Hjá FÍH starfa 10 manns og eru stöðugildin 7,9. Þá stafar hluti kostnaðarins af launa­ greiðslum til stjórnar og nefnda félagsins auk þess sem greiðslur vegna lífeyris­ skuld bindingar fyrrverandi starfsmanna félagsins falla hér undir. FÍH er þekkingarfyrirtæki líkt og önnur stéttar­ og fagfélög. Í slíkum rekstri mæðir mest á hæfu starfsfólki, ólíkt til að mynda í framleiðslufyrirtækjum þar sem kostnaður liggur að stærstum hluta í vélum og hráefni. Ef horft er til annarra félagasamtaka má nefna að í rekstri BHM fer yfir 70% af kostnaði í laun og launatengd gjöld. Lýðræði fæst ekki ókeypis Í stéttarfélagi vilja menn koma saman og ræða málin. Stundum þarf að panta húsnæði og veitingar. Aðalfundurinn kostar að jafnaði 1,5­2 milljónir kr. en þá er gert ráð fyrir að um 100 manns skrái sig með kosningarétt og í hádegismat. Stjórn félagsins myndi með ánægju greiða fyrir enn fleiri fulltrúa. Formannskosningin 2013 kostaði í fyrri umferð um tvær og hálfa milljón króna. Í því fólst útsending kjörseðla, framboðs­ fundur, netkerfi til þess að skrá atkvæði og fleira. Þó tókst að halda kostnaði í skefjum með því að vinna stóran hluta af verkefnum innanhúss, til dæmis fór öll hönnunar­ og umbrotsvinna fram meðal starfsmanna. Gera má ráð fyrir að kostnaðurinn vegna formannskjörsins aukist þó eftir að kjörnefnd ógilti kosninguna en hún verður endurtekin í lok apríl. Útsending gagna til félagsmanna kostar ein og sér um eina milljón króna. Skrifstofan Kostnaður við að reka skrifstofu félagsins er nálægt fjórðungi af heildarkostnaði og þá eru laun starfsmanna undanskilin. Halda þarf húsnæðinu á Suðurlandsbraut við og borga fasteignagjöld, kaupa rekstrarvörur og reka skrifstofutæki. Leiga á tölvukerfi, internettengingu og vefsíðukerfi kostar 12 milljónir árlega og lögbundin endurskoðun 2,5 milljónir. Tölvukerfi félagsins, eins og félagatal, orlofskerfi, styrktarumsjónarkerfi og bókhalds kerfi, eru bráðnauðsynleg til þess að þjóna félagsmönnum vel. Dagbókin, í huga margra félagsmanna ein mikil vægasta útgáfa félagsins, kostar 2 milljónir kr. Tímarit hjúkrunarfræðinga greiðir reyndar fyrir útsendingu dagbókar en hvert tölublað kostar um 1,6 milljónir kr. í fram leiðslu og dreifingu. Tímaritið fær þó eitthvað af því til baka í auglýsingatekjum. Fagsvið Rekstur fagsviðs kostar um 7 milljónir króna á ári. Starf sviðsins er fjölbreytt en snýst að mestu um fagmál og menntunarmál. Sviðið sér um að skipu­ leggja vísindaráðstefnu og hjúkrunarþing annað hvert ár. Ráðstefnan Hjúkrun 2013 er reyndar yfirleitt sjálfbær og rekin fyrir þátttökugjöld og auglýsingatekjur. Sviðið heldur einnig utan um siðamál og úthlutanir úr vísindasjóði. Talsverð vinna fer í að taka þátt í að semja álit og umsagnir þó að formaður félagsins sé ábyrgur fyrir endanlegri útgáfu. Nefna má frumvörp til laga, þingsályktunartillögur og reglugerðir sem snerta hjúkrunarfræðinga en einnig stefnuyfirlýsingar um heilbrigðismál. Þá heldur sviðið utan um námskeiðahald sem félagið á í samstarfi um, en þó nokkur námskeið eru haldin árlega fyrir hjúkrunarfræðinga í húsakynnum félagsins. Félagið leggur þá til skráningar kerfi, húsnæði, skipulagningu og vinnu starfsmanna, reikningagerð, veitingar og margt fleira, og er þessu framlagi félagsins ætlað að halda kostnaði félagsmanna við námskeiðin í lágmarki. Félagsmenn geta svo nýtt sér styrki úr starfsmenntunarsjóði til þess að vega á móti kostnaði við að sækja námskeið. Innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru nú starfræktar 20 fagdeildir. Fagdeildarstarfið er mikilvægur hluti af félagsstarfinu og tekur stór hluti félagsmanna þátt í því. Styrkir til fagdeilda vegna verkefna þeirra nema um 4 milljónum króna árlega. Sviðsstjóri fagsviðs er tengiliður við fagdeildir og heldur reglulega fundi með formönnum fagdeilda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.